Fréttablaðið - 27.07.2009, Page 8
8 27. júlí 2009 MÁNUDAGUR
UMHVERFISMÁL Skipulagsstofnun
telur að samlegðaráhrif núver-
andi Reykjanesvirkjunar og
fyrirhugaðrar stækkunar henn-
ar séu verulega neikvæð með til-
liti til landslags, nútímahrauna og
verndargildis. Jarðvarmavirkjun
falli illa hinni sérstæðu náttúru
sem á Reykjanesi er.
Þetta kemur fram í nýju áliti
Skipulagsstofnunar sem birtist
á fimmtudag. Leggur hún til að
verði leyfi gefið fyrir stækkun-
inni þurfi að setja þau skilyrði að
séð verði um vöktun á áhrifum á
kríu, gróður, og lífríki sjávar og
fjöru í samráði við sérfræðinga. Í
álitinu kemur hins vegar fram að
erfitt sé að leggja mat á hver verði
áhrif framkvæmdanna á jarðhita
sem náttúruauðlind.
Reykjanesvirkjun, sem er 100
MW jarðvarmavirkjun á miklu
hverasvæði í eigu HS Orku, var
gangsett árið 2006 og fyrirhugar
HS Orka að stækka virkjunina um
80 til 100 MW.
Frá því að virkjunin var gang-
sett árið 2006 hefur gróðureyð-
ing á staðnum verið umtalsverð á
um 11 hektara svæði. „Það er ekki
víst hvort það yrði áframhaldandi
gróðureyðing við stækkunina en
virkni hveranna jókst mikið þegar
virkjunin var tekin í gagnið,“ segir
Jakob Gunnarsson, sérfræðingur
hjá Umhverfisstofnun.
Segir hann gróður ýmist hafa
soðnað eða eyðst vegna þessa. Til
dæmis hafi plantan naðurtunga,
sem vex einungis í volgum jarð-
vegi og er á válista Náttúrufræði-
stofnunar Íslands, eyðst á ákveðn-
um svæðum vegna aukinnar virkni
jarðhitasvæða.
Aukinn hiti hefur einnig eyðilagt
aðstöðu sem búið var að byggja upp
fyrir ferðamenn í kringum hvera-
svæðið. Það hefur skaðað ferða-
mennsku mikið á Suðurnesjum,
samkvæmt áliti Skipulagsstofn-
unar. Hins vegar sé mögulegt að
stækkunin geti haft jákvæð áhrif
á ferðamennsku ef hverasvæðið
verður gert aðgengilegt á ný.
Fyrirhugað er að 30-50 MW af
stækkuninni verði með svokallaðri
pækilvirkjun, sem vinnur betur
orku úr þeim jarðvarma sem er
til staðar. Minni áhrif eru á ýmsa
umhverfisþætti með þess konar
virkjun, að sögn Jakobs.
Júlíus Jónsson, forstjóri HS
Orku, segir fyrirtækið ekki reiðu-
búið að tjá sig. Hann hafi fengið
skýrsluna í gærmorgun og eigi enn
eftir að kynna sér hana í þaula.
Stefnt er að því að framkvæmd-
ir hefjist í vetur og gangsetning
verði 2011. vidir@frettabladid.is
Stækkun gæti
haft verulega
neikvæð áhrif
Skipulagsstofnun telur stækkun Reykjanesvirkjun-
ar geta haft neikvæð áhrif. Vill stofnunin setja það
skilyrði að HS Orka sjái um vöktun á ýmsum atrið-
um. Mikil gróðureyðingu hlýst af virkjuninni.
GRÓÐUREYÐING Gróður hefur eyðst umtalsvert á um 11 ha svæði frá því að virkjunin
var gangsett árið 2006. Skipulagsstofnun telur að setja þurfi ákveðin skilyrði í leyfis-
veitingu fyrir framkvæmdinni.
SJÁVARÚTVEGUR Jón Kristjánsson
fiskifræðingur segir að við skoð-
un á löndunum á Vesturlandi hafi
hann séð alla sem strandveiðar
stunduðu koma með fullan kvóta,
800 kíló, af vænum þorski. Ekkert
hafi verið af ýsu, ufsa eða smá-
fiski. „Það er spurning hvort þetta
dagsaflahámark leiði til þess að
menn reyni að hámarka verðmæti
aflans,“ segir Jón.
Telur hann kvótakerfi á hand-
færaveiðum vera hreina vitleysu
og geta leitt til þess að menn velji
verðmætasta fiskinn. Betra væri
að hafa þetta eins og í Færeyjum
þar sem menn fá ákveðinn daga-
fjölda til veiða og mega landa öllu
sem þeir fá.
„Menn hafa ýjað að því að stund-
að sé brottkast í strandveiðunum.
Þetta eru sögur sem fara af stað ef
mönnum mislíkar eitthvað,“ segir
Arthur Bogason, formaður Lands-
sambands smábátaeigenda. Trúir
hann og treystir því að menn geri
ekki slíka hluti og ef það sé gert
„sé það í algjöru lágmarki“.
