Fréttablaðið - 25.07.2009, Síða 2

Fréttablaðið - 25.07.2009, Síða 2
2 25. júlí 2009 LAUGARDAGUR FÓLK Taílendingamót verður end- urvakið í Grindavík í dag en það hefur verið haldið einu sinni áður, fyrir fimm árum. Taílensk- íslenska félagið stendur fyrir mótinu. „Okkur í Taí- lensk-íslenska félaginu lang- aði til þess að halda mót fyrir Taílend- inga svip- að ættarmót- um Íslendinga,“ segir Phetchada Khongchumchuen, formaður Taí- lensk-íslenska félagsins. Á mótinu verður meðal annars keppt í som dam-salatgerð, sem er þekkt í taílenskri matargerð en útlendingum hættir til að finn- ast heldur sterkt að sögn Phet- chödu. - mmf / sjá Allt í miðju blaðsins Taílendingar koma saman: Ættarmót að íslenskum sið PHETCHADA KHONGCHUM- CHUEN EFNAHAGSMÁL Fullyrðing lög- mannsins Ragnars Hall um að Ísland þurfi að greiða tvo millj- arða króna í lögfræðikostnað vegna Icesave-málsins er röng. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Í tilkynningu frá ráðuneyt- inu segir að innstæðutrygginga- sjóðir Breta og Íslendinga hafi gert með sér samkomulag um að deila kostnaði við uppgjör við sparifjáreigendur Landsbank- ans í Bretlandi. Íslenski sjóð- urinn fellst á að greiða kostnað upp að 10 milljónum punda, um 2 milljörðum króna. Hluti af þeim kostnaði er lögfræðikostnaður en auk þess er ýmis aðkeypt þjón- usta og tölvuvinnsla. - bþa Tilkynning frá ráðuneytinu: Fullyrðing Ragnars röng KANARÍ, AP Einn öflugasti sjón- auki heims hefur verið tekinn í notkun á Kanaríeyjum. Jóhann Karl Spánarkonungur vígði hann. Sjónaukinn stendur efst á útkulnuðu eldfjalli og verður not- aður til að kanna dauft ljós frá fjarlægum hlutum alheimsins. Meira en þúsund manns hafa unnið að uppsetningu sjón- aukans, sem heitir Gran Teles- copio Canarias, en skipulagning hófst árið 1987. Vísindamenn segja að hann muni nýtast til að kanna uppruna stjarna, eðli svarthola og greina efnasamsetningu allt aftur að upphafi heimsins í Miklahvelli. - gb Nýtt mannvirki á Kanarí: Einn öflugasti sjónauki heims KOMINN Í NOTKUN Sjónaukinn mikli á Kanaríeyjum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GENF, AP Líklegt þykir að yfir hundrað þúsund manns hafi smit- ast af svínaflensu í Bretlandi og hefur smituðum fjölgað um helm- ing nú í vikunni. Í Bandaríkjun- um er talið að fjöldi þeirra sem hafa smitast sé kominn yfir millj- ón. Keiji Fukuda, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigð- isstofnunarinnar WHO, segir að faraldurinn sé enn á byrjunar- reit. Stofnunin hefur áður sagt líklegt að á næstu tveimur árum muni allt að tveir milljarðar manna smitast, eða nærri þriðji hver jarðarbúi. „Þótt hundruð þúsunda eða jafnvel milljónir smitist, þá erum við samt á byrjunarstigi heims- faraldursins,“ sagði Fukuda. Víða um heim eru stjórnvöld að grípa til ráðstafana til að hægja á útbreiðslu faraldursins. Í Sádi- Arabíu var til dæmis ákveðið að banna börnum, öldruðum og langveiku fólki að fara í píla- grímaför til helgu borgarinnar Mekka í ár. Af Evrópuríkjum er faraldur- inn lengst á veg kominn í Bret- landi. Um þrjátíu manns eru látn- ir þar í landi. Stjórnvöld þar hafa nú áhyggjur af því hvort heil- brigðiskerfið anni þeim verkefn- um sem flensan kallar á. - gb Yfir hundrað þúsund