Fréttablaðið - 14.07.2009, Side 16

Fréttablaðið - 14.07.2009, Side 16
 14. JÚLÍ 2009 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● notaðir bílar Í góðærinu keyptu sér margir nýja bíla í stað þess að halda þeim gömlu við og samhliða því tók bílapartasölum að fækka. Þeim fjölgar nú hins vegar aftur með tilkomu kreppunnar. „Bílapartasölum var farið að fækka en það eru komnir fleiri núna í at- vinnuleysinu að reyna að bjarga sér,“ segir Hjálmar Hlöðversson, eigandi bílapartasölunnar Bíla- kringlunnar. Eigendur annarra bílapartasala taka í sama streng. „Já, við finnum fyrir aukningu í greininni. Það eru alla vega þrír nýir salar búnir að skrá sig inn á síðuna okkar og svo vitum við af fleirum,“ segir Elías Pétursson, eig- andi Aðalpartasölunnar, sem heldur úti heimasíðunni www.parta solur. is. Að þeirra sögn hefur eftirspurn- in eftir varahlutum í bíla tekið á sig nýja mynd. „Það er verið að biðja um hluti í eldri bíla heldur en áður. Það er eins og bílarnir hafi verið geymdir lengi og nú sé verið að draga þá fram,“ segir Elías. „Fólk er að biðja um varahluti í bíla sem áður var hent. Nú erum við líka að nýta betur það sem við rífum úr bílunum heldur en við höfum gert í mörg ár,“ segir Hlöðver Hjálmars- son, eigandi bílapartasölunnar Jap- anskar vélar. Þá segja þeir skort á varahlutum, meðal annars vegna þess að notað- ir bílar séu ekki fluttir til landsins. „Það er ekkert orðið til af varahlut- um lengur, þetta er að verða eins og á Kúbu,“ segir Elías. „Ekki eru allt- af til réttu varahlutirnir og er fólk tilbúnara en áður í að bíða eftir hlut- unum,“ segir Hjálmar og bætir við að þótt mikið sé spurt um varahluti sé eins og fólk haldi að sér höndun- um vegna fjárskorts. Hvað framtíðarhorfur varðar eru menn óvissir en töluverðrar bjartsýni gætir. „Ljóst er að sam- félagið er í hægagangi. En á meðan notaðir bílar eru ekki lengur flutt- ir inn eykst þörfin á varahlutum, og því meira að gera hjá okkur,“ segir Hlöðver. Þeir benda þó á að í sumum til- vikum liggi fólki ekki á að láta gera við bíla sína, þar sem margir hafi hvort eð er verið með fleiri en einn bíl í góðærinu og þegar annar bili sé hinn tekinn í notkun. Þeim liggi því ekki endilega á að láta gera við bifreiðar sínar. -hds Breyttar áherslur í bílapartasölu hérlendis Lárus Sveinbjörnsson og Elías Pétursson, starfsmaður og eigandi Aðalpartasölunnar. Vegna skorts á varahlutum segjast bílapartasalar nýta betur hluti úr bílum. FRÉTTABLAÐIÐSTEFÁN Davíð Þór Jónsson tónlistarmaður er áhugamað- ur um bíla. Uppáhaldsbíllinn er gamall Suzuki Fox jeppi frá árinu 1988 sem hann kallar Bláa refinn. „Ég keypti bílinn af Birni Indriðasyni fyrir þremur árum. Þá var ég búinn að horfa á hann standa núm- erslausan í heilt ár í Nóatúni. Það var engin leið að finna hver átti bílinn öðruvísi en að banka bara upp á en það tók mig tvær vikur að sannfæra manninn um að selja mér bílinn,“ segir Davíð sem borgaði 100.000 krónur fyrir bílinn sem var í góðu ástandi. „Bíllinn er 44 hestöfl, léttur og sparneytinn og lit- urinn á honum heitir Iceland Blue. Svo fékk ég læri- meistara minn Sigga Rallý til að hjálpa mér með bíl- inn, sprauta hann og hjálpa mér með viðhaldið,“ segir Davíð en báðir eru meðlimir í Sambandi Íslenskra Suzukijeppaeigenda. Blái refurinn er frábær ferðafélagi að mati Dav- íðs, sem ferðast um fjöll og firnindi á bílnum og er þessa dagana staddur á LungA, listahátíð ungs fólks á Austurlandi, á Seyðisfirði. „Við félagi minn fengum svo þá hugmynd að opna sendlafyrirtæki, Blái send- illinn. Fólk getur hringt og pantað þjónustuna ef það vantar að láta keyra sig eitthvað, senda pakka eða vantar að komast á rúntinn og spjalla við einhvern.“ - hds Keyrir um á bláum ref Davíð Þór Jónsson tónlistarmaður ásamt Bláa refnum, Suzuki Fox á þrítugsaldri. MYND/ÚR EINKASAFNI Áhugi á fornbílum hefur aukist á síðustu árum og hefur þeim fjölgað sem kaupa sér slíkar bifreiðar. Hins vegar getur stundum verið snúið að finna í þá hentuga varahluti. „Við erum með geymslu í Esjumel í Mosfellsbæ þar sem við höfum opið flesta sunnudaga frá klukkan 13 til 15 þar sem hægt er að koma og skoða varahlutina sem við eigum. Þetta er allt unnið í sjálfboða- vinnu,“ segir Þorgeir Kjartansson, formaður varahlutanefndar Forn- bílaklúbbsins. Hann bætir við að Fornbílafélagið muni halda sérstakan varahluta- dag í haust, nánar tiltekið 27. september. „Þá verður opið lengur hjá okkur og fornbílar verða hafðir til sýnist á svæðinu,“ útskýrir hann. „Annars er hægt að nálgast lista yfir varahluti á heimasíðu Forn- bílaklúbbsins. Svo er algengt að menn kaupi hlutina erlendis frá,“ segir Þorgeir. Nánari upplýsingar á heimasíðunni www.fornbill.is. - hds Fjársjóðskista fyrir fornbílaeigendur Gamall bíll verður fornbíll við 25 ára aldur samkvæmt lögum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM bfo.is Bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar ehf SMIÐJUVEGI 22 (GRÆN GATA) · 200 KÓPAVOGI · SÍMI: 567 7360 bfo@bfo.is BGS VOTTUÐ ÞJÓNU STA BG S VO TTUÐ ÞJÓNUSTA Þjónustuverkstæði fyrir eftirtaldar bifreiðar reynsla – þekking – góð þjónusta

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.