Fréttablaðið - 25.07.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.07.2009, Blaðsíða 26
„Okkur í Taílensk-íslenska félag- inu langaði til þess að halda mót fyrir Taílendinga svipað ættar- mótum Íslendinga,“ segir Phet- chada Khongchumchuen, formað- ur Taílensk-íslenska félagsins, um Taílendingamót sem endurvakið verður í dag í Grindavík en það var haldið einu sinni fyrir fimm árum. „Taílendinga langar til að skemmta sér með fjölskyldunni, öðrum Taílendingum og Íslending- um giftum Taílendingum,“ segir Phetchada sem býður þó alla vel- komna á mótið. „Taílendingamót- ið er hugsað fyrir fjölskyldur, vini og vinkonur, fólk úr Reykjavík, Grindavík og af öllu landinu.“ Skipulagning mótsins hófst í vor og Phetchada segist renna nokk- uð blint í sjóinn með fjölda móts- gesta. „Það gætu komið svona sex- tíu til sjötíu manns. Ég sendi bréf til Taílendinga og svo kynnti ég þetta aðeins á íslensku líka,“ upp- lýsir hún. Dagskrá mótsins hefst klukk- an ellefu þegar Saltfiskssetrið í Grindavík verður skoðað. „Svo verður spilaður fótbolti, farið í rat- leik, hellaskoðun og karókí.“ Á dagskránni er einnig som dam- salatkeppni þar sem fólk mætir og gerir som dam-salat sem þekkt er í taílenskri matargerð. „Og kannski verður dansað með salatgerðinni. Vinningshafinn fær 10.000 krónur. Í som dam-salati er papaja-ávöxt- ur, tómatar, chilipipar og fisksósa sett saman. Ef Taílendingar fá ekki papaja nota þeir stundum rófur,“ útskýrir Phetchada en að hennar sögn finnst útlendingum som dam- salat oft vera mjög sterkt. „Klukkan fimm munu svo allir borða saman,“ segir Phetchada en á boðstólum verður taílensk- ur matur. „Þar verður boðið upp á grillað svínakjöt og svínaboll- ur, djúpsteiktar rækjur, núðlur og vorrúllur, som dam og hrísgrjón.“ Eftir matinn mun taílensk hljóm- sveit troða upp. „Þá munu allir dansa og skemmta sér saman.“ martaf@frettabladid.is Phetchada býður alla velkomna á Taílendingamótið í Grindavík í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Som dam-keppni á Taí- lendingamóti í Grindavík Taílendingamót verður endurvakið í dag og fer fram í Grindavík en Taílensk-íslenska félagið stendur fyrir mótinu. Ýmislegt er á dagskrá, til dæmis som dam-keppni. Fimm ár eru liðin frá síðasta Taílendingamóti. MÆRUDAGAR standa nú yfir á Húsavík. Áhersla er lögð á fjölskylduvæna dagskrá þar sem ungir og aldnir fá að njóta sín. Hafnarmarkaður, myndlistarsýning og dansleikir eru á meðal þess sem er í boði. Keppt verður í motocrossi á Álfsnesi í dag. Þriðja umferð Íslandsmeist- aramótsins í motocross fer fram á keppnissvæði Vélhjóla- íþróttaklúbbsins í Álfsnesi í dag. Hátt í hundrað keppendur eru skráðir til leiks í sex mismunandi flokkum. Búast má við hörku- keppni því eins og fram kom í ann- arri umferð hafa margir bætt sig frá því í fyrra og baráttan nú harð- ari en áður. Í öflugasta flokknum verður eflaust hörð viðureign enda fremstu ökumenn landsins skráðir til leiks og fjöldi nýrra ökumanna sem láta að sér kveða. Keppni í kvenna- og yngri flokk- um hefst klukkan 12 og í opnum flokki klukkan 14. Þess má geta að leiðin á Álfsnes frá Reykjavík liggur í gegnum Mosfellsbæ, beygt er til vinstri stuttu eftir að komið er fram hjá nýjasta íbúðarhverfinu áður en ekið er inn í Kollafjörð, sama afleggjara og liggur í sorpurðun- arstöðina. Nánar á www.motocross.is. Búist við hörkukeppni Búist er við harðri viðureign í þriðju umferð motocross. MYND/ÚR EINKASAFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.