hafa smitast af svínaflensu í Bretlandi: Faraldurinn á byrjunarreit VIÐBRÖGÐIN SKIPULÖGÐ Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, átti fund með starfsmönnum heilbrigðisyfir- valda í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ný siglingaaðstaða vígð Ný aðstaða fyrir siglingafólk verður vígð í Kópavogi í dag. Húsið er í Naustavör og er á tveimur hæðum. Í Naustavör er einnig ný sjósetning- arrenna ásamt flotbryggju og góð aðstaða fyrir báta í landi. KÓPAVOGUR LÖGREGLUMÁL Alls óvíst er hvort tekst að endurheimta það fé sem á dögunum var svikið út úr Íbúða- lánasjóði og tveimur hlutafélög- um með stórfelldum blekkingum og skjalafalsi. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins vinnur efna- hagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra nú að því að rekja slóð fjárins en hefur ekki haft erindi sem erfiði. Tveir menn, fæddir 1989 og 1990, voru handteknir vegna málsins á miðvikudag og sitja nú í gæsluvarðhaldi. Heimildir blaðsins herma að fleiri séu taldir við riðnir málið, en fleiri hafa ekki verið handteknir að svo stöddu. Aðferðirnar sem mennirnir ungu beittu við svikin voru flóknar. Þeir tóku yfir stjórn tveggja fyrirtækja með því að falsa tilkynningar til fyrirtækjaskrár um breytingar á stjórnum þeirra og nýja prókúru- hafa. Til þess þurftu þeir meðal annars að falsa undirskriftir allra stjórnarmanna. Síðan stungu þeir undan eigum félaganna. Þá fölsuðu þeir samninga um sölu á fasteignum í eigu félag- anna, tóku lán hjá Íbúðalánasjóði fyrir kaupunum og stungu fénu undan. Komist hefur upp um svik sem nema ríflega 50 milljónum króna og er talið að sú tala geti enn hækkað. Félögin sem svikin voru hafa kært athæfið, auk þess sem fyr- irtækjaskrá hefur lagt fram kæru vegna skjalafalsins. „Þegar menn senda falsaðar til- kynningar til okkar þá er það nátt- úrlega bara grafalvarlegt mál,“ segir Skúli Jónsson, forstöðumað- ur fyrirtækjaskrár. Hann segir mennina hafa tekið yfir stjórn tveggja félaga, og það hafi síðan verið árvökulir starfsmenn fyr- irtækjaskrár sem uppgötvuðu að ekki væri allt með felldu þegar þeir reyndu að leika sama leik með þriðja félagið. Skúli segir svikin hafa verið ótrúlega úthugsuð. Hann hafi aldrei séð neitt þessu líkt. Hvorugur mannanna tengist félögunum, og þau tengjast ekki innbyrðis. Samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins starfaði annar mannanna sem gjaldkeri í banka og nýtti þá stöðu sína til verksins. Þá eru allir heimildarmenn blaðsins sammála um að nær úti- lokað sé að tveir menn um og undir tvítugu hafi átt frumkvæð- ið að svo flóknum svikum, og hefur rannsókn lögreglu meðal annars beinst að því að reyna að komast að því hverjir fengu þá til verks- ins. Rannsóknin mun meðal ann- ars hafa teygt sig út fyrir land- steinana. Málið er afar viðkvæmt og lög- regla verst af því allra fregna. Þá voru forsvarsmenn félaganna tveggja, sem mennirnir rændu völdum í, beðnir að láta málið ekki fréttast eftir að þeir komust á snoðir um það til að vernda rann- sóknarhagsmuni. Mennirnir voru úrskurðaðir í varðhald til 28. og 30. júlí. Þeir kærðu báðir úrskurðina til Hæsta- réttar, sem mun dæma í málinu eftir helgi. stigur@frettabladid.is Óvíst að milljónirnar sviknu