Hjörleifur Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Fiskmarkaðarins á
Patreksfirði, segir að engin ástæða
sé til grunsemda um þetta.
„Auðvitað eru bátar sem koma
með stóran og fallegan fisk, það
er bara af því að þeir fara á aðrar
slóðir,“ segir Hjörleifur. Óvenju-
mikið sé af fiski á sunnanverðum
Vestfjörðum og menn hafi jafn-
vel fengið fisk innst inni í fjarðar-
botni. - vsp
Strandveiðamenn búnir að fylla kvótann:
Engin ástæða til
gruns um brottkastALÞINGI „Vegna mikilla anna við undirbúning fjárlaga auk sumar-leyfa treystir ráðuneytið sér ekki
til að veita svarið
nú en mun taka
þessar upplýs-
ingar saman svo
fljótt sem auðið
er.“
Svo segir í
svari Jóns Bjarna-
sonar, sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra,
við fyrirspurn Helga Hjörvar
Samfylkingunni um hve miklum
fjármunum hefur verið veitt til
kynningarstarfs vegna hvalveiða.
Spurningin er ítarleg og óskar
Helgi margvíslegra sundurgrein-
inga á framlögum. Í svarinu segir
þó að kynning á málstað Íslands
varðandi hvalveiðar hafi verið víð-
tæk. - bþs
Þingmaður óskaði upplýsinga:
Annir og sumar-
leyfi tefja svör
JÓN BJARNASON
1 Hver er fastafulltrúi Alþjóða-
gjaldeysissjóðsins á Íslandi?
2 Hvaða kantmaður úr
karlaliði Vals í knattspyrnu
hefur gengið til liðs við Þrótt á
lánssamningi?
3 Hvað heitir læknir Michaels
Jackson, sem grunaður hefur
verið um græsku í tengslum við
andlát poppgoðsins?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 22
Það er ekki víst hvort
það yrði áframhaldandi
gróðureyðing við stækkunina en
virkni hveranna jókst mikið þeg-
ar virkjunin var tekin í gagnið.
JAKOB GUNNARSSON
SÉRFRÆÐINGUR HJÁ UMHVERFISSTOFNUN
STJÓRNMÁL Sveitarfélögin í land-
inu voru rekin með samtals rúm-
lega nítján milljarða króna halla
á síðasta ári. Séu fyrirtæki í eigu
sveitarfélaganna tekin með í
reikninginn (samstæðureikning-
ar) nam tapið rúmlega 109 millj-
örðum. Fjárhagsáætlanir gera ráð
fyrir að rekstrartapið verði rúm-
lega 1,5 milljarðar á þessu ári og
að um 15 milljarða afgangur verði
af samstæðureikningum. Gengis-
sveiflur hafa mikil áhrif á sam-
stæðureikningana.
Þessar upplýsingar er að finna í
svari samgönguráðherra við fyrir-
spurn Birkis Jóns Jónssonar, þing-
manns Framsóknarflokksins.
Fram kemur að Eftirlitsnefnd
með fjármálum sveitarfélaga telur
ástæðu til að skoða sérstaklega
fjárhag 10-15 sveitarfélaga.
Samanlagðar skuldir sveitar-
félaganna hækkuðu um tæpa 60
milljarða króna frá 2007 til 2008
og námu um áramót 155 milljörð-
um. Skuldir samstæðnanna jukust
um tæpa 200 milljarða og stóðu um
áramót í tæpum 450 milljörðum.
Halldór Halldórsson, formað-
ur Sambands sveitarfélaga, segir
stöðu sveitarfélaganna augljós-
lega mjög erfiða enda hafi skellur-
inn síðasta haust verið rosalegur.
Sveitarfélögin hafi mætt minnk-
andi tekjum með aðhaldi í rekstri
en ríkið svo tekið til sín hluta hag-
ræðingarinnar með auknum álög-
um, til dæmis hækkuðu trygginga-
gjaldi. - bþs
Eftirlitsnefnd skoðar bágan fjárhag tíu til fimmtán sveitarfélaga:
Ríkið hefur þyngt byrðarnar
HALLDÓR HALLDÓRSSON formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
KOSNINGAR Fyrsta umræða um
persónukjör til alþingis- og
sveitarstjórnakosninga fór fram
á föstudag. Mælti Ragna Árna-
dóttir dómsmálaráðherra fyrir
frumvarpinu. Upptaka persónu-
kjörs er meðal forgangsverkefna
ríkisstjórnarinnar og hluti af
„lýðræðisumbótum sem ríkis-
stjórnin telur nauðsynlegar“.
Frumvarpinu var vísað til alls-
herjarnefndar, eins og alltaf eftir
fyrstu umræðu, og fer önnur
umræða líklega fram eftir versl-
unarmannahelgina. Stefnt er að
því að fyrst verði notast við nýja
kerfið í sveitarstjórnakosningun-
um á næsta ári. - vsp
Frumvarp um persónukjör:
Vísað til alls-
herjarnefndar
VEISTU SVARIÐ?