Fréttablaðið - 10.07.2009, Síða 19

Fréttablaðið - 10.07.2009, Síða 19
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 SÆLUHELGIN á Suðureyri við Súgandafjörð er hafin og stendur fram á sunnudag. Sæluhelgin er ein elsta bæjar hátíð landsins. Fastur liður í hátíðahöldunum er Mansakeppnin sem er veiðikeppni sem haldin verður nú í 22. sinn. „Múffurnar eru heilsusamlegar því í þeim eru gulrætur, epli og hreinn appelsínusafi, rúsínur og hnetur,“ segir Harpa Örvars dóttir listakona. „Ég nota hrásykur í stað- inn fyrir sykur og ekkert súkku- laði. Múffurnar eru seðjandi og æðislegar með smjöri og osti.“ Harpa segist hafa komist yfir uppskriftina að múffunum í Kan- ada. „Þessar múffur eru líkar þeim sem fást á Starbucks í Ameríku,“ upplýsir Harpa og bætir við að hún hafi bakað þær á Kaffi Tröð á Akureyri. „Ég fæ aldrei leið á að baka þær. Ég bakaði þær á hverj- um degi en núna er þetta ekkert á borðum hvern einasta morgun,“ segir Harpa hlæjandi. Af hvaða tilefni gerir Harpa múffurnar? „Þetta er góður morgun matur listamannsins um helgar,“ útskýrir Harpa en hún býr og starfar í Kvosinni í Mos- fellsbæ og er þetta ein af hennar uppáhaldsuppskriftum. Harpa segir að múffurnar séu góðar með svalandi drykk á sumr- in sem vinkona hennar frá Akur- eyri gaf henni uppskrift að. martaf@frettabladid.is Múffur og svalandi safi Harpa Örvarsdóttir rak kaffihúsið Kaffi Tröð á Akureyri fyrir nokkrum árum og þar bauð hún upp á heilsumúffur sem voru mjög vinsælar. Hún gefur nú lesendum Fréttablaðsins uppskriftina að þeim. 2 bollar hveiti 1 1/3 bolli hrásykur 2 tsk. lyftiduft 2 tsk. kanill 1/4 tsk. múskat 1/2 tsk. salt 2 bolli rifnar gulrætur 1/4 bolli rúsínur 1/2 bolli saxaðir val- hnetukjarnar 1/2 bolli kókosmjöl 1/2 bolli afhýðað, rifið epli 3 stór egg 3/4 bolli olía 1/4 bolli appelsínusafi 2 tsk. vanillusykur Hrærið saman gulrót- um, rúsínum, hnetum, kókosmjöli og epli í skál. Hrærið eggjum, olíu, appelsínusafa og vanillusykri saman í annarri skál. Blandið öllu vel saman og setj- ið í múffu-álbakka. Stillið ofninn á 175 gráður og bakið á blæstri í 35 mínútur. Látið múffurnar kólna í fimm til tíu mínútur og takið þær svo úr bakkanum og látið kólna lengur. Svalandi sumardrykkur 3 bollar appelsínusafi 1 bolli ananassafi 3/4 bolli safi úr sítrónu 3/4 bolli safi úr lime 2 vanillustangir 1/2 l engiferöl Mikið af ís Blandið öllu saman í könnu og skerið vanillustangirnar endi- langar, skafið innan úr þeim og setjið út í drykkinn. Gott er að setja stangirnar sjálfar út í svo þær gefi enn meira bragð. Hrærið vel saman og geymið í kæli. Berið fram með mikið af klaka til að gera drykkinn ferskari. MÚFFUR LISTAMANNSINS Fimmtán hollar múffur Hörpu Örvarsdóttur finnst bæði gaman að baka og elda en áhugi á elda- mennsku er mikill í fjölskyldu hennar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H rin gb ro t 6.890 kr. 4ra rétta tilboð og nýr A la Carte Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 10.990 kr. Barolo „Ornato“ 2004 | Ítalía. Chablis Grand Cru ,,Les Clos” 2005 | Frakkland Glas af eðalvíni Nú hefur veitingahúsið Perlan bætt við möguleikanum að velja sér glas af 16 eðalvínum með mat. Verð frá 1.050-3.700 kr. Sjá nánar á perlan.is. · Reykt önd með fíkjum, valhnetum og rauðvínsgljáa · · Humarsúpa rjómalöguð með grilluðum humarhölum · · Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu · * E Ð A * · Fiskur dagsins útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar · · Skyr “Tonka crème brûlée” með karamelluís · A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.