Fréttablaðið - 27.07.2009, Page 14

Fréttablaðið - 27.07.2009, Page 14
Sólsápa og export, Grýtu-eld- spýtur og gamaldags leikfanga- bílar, rósótt bollastell og mynstr- uð bómullarefni mæta augum þegar komið er inn í gömlu kram- búðina. Eins og að horfið sé 40-60 ár aftur í tímann enda erum við stödd í Verslunarminjasafninu á Hvammstanga og þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur kannast þar við margt. Aðrir sjá þar ýmislegt forvitnilegt og framandi. „Uppistaðan í safninu er úr versl- un Sigurð- ar Davíðs- sonar. Hann var merkileg- ur kaupmaður hér á Hvammstanga í meira en hálfa öld en hætti versl- unarrekstri um 1970 þegar hann fór á elliheimili.“ Þetta segir Edda Hrönn Gunnarsdóttir sem átti stór- an þátt í að koma safninu upp. Hún segir tvo syni Sigurðar hafa varð- veitt lagerinn úr verslun föðurins og árið 1995 hafi verið sett upp sýning úr hluta hans í tilefni 100 ára verslunarafmæl- is staðarins. „Það varð kveikjan að safninu,“ segir Edda Hrönn. „Með samstöðu heima- manna tókst okkur að endurbæta gamla pakk- húsið, sem okkur var selt á krónu, og koma varningnum þar fyrir. Verslunin hafði verið svo stór partur af einkennum þessa pláss að fólk dreif að með ýmislegt sem það hafði keypt í henni. Bard- úsa fékk inni í húsinu líka. Hún leggur til starfsmanninn en safn- ið húsið og þetta vinnur afskaplega vel saman.“ gun@frettabladid.is Sokkaböndin voru ómissandi við nylonsokkana og hárkambarnir höfuðprýði. Bardúsa og Verslunarminjasafnið dúsa saman í gamla pakkhúsinu. Í aldargömlu pakkhúsi á Hvammstanga er handverks- búðin Bardúsa með heimaunninn varning. Þar inn af er komið í krambúð frá miðri tuttugustu öld með hlutum sem þá sáust á mörgum heimilum. Aðeins skroppið aftur í tímann Með einföldum ráðum er hægt að lífga upp á heimilið. Hvers kyns smáhlutir koma oft að góðu gagni. Margir grípa til þess ráðs að snúa öllu á hvolf heima hjá sér í því skyni að breyta til. Staðreyndin er hins vegar sú að hægt er að lífga upp á heimilið með nokkrum ein- földum og oft ódýrum ráðum. Hvers kyns smáhlutir, svo sem vasar og styttur, koma þar oft að góðu gagni. Ný gluggatjöld, gólf- motta eða púðar í sófann eða á rúmið geta gert gæfumuninn. Eða eins og sést bersýnilega af þess- um skemmtilegu púðum úr smiðju fyrirtækisins Rose og Grey, sem hannar og framleiðir allt milli him- ins og jarðar fyrir heimilið. Stakur fugl á púða, fleiri til eða reiðhjól setja sérstakan og sumarlegan blæ á annars stílhreint umhverfið. Svo ekki sé talað um hversu auðvelt er að skipta öllu út þegar eigandinn fær leiða á því. - rve Sérstakt og sumarlegt Fugl í búri. Flottur púði sem flikkar upp á herbergið. Skórnir hanga uppi í rjáfri. ÁLITAMÁL Mönnum dettur nú ýmislegt í hug til að fegra ljótan sannleikann eins og sannast af þessu útvarpi eftir Austin Roberto Bales. Sjálfur segir hönnuðurinnn útvarp- ið vera retró en það mætti kalla ýmsum öðrum nöfnum. Hönnuðir sækja í auknum mæli innblástur aftur til fortíðar. Þetta útvarpstæki er dæmi um það. R-72 kallst það og er framleitt af Panasonic. Fyrirmyndin er Toot-A-Loop tækið sem var vinsælt á 7. áratugnum. Það má taka í sundur eða smella saman. www.thedesignblog.org Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17 Ókeypis námskeið og ráðgjöf Mánudagurinn 27. júlí Þriðjudagurinn 28. júlí Miðvikudagurinn 29. júlí Fimmtudagurinn 30. júlí Ayurveda heilsufræði - Hefur þú lífsstíl sem viðheldur ójafnvægi í líkamsgerð þinni? Kynnt verður hvernig greina má eigin líkamsgerð og sinna henni í mataræði, hugarfari og lífsstíl. Tími: 13.00-14.30. Prjónahópur - Við ætlum að koma saman, prjóna, hekla, fá okkur kaffi. Allir velkomnir. Tími: 13.00-15.00. Verkefni Rauða kross Íslands - Stutt kynning og umræður um helstu verkefni félagsins hér á landi. Tími: 13.00-14.00. Qi – Gong - Viðar H. Eiríksson leiðir æfingar sem hjálpa fólki að afla, varðveita og dreifa orku um líkamann. Tími: 12.00-13.00. Einkatímar í söng - Fullt! Umsjón: Hulda Björg Víðisdóttir, söngkennari. Tími: 12.00-14.00. Sálrænn stuðningur - Fjallað er um áhrif alvarlegra atburða á andlega líðan fólks og viðbrögð þess í kjölfar slíkra atburða. Tími: 13.00-14.30. Tungumál sem áhugamál - Hefur þig langað til að ferðast um heiminn og læra spænsku eða önnur tungumál? Fáðu reynslusögur frá Suður Ameríku og góð ráð frá síflakkandi spænskunema. Tími: 15.00-16.00. Föndur, skrapp myndaalbúm - Lærðu að búa til skrautleg og skemmtileg albúm fyrir uppáhalds myndirnar þínar. Tími: 13.00-15.00. Mótmæli og lýðræði í Suður Kóreu - Rætt verður um sögu, efnahag og menningu Suður Kóreu með áherslu á lýðræði. Tími: 13.00-14.30. Jóga - Viltu prófa jóga? Tími: 15.00-16.00. Einkatímar í söng - Fullt! Umsjón: Hulda Björg Víðisdóttir, söngkennari. Tími: 12.00-14.00. Spiladagur fjölskyldunnar - Pictionary, Fimbulfamb, Jungle speed, Partýspilið og fleiri skemmtileg fjölskylduspil. Við spilum, skemmtum okkur og sporðrennum ljúffengum vöfflum með rjóma. Tími: 13.00-15.00. Hláturjóga - Viltu losa um spennu og fylla lífið af hlátri og gleði? Tími: 15.30-16.30. Tölvuaðstoð og facebook fyrir byrjendur - Tími: 13.30-14.30. Bókaklúbbur - Spjallað verður um bókina Karítas - án titils eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Tími: 14.00-15.00. SalsaIceland – Salsa fyrir byrjendur - Komdu og fræðstu um hvað salsa er og prófaðu grunnsporin í þessum sívinsæla dansi undir skemmtilegri salsa tónlist. Tími: 15.00-16.00. Föstudagurinn 31. júlí Hagsmunasamtök heimilanna -Samtökin, tillögur þeirra og helstu baráttumál verða kynnt. Tími: 13.00-14.00.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.