finnist aftur Svik tveggja ungra manna sem höfðu tugi milljóna af tveimur hlutafélögum og Íbúðalánasjóði voru ótrúlega úthugsuð, segir forstöðumaður fyrirtækjaskrár. Útilokað er talið að menn um og undir tvítugu hafi átt að þeim frumkvæði. VIÐSKIPTI Færeyski bankinn, Eik banki, tapaði 69,2 milljónum danskra króna eða 1,7 milljörðum íslenskra króna á fyrri helmingi þessa árs. Bankinn tapaði um tíu milljónum danskra króna á sama tímabili fyrir ári. Í tilkynningu frá bankanum segir að auknar afskriftir og minni umsvif í kjarnastarfsemi bankans skýri þessa afkomu. „Að þurfa að kynna tap á starfsemi bankans er ekki hægt að sætta sig við,“ segir Marner Jacobsen, framkvæmda- stjóri bankans. „Tapið kom hins vegar ekki á óvart í ljósi þeirra aðstæðna sem ríkja á alþjóðlegum mörkuðum.“ - bþa Eik banki kynnir uppgjör: Hafa tapað 1,7 milljörðum LÖGGÆSLA Lögreglan hefur þurft að sleppa því að sinna fimm útköllum á tveimur sólarhringum vegna mannfæðar, segir lögreglumaður sem sent hefur fjöl- miðlum bréf vegna ástandsins hjá lögreglunni. Í myndum sem fylgja síðasta bréfi lögreglumanns- ins, sem óskar starfs síns vegna eftir nafnleynd, má sjá yfirlit úr skrá lögreglu þar sem fram kemur að lögreglumenn hafi ekki sinnt útköllum, til dæmis inn- broti við Reynisvatn. Þá var margítrekaðri kvörtun í fjölbýlishúsi vegna hávaða sinnt mjög seint. Þegar lögregla kom loks á staðinn var ölvað fólk að leika sér að opnum eldi við fjölbýlishúsið og notaði til þess grillvökva, segir lög- reglumaðurinn. Í bréfi hans segir enn fremur að Lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu skuldi rannsóknarlögreglumönnum um 200 yfirvinnutíma, og að hjá lögreglu bíði mörg mál frá því í maí sem ekkert hafi verið rannsökuð. Lögreglumaðurinn undrast orð dómsmálaráðherra, sem sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að ekki komi til greina að fara fram á aukafjárveitingu fyrir lög- reglu, en að hún voni að niðurskurður bitni ekki á þjónustu við almenning. Lögreglumenn bjuggust við stuðningi frá ráðuneyt- inu og því var það eins og blaut tuska í andlitið þegar ráðherra sagði að það væri hægt að halda uppi viðun- andi löggæslu þrátt fyrir niðurskurð, segir lögreglu- maðurinn. - vsp Orð ráðherra um niðurskurð til lögreglu sögð eins og blaut tuska í andlitið: Lögregla sinnir ekki útköllum LÖGREGLA Orð dómsmálaráðherra um niðurskurð hjá lögreglu voru eins og blaut tuska í andlit lögreglumanna. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FANGAKLEFAR Ungu mennirnir tveir sitja nú í gæsluvarðhaldi og munu gera þar til á mánudaginn hið minnsta, þegar Hæstiréttur tekur afstöðu til kæru þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Barnadagur í Viðey Yngsta kynslóðin verður boðin sér- staklega velkomin í Viðey á morgun. Barnamessa verður í kirkjunni og skemmtun verður haldin fyrir börnin. Að auki verður opinn smíðavöllur og hægt að smíða flugdreka. Siglt er í Viðey á klukkustundarfresti. ÚTIVIST Pétur, ætlarðu að bola okkur burt úr viðræðunum? „Ekki spurning, enda hef ég bol- magnið til þess.“ Pétur Reynisson, bolahönnuður BV bola, hannar pólitíska boli og berst meðal annars gegn Evrópusambandinu með bolunum. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.