Fréttablaðið - 10.07.2009, Side 18
18 10. júlí 2009 FÖSTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Orður skulu ekki standa
Fram hefur komið að hægt er að
svipta menn hinni íslensku fálka-
orðu, þó það hafi líklega aldrei verið
gert. Að minnsta kosti tveir fyrrum
bankajöfrar hafa fengið fálkaorðuna
á undanförnum árum, þeir Sigurður
Einarsson og Björgólfur
Guðmundsson. Nokkuð
hefur verið rætt um
hvort rétt sé að svipta þá
orðunum. Björg ólfur fékk
riddarakross fyrir framlag
til viðskiptalífs og menn-
ingar árið 2005. Sigurður
fékk sinn riddarakross
fyrir forystu í útrás
íslenskrar fjármála-
starfsemi á því
herrans ári 2007.
Stjórnmál með stjörnu
Algengara er að stjórnmálamenn séu
sæmdir orðunum en viðskiptajöfrar,
til dæmis fékk Valgerður Sverrisdóttir
stórriddarakross á sama tíma og
Björgólfur. Og seinna sama ár
var Geir H. Haarde sæmd-
ur stórriddarakrossi með
stjörnu. Engin umræða
virðist þó hafa myndast um
hvort rétt sé að svipta ein-
hverja stjórnmálamenn
sínum
orðum.
Rofin tengsl við óskabarnið
Víst er að þótt Björgólfur Guðmunds-
son eigi enn orðuna hefur hann
verið sviptur ansi miklu, hvort sem
það er honum sjálfum að kenna
eða öðrum. Nú síðast í gær bárust
fregnir af því að Guðmundur Pétur
Davíðsson, sem stýrt hefur Eim-
skip á Íslandi í tvö ár, myndi láta
af störfum. Guðmundur þessi hóf
störf þegar Björgólfur var einn
aðaleigandi félagsins og svo
vill til að hann er bróður-
sonur Björgólfs. Nú hefur
Björgólfur verið sviptur
fulltrúa sínum í þessu
óskabarni þjóðarinnar.
Og er þá lítið eftir.
thorunn@frettabladis.is
stigur@frettabladid.is
Um þessar mundir er hart deilt um það hér á landi hvort
ríkissjóður eigi að taka á sig
mörg hundruð milljarða króna
skuldbindingu vegna Icesave inn-
lánsreikninga Landsbankans í
Bretlandi og Hollandi. Þótt hart
sé deilt og margir láti málefnið til
sín taka þykir mér á það skorta
að gerð sé viðhlítandi grein fyrir
því hvernig hin ætlaða skuldbind-
ing hefur verið reiknuð út. Ég
tel mig hafa ástæðu til að ætla
að rangir útreikningar hafi leitt
til þess að skuldbinding Íslands
hafi verið ofmetin í samnings-
gerðinni.
Í eftirfarandi samantekt leiði
ég hjá mér þann ágreining sem
mest hefur verið fjallað um opin-
berlega, þ.e. hvort íslenska ríkið
sé yfirleitt skuldbundið til að
leggja Tryggingasjóði innstæðu-
eigenda og fjárfesta til fjármagn
svo að sjóðurinn rísi undir skuld-
bindingu sinni gagnvart hinum
erlendu innstæðueigendum. Þess
í stað gef ég mér það, rétt eins
og samninganefnd Íslands hefur
gert, að Íslandi sé skylt að leggja
þessa fjármuni til. Spurningin
sem þá stendur eftir er þessi:
Hvernig gerum við dæmið upp?
Þar sem Landsbanki Íslands hf.
er gjaldþrota verða menn að nálg-
ast viðfangsefnið eftir þeim regl-
um sem gilda um gjaldþrotaskipti
– engu breytir í því sambandi
þótt bankinn sé í umsjá skila-
nefndar og úrskurður hafi ekki
verið kveðinn upp um gjaldþrota-
skipti. Kröfur Icesave-eigenda
eru forgangskröfur við gjald-
þrotaskipti, hliðsettar launakröf-
um eftir þá breytingu sem gerð
var á réttindaröð krafna með
svokölluðum neyðarlögum í okt-
óber síðastliðnum. Þessir kröfu-
hafar eiga líka rétt á því að hinn
íslenski tryggingasjóður greiði
þeim út 20.887 evrur fyrir hvern
slíkan reikning sem svo há inn-
stæða var á eða hærri (að sjálf-
sögðu lægri upphæð ef innstæðan
var lægri). Ef tryggingasjóðurinn
gerir þetta, hvert er þá næsta
skref?
