Fréttablaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 18
 14. JÚLÍ 2009 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● notaðir bílar Nýleg skýrsla frá trygginga- fyrirtækinu Warranty Direct nefnir Mözdu sem endingar- besta bílinn í Bandaríkjunum en sænskum ökumönnum þykir Saab vera einstaklega endingargóður og öruggur bíll. Aðrir bílar sem bera af sam- kvæmt skýrslunni eru Volvo, BMW og Renault, sem eru í miklu uppá- haldi hjá kröfuhörðum bílakaup- endum. Nýlegasta skýrsla Umferðar- stofu um endingu bifreiða er frá árinu 2003 og voru þá samkvæmt henni Cherokee Jeep, Lada og Mercedes Benz endingarbestu bif- reiðarnar. Meðalaldur Cherokee Jeep-bíla var rúm fimmtán ár en meðalaldur Hyundai, sem var með lægsta meðalaldurinn, var aðeins tæp fimm ár. - sm Mazda og Saab endingargóðir Mazda-bifreið- arnar njóta vinsælda í Bandaríkjunum. Þeir sem keyra Saab halda tryggð við tegundina, enda þykir bíllinn sterkur og öruggur. FRÉETTABLAÐIÐ/STEFÁN Sigurður Pálsson, markaðsstjóri Ellingsen, segir sölu á felli- hýsum, hjólhýsum, tjaldvögnum og húsbílum framar vonum í sumar, þó salan sé ekki eins mikil og síðustu tvö ár. Um 160 ný tæki og um 30 notuð hafa selst hjá þeim í ár, langflest af fellihýsum, en þau hafa lengi verið vinsælust meðal landans. „Ég held að fólk sé að nýta sér ákveðið tækifæri að kaupa sér núna, sérstaklega þeir sem hafa kannski skotist í eina helgarferð til útlanda í sumar. Mönnum blöskrar þegar þeir fá reikninginn,“ segir Sigurður. „Fólk ætlar sér auðsjáanlega að ferðast meira innanlands næstu árin á meðan þetta geng- ur yfir.“ - kbs Sala vonum framar Margir fjárfesta í fellihýsi, annaðhvort notuðum eða nýjum, frekar en utanlandsferðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VIHELM Gott er að athuga loftið í dekkjunum og munstur þeirra reglulega ásamt því að bletta bílinn til að stoppa ryð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Fyrirhyggja skiptir miklu máli,“ segir Jóhannes Norðfjörð, eigandi réttingaverkstæðisins Réttra bíla þegar hann er beðinn um góð ráð til að tryggja endingu eldri bíla. „Gott er að fara með bílinn reglulega inn á eitthvert verkstæði og láta yfirfara hann,“ útskýrir Jó- hannes og bætir við að meðal ann- ars þurfi að skoða bremsur, demp- ara og stýrisenda. „Ef bílarnir eru farnir að ryðga þá þarf að reyna að stoppa ryðið. Það er gert með því að bletta bílinn.“ Jóhannes segir að reglulega þurfi að athuga loftið í dekkjun- um og munstur þeirra. „Til þess að passa að ef sandur er á vegin- um og verið er að hemla fari bíll- inn ekki bara út af veginum. Svo er hægt að skipta um rúður í bílum ef þær eru orðnar mjög mattar og passa þarf að þurrkublöðin séu í lagi þegar kemur rigning.“ - mmf Fara reglulega á verkstæði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.