Fréttablaðið - 25.07.2009, Page 26

Fréttablaðið - 25.07.2009, Page 26
„Okkur í Taílensk-íslenska félag- inu langaði til þess að halda mót fyrir Taílendinga svipað ættar- mótum Íslendinga,“ segir Phet- chada Khongchumchuen, formað- ur Taílensk-íslenska félagsins, um Taílendingamót sem endurvakið verður í dag í Grindavík en það var haldið einu sinni fyrir fimm árum. „Taílendinga langar til að skemmta sér með fjölskyldunni, öðrum Taílendingum og Íslending- um giftum Taílendingum,“ segir Phetchada sem býður þó alla vel- komna á mótið. „Taílendingamót- ið er hugsað fyrir fjölskyldur, vini og vinkonur, fólk úr Reykjavík, Grindavík og af öllu landinu.“ Skipulagning mótsins hófst í vor og Phetchada segist renna nokk- uð blint í sjóinn með fjölda móts- gesta. „Það gætu komið svona sex- tíu til sjötíu manns. Ég sendi bréf til Taílendinga og svo kynnti ég þetta aðeins á íslensku líka,“ upp- lýsir hún. Dagskrá mótsins hefst klukk- an ellefu þegar Saltfiskssetrið í Grindavík verður skoðað. „Svo verður spilaður fótbolti, farið í rat- leik, hellaskoðun og karókí.“ Á dagskránni er einnig som dam- salatkeppni þar sem fólk mætir og gerir som dam-salat sem þekkt er í taílenskri matargerð. „Og kannski verður dansað með salatgerðinni. Vinningshafinn fær 10.000 krónur. Í som dam-salati er papaja-ávöxt- ur, tómatar, chilipipar og fisksósa sett saman. Ef Taílendingar fá ekki papaja nota þeir stundum rófur,“ útskýrir Phetchada en að hennar sögn finnst útlendingum som dam- salat oft vera mjög sterkt. „Klukkan fimm munu svo allir borða saman,“ segir Phetchada en á boðstólum verður taílensk- ur matur. „Þar verður boðið upp á grillað svínakjöt og svínaboll- ur, djúpsteiktar rækjur, núðlur og vorrúllur, som dam og hrísgrjón.“ Eftir matinn mun taílensk hljóm- sveit troða upp. „Þá munu allir dansa og skemmta sér saman.“ martaf@frettabladid.is Phetchada býður alla velkomna á Taílendingamótið í Grindavík í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Som dam-keppni á Taí- lendingamóti í Grindavík Taílendingamót verður endurvakið í dag og fer fram í Grindavík en Taílensk-íslenska félagið stendur fyrir mótinu. Ýmislegt er á dagskrá, til dæmis som dam-keppni. Fimm ár eru liðin frá síðasta Taílendingamóti. MÆRUDAGAR standa nú yfir á Húsavík. Áhersla er lögð á fjölskylduvæna dagskrá þar sem ungir og aldnir fá að njóta sín. Hafnarmarkaður, myndlistarsýning og dansleikir eru á meðal þess sem er í boði. Keppt verður í motocrossi á Álfsnesi í dag. Þriðja umferð Íslandsmeist- aramótsins í motocross fer fram á keppnissvæði Vélhjóla- íþróttaklúbbsins í Álfsnesi í dag. Hátt í hundrað keppendur eru skráðir til leiks í sex mismunandi flokkum. Búast má við hörku- keppni því eins og fram kom í ann- arri umferð hafa margir bætt sig frá því í fyrra og baráttan nú harð- ari en áður. Í öflugasta flokknum verður eflaust hörð viðureign enda fremstu ökumenn landsins skráðir til leiks og fjöldi nýrra ökumanna sem láta að sér kveða. Keppni í kvenna- og yngri flokk- um hefst klukkan 12 og í opnum flokki klukkan 14. Þess má geta að leiðin á Álfsnes frá Reykjavík liggur í gegnum Mosfellsbæ, beygt er til vinstri stuttu eftir að komið er fram hjá nýjasta íbúðarhverfinu áður en ekið er inn í Kollafjörð, sama afleggjara og liggur í sorpurðun- arstöðina. Nánar á www.motocross.is. Búist við hörkukeppni Búist er við harðri viðureign í þriðju umferð motocross. MYND/ÚR EINKASAFNI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.