Fréttablaðið - 14.07.2009, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 14. júlí 2009 11
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
Fjöldi viðskipta: 11 Velta: 4,2 milljónir
OMX ÍSLAND 6
749,49 +0,49%
MESTA HÆKKUN
BAKKAVÖR 10,40%
MESTA LÆKKUN
ÖSSUR -0,44%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,50 +7,14% ... Atlantic
Airways 159,00 0,00% ... Atlantic Petroleum 475,00 +0,00% ...
Bakkavör 1,38 +10,40% ... Eik Banki 80,00 +0,00% ... Føroya Banki
119,50 +0,00% ... Icelandair Group 4,75 +0,00% ... Marel Food Syst-
ems 54,20 +0,00% ... Össur 113,50 -0,44%
Byggingafélagið og lánveitandinn
Nationwide hefur ákveðið að bjóða
núverandi viðskiptavinum sínum
allt að 125 prósenta lán ef þeir
hafa hug á að skipta um íbúð.
Lánið er einungis í boði til við-
skiptavina þar sem hrein eign er
neikvæð, sem gerist þegar lán
áhvílandi á íbúð lántakenda er
meira virði en markaðsvirði heim-
ilis viðkomandi. Lánið bætist við
það lán sem fyrir er, en að hámarki
25 prósent af markaðsvirði nýju
eignarinnar.
Talsmaður fyrirtækisins segir í
viðtali við BBC að lánið hafi fyrst
verið boðið í síðasta mánuði og eigi
að hjálpa afar takmörkuðum hópi
viðskiptavina. Hann segir einnig
að lánið sé ekki aðgengilegt öllum
viðskiptavinum félagsins og þeir
þurfi að gangast undir áreiðan-
leikapróf. - bþa
Bjóða 125
prósenta lán
Á fyrri hluta árs 2009 voru 413
þúsund falsaðir evruseðlar tekn-
ir úr umferð. Er þetta aukning
um sautján prósent frá fyrra ári.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá Seðlabanka Evrópu.
Í tilkynningunni segir að ekki
sé um nýja flokka falsaðra seðla
að ræða heldur sé verið að dreifa
fyrri útgáfum falsaðra seðla í
auknum mæli. Þess ber að geta að
um 12.500 milljarðar seðla eru í
umferð á evrusvæðinu. Sá seðill
sem oftast hefur verið handlagður
er 20 evru seðillinn, í 48,5 prósent
tilvika. Næstur er 50 evru seðill-
inn, í 34 prósent tilvika. Athyglis-
vert er að sjaldnast voru 5 evru og
500 evruseðlar teknir úr umferð
eða um 0,5 prósent í hvoru tilviki
af heildarfjölda handlagðra seðla.
- bþa
Fleiri falsaðir
seðlar í umferð
VINSÆLIR MEÐAL FALSARA 20 evru
seðillinn oftast gerður upptækur.
Pascal Lamy, framkvæmdastjóri
alþjóðaviðskiptastofnunarinnar
WTO varar við of mikilli bjart-
sýni og segir að langt sé frá því að
kreppunni sé að ljúka.
Hann bendir á að merki sé um
að mörg þróunarlönd og nýmark-
aðsríki séu nú að finna fyrir
kreppunni af fullum krafti.
Lamy segir jafnframt að stað-
an sé ákaflega viðkvæm um þess-
ar mundir enda hafi viðskipti milli
landa aldrei dregist jafn mikið
saman og á síðustu mánuðum.
- bþa
Varar við mik-
illi bjartsýni
TELUR VALITOR BRJÓTA SAMKEPPNISLÖG Jóhannes Ingi Kol-
beinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, segir að Valitor
sé byrjað að stunda sömu viðskiptahætti og það var sektað fyrir
af Samkepppniseftirlitinu fyrir um ári síðan. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Kortaþjónustan hefur sent kvört-
un til Samkeppniseftirlitsins
vegna margvíslegra og ítrekaðra
brota Valitors á samkeppnislög-
um. Þetta kemur fram í tilkynn-
ingu frá Kortaþjónustunni.
Kvörtunin snýr að misnotk-
un á markaðsráðandi stöðu, til
dæmis með sértækum verð-
lækkunum, ólögmætri sam-
tvinnun á þjónustuþáttum
og ómálefnalegri beitingu
hópaðildar fyrirkomulags. „Ekki
er nema eitt og hálft ár síðan
Valitor, Borgun og Fjölgreiðslu-
miðlun náðu sáttum við Sam-
keppniseftirlitið um greiðslu á
735 milljóna króna sektum, þar
sem fyrir tækin viðurkenndu
langvarandi og víðtæk sam-
keppnislagabrot,“ segir Jóhannes
Ingi Kolbeinsson, framkvæmda-
stjóri Kortaþjónustunnar. „Sem
markaðsráðandi aðili má Valitor
ekki lækka gjaldskrá með því að
lækka verð til einstakra aðila.
Við höfum upplýsingar frá við-
skiptavinum okkar og verðandi
viðskiptavinum um að svo sé,“
segir Jóhannes.
Í upphafi mánaðarins var
gerð húsleit hjá Valitor eftir að
athugasemdir bárust frá öðrum
samkeppnisaðila, Borgun. Í
fréttatilkynningu frá Valitor
segir að þeir telji að kvörtun
Kortaþjónustunnar eigi ekki við
rök að styðjast enda hafi fyrir-
tækið fylgt í hvívetna fyrirmæl-
um laga og reglna um hegðun á
markaði.
- bþa
Telja Valitor hafa misnotað markaðsstöðu sína