Um leið og tryggingasjóður-
inn greiðir út, þá eignast hann
kröfu innstæðueigandans að því
marki sem greitt er. Svo dæmi
sé tekið um kröfu að fjárhæð
100.000 evrur, og íslenski trygg-
ingasjóðurinn greiddi 20.887
evrur af henni, þá ætti trygginga-
sjóðurinn 20,887% af þessari
kröfu en innstæðueigandinn ætti
sjálfur 79,113% eftir.
Gefum okkur það síðan að
breski tryggingasjóðurinn eigi
að tryggja innstæðueigendum
allt að 50.000 evrur af hverjum
reikningi samkvæmt þarlendum
reglum. Það þýðir að breski sjóð-
urinn greiðir 29.113 evrur til inn-
stæðueigandans, sem þá á eftir
50% af upphaflegri kröfu sinni.
Breska ríkið hefur síðan leyst til
sín þennan hluta kröfunnar líka,
umfram skyldu að mér virðist, en
það skiptir ekki máli hér.
Túlkun á gjaldþrotareglum
Þá er ég kominn að kjarna máls-
ins: Hvað á hver þessara aðila að
fá stóran hluta upp í kröfu sína
úr þrotabúi Landsbankans? Eig-
endur innstæðunnar, sem upp-
haflega var 100.000 evrur, eru
nú orðnir þrír. Eru þeir jafnsett-
ir við úthlutunina, eða hefur ein-
hver þeirra forgang á annan? Ef
þeir eru allir hliðsettir, þá mundi
upphaflegi innstæðueigandinn
fá úthlutun upp í eftirstöðvarnar
jafnvel þótt úthlutunin væri
undir 50% upp í forgangskröfur
– það getur augljóslega ekki
gengið. Tryggingasjóðirnir eiga
að tryggja innstæðueigendum
ákveðna lágmarksgreiðslu. Af
því leiðir, að þegar þeir hafa gert
það hlýtur úthlutunin fyrst að
ganga til uppgjörs á þeim hluta
sem tryggingasjóðirnir hafa
leyst til sín. Á sama hátt hlýt-
ur úthlutunin fyrst að ganga
upp í kröfur íslenska trygginga-
sjóðsins áður sá breski fær nokk-
uð, því að skuldbinding breska
sjóðsins kemur á eftir íslenska
sjóðnum. Sá breski greiðir aðeins
mismunarfjárhæð á 20.887
evrum og 50.000 evrum og þarf
ekkert að greiða ef fjárhæðin er
lægri en 20.887 evrur.
Röng útlegging
Í frumvarpinu sem nú liggur
fyrir Alþingi um heimild til
handa fjármálaráðherra, f.h.
ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán
tryggingasjóðsins til að gera upp
Icesave-skuldbindingarnar segir
m.a.:
„Íslenski tryggingarsjóður-
inn fær framselda kröfu breska
tryggingarsjóðsins og hollenska
Seðlabankans í bú Landsbank-
ans. Erlendu aðilarnir munu
síðan sjálfir gera kröfu í búið
vegna þess sem umfram er og
þeir hafa fjármagnað. Í samn-
ingnum er sérstakt ákvæði sem
áréttar að sjóðirnir muni njóta
jafnræðis þegar kemur að úthlut-
un úr búi Landsbankans, þ.e. fá
upp í kröfur sínar í jöfnum hlut-
föllum, en það er í samræmi við
þá túlkun á gjaldþrotalögunum
sem almennt hefur verið uppi
(leturbreyt. RHH).“
Ég tel að þessi útlegging sé
alröng og að hún fái með engu
móti staðist. Ég hef unnið tals-
vert við lagaframkvæmd í sam-
bandi við gjaldþrotaskipti um
alllangan tíma. Ég kannast ekki
við þá lagatúlkun sem hér er
haldið fram að hafi almennt tíðk-
ast. Þvert á móti held ég því fram
að lagaframkvæmdin hafi verið
þveröfug. Um það nægir að vísa
til þeirra ótalmörgu tilvika þar
sem Ábyrgðasjóður launa hefur
leyst til sín hluta launakrafna í
þrotabú.
Ég hef ekki aðstöðu til að
reikna það út, hve miklu munar
á þessum útreikningsaðferðum,
en mig grunar að það geti skipt
hundruðum milljarða króna.
