Fréttablaðið - 25.07.2009, Page 22

Fréttablaðið - 25.07.2009, Page 22
● Forsíðumynd: Pjetur Sigurðsson Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. inni&úti LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009 Sumarblað Fréttablaðsins ● MATUR Boðið til grillveislu ● HEIMILI Borðbúnaður og skraut ● BÆNDAGISTI NG Á HRÍFUNESI Laðar til sín erlenda ljós- myndara LÉTTMETI BEST Gunnar Björn G uð- mundsson mæli r með disk Ljótu hálfvi tanna í ferðalagið. S ÍÐA 2 LENGRI LÍFDAGA R Nokkur góð og e in- föld ráð til að lát a afskorin blóm en dast betur. S ÍÐA 6 ● inni&úti Veitinga- og samkomuhús sem byggt var í Hrífunesi 1947 hefur gerbreytt um svip. Haukur Snorra- son, ljósmyndari og leiðsögumað- ur, og Hadda Björk Gísladótt- ir sviðsstjóri hafa gert það upp af mikilli natni til að eiga þar af- drep. Þau bjóða líka upp á ból og bita sem á ensku útleggst bed and breakfast. Segja má að húsið, sem áður hýsti veitingasölu og mannfagnaði íbúanna í Skaftártungu, sé orðið að miðstöð fyrir ljósmyndara frá öllum heimshornum því þau hjón vinna að því að laða þá til lands- ins og veita þeim leiðsögn, fæði og gistingu. „Erlendir ljósmyndarar sækja í miklum mæli til Íslands og við setjum upp vikuferðir fyrir þá um íslenska náttúru enda er stutt frá Hrífunesi í margar helstu nátt- úruperlur landsins.“ segir Hauk- ur. Í Hrífunesi er líka gisting í öðru húsi sem sjá má á www.hrifunes.is husid og hlýlegt tjaldstæði, umvaf- ið þéttvöxnum birkiskógi. - gun S ólböð, sundferðir, spjall á kaffihúsum eða í kvöldmatarboðum og sumarbústaðaferðir eru stikkorð sem ég myndi nota til að lýsa sumrinu mínu. Þessi samsetning gæti við fyrstu sýn til- heyrt sumri marga Íslendinga. Eitt atriði virðist vanta á list- ann til að fullkomna og gera hann svipaðan upptalningu svo margra annarra. Það eru íþróttirnar sem sumir tengja sérstaklega sumrinu. Úr þessum skorti bætti ég í vikunni. Ég fékk símtal frá vinkonu minni seinnipart dags og hún bað mig að koma með sér á fótboltaleik í þriðja flokki en sextán ára bróð- ir hennar var að keppa. Ég var heldur treg til því að ég er ekki ein af þeim sem finnst fótbolti ómissandi. Mér finnst þetta vera íþrótt þar sem fólk hleypur fram og aftur, eltandi svarthvítan bolta á velli með línum. Kannski tengist það því að ég hef aldrei getað spilað fótbolta. Ég lét þó til leiðast og lengdi sumarlistann minn og gerði hann líkari upptalningu margra annarra. Eins og fram hefur komið hef ég ekki verið dugleg við að sækja fótboltaleiki og fór þess vegna í léttum sumarfötum á leikinn. Sú ákvörðun er ekki sú besta sem ég hef tekið því það blés allan tímann og mér var orðið kalt eftir eins og hálftíma setu. Þá að leiknum. Hann fór rólega af stað og ég komst að því að áhorf- endurnir voru ansi skemmtilegir. Ég fann út að maðurinn sem sat fyrir aftan mig átti son í sókninni, sonur hjónanna fyrir framan mig var í óvinaliðinu og vinur krakkanna í sætaröðinni minni var góður. Áhorfendur fylgdust spenntir með. Seinni hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrri, rólega. „Liðið mitt“ gleymdist þó inni í búningsklefa að mati þjálfarans og þegar það loks- ins mætti til leiks var eins og æði rynni á áhangendur liðanna. Tveir leikmenn „míns liðs“ voru reknir út af og við það trylltust foreldrarn- ir sem að sjálfsögðu skiptust í tvo hópa í stuðningi við þessa ákvörð- un dómarans. Setningar eins og: sest þú bara niður, var svarað með orðunum: já, þegiðu líka. Ég hef heyrt af foreldrum á íþróttaleikjum en þetta var ekkert í líkingu við það sem ég ímyndaði mér. Ég held að ég láti þessa stuttu reynslu mína í stúkunni vera þá síðustu í sumar og snúi mér aftur að sundferðum, sólböðum og sumarbústaða- ferðum. Hús með nýtt hlutverk ● Hrífunes í Skaftártungu var eitt sinn í þjóðbraut en hefur á seinni árum orðið friðsæll dvalar- staður sumarhúsaeigenda og ferðafólks. Gamla samkomuhúsið hefur breyst í hlýlegt hreiður. Sveitastíllinn er allsráðandi í eldhúsinu. Fleiri myndir eru á www.hrifunes.com. MYND/HAUKUR SNORRASON Blátært lindarvatnið bunar úr krananum í eldhúsinu. Snerillinn er forngripur. Gamla veitinga- og samkomuhúsið var byggt 1947. Við fengum við aðstoð fagmanna við endurgerð hússins,“ segir Hadda Björk. E kki verður annað sagt en að Gunnar Björn Guðmundsson leikstjóri hafa fjölbreyttan kvikmyndasmekk. Grínmyndir og evrópskar myndir eru í mestu uppáhaldi og því kemur ekki á óvart þegar hann segðist helst taka sjónvarpsþættina Freaks and Geeks í sumarbústaðinn. „Þetta eru þættir í anda Wonder Years nema dramatískari,“ upplýsir hann. „Aðalpersónurnar eru systkini sem hefja nám í nýjum framhaldsskóla og hvernig þau aðlagast umhverfinu, hún vingast við fríkin og hann lúðana. Þarna sér maður marga af helstu leikurum yngri kynslóðar- innar stíga sín fyrstu skref.“ Þegar umræðuefnið berst að tónlist segir Gunnar að íslensk tónlist yrði fyrir valinu. Þessa stundina heilla Ljótu hálfvitarn- ir mest. „Ég er algjör aðdáandi, enda eru strákarnir rosalega skemmtilegir.“ Ekki fer hins vegar mikið fyrir léttmetinu þegar hann er inntur eftir því hvaða bók hann hefði með sér. „Ilmurinn. Tvímælalaust. Það er eitthvað svo brjál- að við hana og pælingarnar með lykt. Svo fær maður ein- hverja sérkennilega samúð með illmenninu.“ Í FERÐALAGIÐ Viðundur, lúðar og hálfvitar Sumarkvöld í stúkunni SUMAR MARTA MARÍA FRIÐRIKSDÓTTIR „Tveir leikmenn „míns liðs“ voru reknir út af og við það trylltust foreldrarnir …“ ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 25. JÚLÍ 2009 LAUGARDAGUR2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.