Fréttablaðið - 27.07.2009, Side 6

Fréttablaðið - 27.07.2009, Side 6
6 27. júlí 2009 MÁNUDAGUR BÚRMA, AP Réttarhöldunum yfir Aung San Suu Kyi var á föstudag- inn frestað fram yfir helgi, eftir að verjendur hennar höfðu lagt fram þrjátíu blaðsíðna lokayfir- lýsingu sína. Réttarhöldin hefjast væntanlega á ný í dag, en Suu Kyi sagðist afar óánægð með frestunina. Þar með fá saksóknarar meiri tíma til að undirbúa sína lokayfirlýsingu. Ekki er reiknað með úrskurði dómara fyrr en í næsta mánuði. Suu Kyi er ákærð fyrir að hafa brotið reglur um stofufangelsi með því að hýsa í tvo daga Banda- ríkjamann nokkurn, sem óboðinn komst inn í hús hennar eftir að hafa synt með leynd yfir stöðu- vatn sem er á bak við húsið. Suu Kyi er leiðtogi stjórnarand- stöðuhreyfingar sem vann stórsig- ur í þingkosningum árið 1990, en hefur síðan flest árin verið í stofu- fangelsi með nokkrum hléum. Herforingjastjórnin tók ekki mark á þeim úrslitum, sat sem fastast en hefur boðað til kosn- inga á næsta ári, að því er virðist í þeirri von að sigur muni losa hana undan ásökunum um að hafa ekki lýðræðislegt umboð. Framlenging stofufangelsisins myndi tryggja að Suu Kyi fengi ekki frelsið fyrr en þær kosningar verða afstaðnar, og geti því ekki látið til sín taka í aðdraganda þeirra. Síðustu árin hafa komið fram áhyggjur af heilsufari Suu Kyi. Við réttarhöldin hefur hún þó virst við góða heilsu. „Hún var heil heilsu og í góðu skapi. Hún sást gera að gamni sínu við lögfræðinga sína,“ sagði stjórnarerindreki, sem var viðstaddur réttarhöldin en taldi ekki óhætt að láta nafns síns getið. gudsteinn@frettabladid.is Réttarhöldin yfir Suu Kyi dragast enn Herforingjastjórnin í Búrma reynir að tryggja að baráttukonan Aung San Suu Kyi verði í stofufangelsi fram yfir kosningar, sem boðaðar eru á næsta ári. Aung San Suu Kyi ■ 19. júní 1945 Fædd í Rangún ■ janúar 1947 Bretar fallast á að veita Búrma sjálfstæði í kjölfar samninga við Aung San herforingja, leiðtoga þjóðernissinna og föður Suu Kyi ■ júlí Aung San og sex ráðherrar drepnir af andstæðingum bráða- birgðastjórnar þeirra ■ 1948 Sjálfstæði Búrma ■ 1960 Suu Kyi heldur til náms á Indlandi og síðar Bretlandi ■ 1972 Giftist breska fræðimanninum Michael Aris. Synir þeirra fæddir 1973 og 1977. ■ 1988 Snýr heim til Búrma til að sinna dauðvona móður. Gerist leiðtogi lýðræðishreyfingar gegn herforingja- stjórninni. Herinn drepur fjölda mótmælenda. Tekur þátt í stofnun Þjóðarbandalags um lýðræðisflokk ■ 1989 Herforingjastjórnin lýsir yfir herlögum. Suu Kyi í stofufangelsi ■ 1990 Herforingjastjórnin efnir til kosninga, en neitar að láta af völdum þrátt fyrir stórsigur Þjóðarbandalagsins ■ 1991 Hlýtur friðarverðlaun Nóbels ■ 1995 Látin laus úr stofufangelsi ■ 1999 Eiginmaður hennar deyr úr krabbameini í Bretlandi ■ 2000 Aftur í stofufangelsi í sept- ember. Látin laus 2002 ■ 2003 Sett í fangelsi eftir átök stuðn- ingsmanna hennar við stuðningsfólk herforingjastjórnarinnar ■ 2007 Suu Kyi sést opinberlega fyrir utan heimili sitt í fyrsta sinn í meira en fjögur ár ■ 2008 Stofufangelsi framlengt um eitt ár. ■ 14. maí 2009 Suu Kyi ákærð fyrir að brjóta reglur um stofufangelsi eftir að Bandaríkjamaður komst óboðinn inn í hús hennar. BÚRMA (MJANMAR) Nay Pyi Taw Rangún (Jangon) FYLLTU VASANN AF MENTOS TYGGJÓI! NÝ TT ! Bæklunarlæknar - bæklunarlækningar - Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) óska eftir sjálfstætt starfandi bæklunarlæknum til að gerast aðilar að rammasamningi um bæklunarlækningar fyrir sjúkratryggða skv. lögum nr. 112/2008. Þjónustan hefur hingað til verið veitt utan heilbrigðisstofnana og greiðsluþátt- taka SÍ vegna hennar byggt á reglugerð nr. 314/2008 með síðari breytingum. Jafnframt falla krossbandaaðgerðir undir samninginn, en fyrir þær er nú greitt tímabundið skv. sérstökum samningum. Í rammasamningnum eru gerðar ákveðnar hæfniskröfur. Frestur til að gerast aðili að rammasamningnum er til 10. ágúst 2009. Þeir sem áhuga hafa á að veita ofangreinda þjónustu geta nálgast samninginn á heimasíðu SÍ www. sjukra.is Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg K. Þorsteinsdóttir, sviðsstjóri tryggingasviðs SÍ í síma 5150000. Auglýsing þessi byggir á 40. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar. STJÓRNMÁL Skipa á nefnd til að endurskoða löggjöf sem lýtur að úrræðum fy r i r hei m- ili og einstakl- inga í greiðslu- erfiðleikum og leggja fram til- lögur um leið- ir til að styrkja stöðu lántak- enda á fjár- málamarkaði. Nefndin verður skipuð fulltrú- um félagsmála- ráðherra, dómsmálaráðherra og viðskiptaráðherra. Er ráðgert að hún skili tillögum áður en Alþingi kemur saman í haust. Meðal þess sem nefndinni verð- ur gert að gera er að koma bönd- um á hámark innheimtukostnaðar lögmanna. Félagsmálaráðherra hefur kynnt verkefnið í ríkisstjórn. - bþs Nefnd falið að endurskoða löggjöf og úrræði fyrir skuldsett heimili: Böndum komið á innheimtukostnað ■ Meta hvernig úrræði um almenna greiðsluaðlögun og tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna hafa nýst og kanna hvort breyta þurfi þeim skilyrðum sem um úrræðin gilda. ■ Endurmeta reglu um að innborg- anir á kröfur gangi fyrst til greiðslu kostnaðar og vaxta og annarra atriða sem teljast sérstaklega íþyngj- andi fyrir skuldara og draga úr hvata til að standa í skilum. ■ Leita leiða til að koma böndum á hámark innheimtukostnaðar lögmanna, til dæmis með breytt- um aðferðum við útreikninga innheimtuþóknunar og setningu hámarksþóknunar sem tengist fjárhæð kröfunnar. HELSTU VERKEFNI NEFNDARINNAR ÁRNI PÁLL ÁRNASON Félags- málaráðherra. FJÁRMÁL Nýja Kaupþing hefur útfært nýja lausn fyrir þá viðskiptavini sem búa við skuldir umfram greiðslugetu. Hugmyndin var kynnt á föstudag. Úrræðið kallast skuldaaðlögun og felur í sér að láni viðskiptavinar, að undangengnu greiðslumati, er breytt í nýtt verðtryggt langtímalán. „Skuldaaðlögun er nýtt úrræði sem mun auð- velda mörgum fjölskyldum að komast út úr alvar- legum greiðsluvanda,“ segir Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings og segir bankann ætla að vinna að endurreisninni með heimilum og fyrir- tækjum. Lánið yrði veitt til allt að 40 ára og yrði að lág- marki 80 prósent af markaðsvirði fasteignar. Trygg- ingarbréf yrði útbúið fyrir mismuni nýja lánsins og 110 prósent markaðsvirðisins. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir að kröfuhafar geti gert fjárnám í eftirstöðvar af láninu. Upphaflega láninu er breytt í biðlán án vaxta og verðbóta með einum gjalddaga eftir þrjú ár. Þegar býður Kaupþing upp á greiðslu- jöfnun, breytingu á lánaskilmálum, tímabundna frestun afborgana og lengingu lánstíma. Verið er að þróa skuldaaðlögun innanhúss hjá Landsbank- anum, að sögn Tinnu Molphy, upplýsingafulltrúa bankans. Ekki er vitað hvenær það verður kynnt, að sögn Tinnu. Verið er að skoða ýmsar útfærslur hjá Íslandsbanka, að sögn Birnu Einarsdóttur banka- stjóra, en þungamiðjan í endanlegri lausn verður samt sem áður greiðslugeta viðskiptavinarins. - vsp Nýja Kaupþing kynnti nýja leið til að taka á greiðsluvanda heimilanna: Boðið upp á skuldaaðlögun FINNUR SVEINBJÖRNSSON Bankastjóri Nýja Kaupþings segir bankann ætla að vinna að endurreisninni með heimilum og fyrirtækjum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DANMÖRK, AP Sonur hjónanna Jóakims Danaprins og hinnar frönsku Marie prinsessu var skírður Henrik Carl Joachim Alain í gær. Henrik fæddist þann fjórða maí og er sjöundi í röðinni til ríkiserfða. Leynd var yfir nöfnunum þar til við skírnarathöfnina eins og venja er í dönsku konungsfjöl- skyldunni. Athöfnin fór fram í Moegeltoender kirkju nálægt heimili hjónanna í Suður-Jótlandi og um 140 gestir voru viðstaddir. Jóakim prins er yngri bróðir Friðriks krónprins. Hann á tvo syni af fyrra hjónabandi, þá Felix og Nikolai. - mmf Danskur prins skírður: Leynd hvíldi yfir nafninu Ætlar þú á útihátíð um verslunarmannahelgina? Já 11% Nei 89% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætti Jón Bjarnason að hætta sem ráðherra fyrst hann er ósammála ESB-stefnu stjórnar- innar? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.