Það er trúlega skýringin á því
að í samninginn skuli hafa verið
tekið sérstakt ákvæði um þetta
– hér hafa einfaldlega verið gerð
skelfileg mistök okkar megin
– og þá er ekki erfitt að skilja að
Hollendingar segi að ekki komi
til greina að taka samningavið-
ræður upp að nýju!
Höfundur er
hæstaréttarlögmaður
RAGNAR HALL
Í DAG |
Er þetta rétt reiknað?
Icesave-samningar
Ég tel mig hafa ástæðu til að
ætla að rangir útreikningar
hafi leitt til þess að skuldbind-
ing Íslands hafi verið ofmetin í
samningsgerðinni.
V
iðræður forseta Bandaríkjanna og Rússlands um fækk-
un kjarnorkuvopna hófust í Moskvu í vikunni. Fyrir
tuttugu árum síðan hefðu fregnir af slíkum fundi lagt
undir sig alla fréttatíma og athygli heimsins beinst að
fundarstaðnum, líkt og gerðist á fundinum í Höfða árið
1986. Áhugaleysi almennings um viðræðurnar nú skýrist af því
hversu fjarlæg kjarnorkuógnin virðist nú, ef borið er saman við
tíma kalda stríðsins. Sá tími er liðinn þegar fjölmiðlar kepptust
við að benda á hversu mörgum kjarnaflaugum risaveldin beindu
hvert að öðru og veltu vöngum yfir því hve oft kjarnavopnabúr
veraldar dygðu til að eyða öllu lífi.
Eftir sem áður stafar veröldinni ógn af kjarnorkusprengjum.
Ný ríki hafa bæst í kjarnorkuhópinn og vitað er um áhuga fleiri
á að fylgja í kjölfarið. Fram hafa komið nýjar gerðir kjarnorku-
vopna sem taka mið af beitingu í hefðbundnum stríðsátökum. Þá
geta alltaf orðið slys í meðferð kjarnorkuvopna á friðartímum.
Þannig hafa gagnrýnendur hugmynda Bandaríkjastjórnar um
uppsetningu gagneldflaugakerfis bent á að slíkt kerfi myndi ýta
enn frekar undir að kjarnorkuvopnum sé komið fyrir í hreyfan-
legum farartækjum, svo sem skipum og kafbátum.
Gleðitíðindin frá fundinum í Moskvu eru þau að ríkin tvö virð-
ast sammála um að fækka verulega í vopnabúrum sínum. Talað
er um allt að þriðjungs fækkun kjarnaodda og að eldflaugum
gæti fækkað enn meira. Sjálfsagt er að fagna þessum fréttum, en
margir álíta þó að taka þurfi stærri skref. Sú skoðun er ekki bund-
in við friðarsinna eða róttæklinga á vinstri væng stjórnmálanna.
Þannig hefur það viðhorf að vinna beri að allsherjar útrýmingu
kjarnorkuvopna náð útbreiðslu meðal margra stjórnmálamanna
sem seint verða sakaðir um að teljast sérstakar friðardúfur.
Alþjóðlegur hópur sem nefnir sig Global Zero Commission
hefur skorað á forsetana að nota nú tækifærið og fækka um
helming í kjarnavopnabúrum sínum. Yrði það fyrsta skrefið
í nákvæmri áætlun um að útrýma þessum vopnum árið 2030.
Undir yfirlýsinguna skrifa tugir reyndra stjórnmálamanna og
diplómata, s.s. frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Bretlandi og Mið-
Austurlöndum.
Forsprakkar Global Zero-hópsins hafa komist að þeirri niður-
stöðu að á meðan stórveldin hafi yfir kjarnorkuvopnum að ráða,
verði útilokað að standa gegn því til lengdar að kunnáttan og
færnin til að gera kjarnorkusprengjur breiðist út. Gleggsta
dæmið um þetta eru kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna.
Skýringuna á því að einangruðu þriðja heims ríki hafi tekist að
búa til kjarnavopn er ekki að finna á tilraunastofum í Pyong-
yang, heldur í kjarnorkuáætlunum stórveldanna. Meðan þau
halda áfram að þróa og bæta vopn sín, munu þekkingarmolarnir
hrjóta af borðum niður til minni ríkja eða jafnvel hryðjuverka-
hópa. Kjarnorkuafvopnun Bandaríkjanna og Rússlands er því eitt
stærsta öryggismál samtímans.
Afvopnunarviðræður í Moskvu:
Stærsta
öryggismálið
STEFÁN PÁLSSON SKRIFAR
Auglýsingasími
– Mest lesið