Fréttablaðið - 27.07.2009, Page 15

Fréttablaðið - 27.07.2009, Page 15
27. JÚLÍ 2009 Fasteignasalan Miklaborg er með til sölu einbýlishús við Urðarás í Garðabæ. E inbýlishús við Urðarás 6 í Garðabæ hefur bæst á skrá hjá Fasteignasölunni Miklu- borg. Húsið er samtals 221,6 fer- metrar með sólstofu og tvöföldum bílskúr og býður upp á stækkunar- möguleika. Garðurinn er gróinn, timburpallar eru við húsið og heit- ur pottur á verönd. Frá húsi er gott útsýni til Bessastaða, út á Gróttu og til Reykjavíkur. Eign skiptist með eftirfarandi hætti. Komið er inn í flísalagða forstofu. Við tekur flísalagt hol. Herbergi eru þrjú, öll parketlögð og eitt með stórum skápum. Bað- herbergi er flísalagt, með bað- kari, sturtu, innréttingu og upp- hengdu salerni. Þvottahús er flísa- lagt og með vinnuborði. Þaðan er innangengt í bílskúr sem er með geymsluloft að hluta. Útgangur er á steyptan pall með heitum potti. Stofur eru samliggjandi og með parketlagt gólf. Þar er aukin loft- hæð. Útgengt er í sólstofu, sem er upphituð og með flísalögðu gólfi. Frá stofu er einnig útgangur út í garð. Eldhús er með flísalagt gólf og vandaðri innréttingu. Getur losnað fljótlega. Sólstofa og heitur pottur Timburpallar eru við húsið og heitur pottur á verönd. MYND/ÓHR MYNDIR fasteignir Jón Guðmundsson, lögg. fast.sali. Til sölu mjög falleg og áhugaverð jörð í Strandasýslu Um er að ræða c.a. 1.100 hektara jörð stutt frá Hólmavík. Jörðin er gamalt höfuðból. Ræktuð tún jarðarinnar eru ca 35 ha. Jörðin á hlut í veiðirétti í tveim ám og hafa verið seld veiðileyfi í árnar. Góður húsa- kostur er á jörðinni, íbúðarhús byggt 1981 á tveim hæðum ca 200 fm og eldra íbúðarhús 188 fm. Fjárhús sem rúmar 520 fjár, 200 fm flatgryfja byggð 1979 og hesthús fyrir 3 – 4 hross. Hér er um að ræða verðmætan möguleika fyrir réttan aðila. Upplýsingar í síma 896 2822 Jörð í Strandasýsluí l F ru m Magnús Emilsson, löggiltur fasteignasali Bæjarhrauni 10 - Hafnarfirði - Sími 520 7500 - www.hraunhamar.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.