Fréttablaðið - 10.07.2009, Qupperneq 32
20 10. júlí 2009 FÖSTUDAGUR
STEFÁN KARL STEFÁNSSON LEIKARI
ER 34 ÁRA.
„Sem leikara og listamanni
fannst mér hins vegar nóg komið
af sælgætisáti og prakkarastrik-
um og tel rétt að hleypa öðrum
að.“
Svo mælti Stefán Karl Stefánsson
þegar hann ákvað að hætta í Lata-
bæ og stíga á svið sem Trölli í söng-
leiknum Þegar Trölli stal jólunum.
Hið íslenska biblíu-
félag var stofn-
að á þess-
um degi árið
1815 og hafði
þá einkarétt
á útgáfu Biblíunn-
ar á Íslandi. Var félag-
ið stofnað til að vinna að út-
gáfu og útbreiðslu Biblíunn-
ar á Íslandi fyrir tilstuðlan ensks
manns er hét Ebenezer Hend-
erson en hann var hér á ferð
á vegum hins volduga enska
biblíufélags.
Hið íslenska biblíufélag er
elsta starfandi félagið á Ís-
landi og þegar það varð 175
ára árið 1990 þá gáfu bankarnir
á Íslandi félaginu Guðbrands-
biblíu, sem verið hafði í
eigu Halldóru, dótt-
ur Guðbrands Þor-
lákssonar biskups
á Hólum, en hann
stóð fyrir fyrstu út-
gáfu Biblíunnar á ís-
lensku. Útgáfuár Guð-
brandsbiblíu samkvæmt tit-
ilblaði er 1584.
Guðbrandsbiblía hefur tvisv-
ar verið ljósprentuð sem næst
upprunalegri mynd. Lithoprent
sá um fyrri útgáfuna árið 1956.
Bókaútgáfan Lögberg gaf bók-
ina út aftur árið 1984, þegar
minnst var 400 ára afmælis
Guðbrandsbiblíu.
ÞETTA GERÐIST: 10. JÚLÍ 1815
Biblíufélag stofnað
„Mótið heitir Sunnumótið og er haldið til heiðurs konu sem
heitir Sunna Hlín Gunnlaugsdóttir, en hún hefur starfrækt
vefinn vodvafikn.net og hefur skrifað margar og góðar
greinar fyrir okkur sem stundum þessa íþrótt,“ segir Rúnar
Friðriksson, mótsstjóri og upphafsmaður Sunnumótsins sem
haldið verður í fyrsta sinn á morgun, 11. júlí.
„Sunna Hlín hefur haldið þessum vef úti af miklum krafti
og hefur ferðast um allt land til að sækja viðburði sem tengj-
ast kraftlyftingum, þó hún hafi aldrei keppt sjálf. Reyndar
keppti hún einu sinni í fitness en hefur annars brennandi
áhuga á kraftlyftingum. Eitt kvöldið var ég að spjalla við
hana á msn og var að stríða henni á því að hún hefði aldrei
keppt í kraftlyftingum og þótti henni það sjálfri eigin lega
ófært. Þá fékk ég skyndilega þá hugmynd að halda mót henni
til heiðurs og fyrir allar konur sem áhuga hafa á krafta-
íþróttum,“ segir Rúnar einlægur.
Sunnumótið er kraftlyftingamót eingöngu ætlað konum og
er hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. „Mótið verður haldið
á stóru sviði í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi á Akureyri
undir fána Kraftlyftingafélags Akureyrar, KFA, en ég hef
verið að skipuleggja mótið og er mótsstjóri. Konan mín, Inga
Björk Harðardóttir, er meðal þátttakenda og hefur unnið
hörðum höndum við að skipuleggja mótið með mér,“ segir
Rúnar spenntur. „Ég reiknaði með því að það yrðu fjórar til
fimm konur sem tækju þátt og ætlaði ég að halda mótið í litl-
um sal sem við höfum til afnota í íþróttahöllinni á Akureyri
en þátttaka fór fram úr mínum björtustu vonum. Nú ætla
tuttugu og þrjár konur að taka þátt og er það meira en ég
þorði nokkurn tíma að vona,“ segir hann ánægður og bætir
við: „Bróðurparturinn af kraftlyftingamönnum er nú kom-
inn í Íþróttasamband Íslands (ÍSÍ) sem fullgildir meðlimir.
Síðustu mót sem haldin hafa verið af Kraftlyftingasambandi
Íslands hafa verið mjög vel sótt og því virðist inngangan í
ÍSÍ hafa gefið íþróttinni nýja innspýtingu. Við erum því að
sjá mun fleiri iðkendur en nokkurn tíma áður.“
Rúnar segist vilja vekja athygli á því að kraftlyftingar
séu í raun íþrótt fyrir alla og henti prýðilega konum á öllum
aldri. „Þó svo það hafi ekki virst þannig í gegnum tíðina þá
er kraftaþjálfun í raun hentug fyrir flesta. Lyftingar vinna
til dæmis gegn beinþynningu og er margt gott sem hlýst af
þessari þjálfun.“
Mótið er opið og því keppt í einum flokki. „Keppt er í bekk-
pressu og réttstöðulyftu og veitum við verðlaun fyrir besta
árangurinn í hvoru tveggja. Síðan veitum við stigahæstu
konu mótsins verðlaun og verður hún þá krýnd Sunnumeist-
ari. Þetta fyrirkomulag verður svo endurskoðað að ári og þá
höfum við þetta kannski meira aldursskipt eða í fleiri flokk-
um, mér þykir það ekki ólíklegt,“ segir Rúnar og nefnir að
keppt sé eftir reglum IPF sem eru alþjóðasamtök kraftlyft-
ingamanna undir armi íþrótta- og ólympíusambandsins. „Við
keppum því eftir alþjóðlegum reglum. Það eina sem er dá-
lítið öðruvísi við þetta mót er að við sleppum hnébeygjunni
til að einfalda mótið að þessu sinni. En Sunnumótið verður
klárlega árviss atburður á Akureyri hér eftir, tileinkaður
konum.“ hrefna@frettabladid.is
RÚNAR FRIÐRIKSSON: HELDUR SUNNUMÓT
Kraftlyftingar
fyrir konur
FRAM ÚR BJÖRTUSTU VONUM Rúnar segir þátttöku í Sunnumótinu
vera gríðarlega góða og hafi hún í raun komið sér skemmtilega á
óvart. MYND/ÚR EINKASAFNI
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
amma og langamma,
Sigríður Sveinsdóttir
frá Grund II, Borgarfirði eystri,
lést fimmtudaginn 9. júlí sl. Minningarathöfn fer fram
frá Fossvogskapellu mánudaginn 13. júlí nk. kl. 15.30.
Útför frá Bakkagerðiskirkju verður auglýst síðar.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
sonur, tengdasonur og bróðir,
Atli Thoroddsen
flugmaður, Þrastarási 24, Hafnarfirði,
lést á krabbameinsdeild 11E á Landspítalanum við
Hringbraut þriðjudaginn 7. júlí.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 16.
júlí kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem
vilja minnast hans er bent á Karítas, hjúkrunar- og ráð-
gjafarþjónustu.
Ásta Hallgrímsdóttir
Andrea Thoroddsen
Júlíana Thoroddsen
Þ órunn Christiansen
Björn Thoroddsen Margrét Linda Gunnlaugsdóttir
Hallgrímur Jónsson Guðríður Þórhallsdóttir
systkini og aðrir aðstandendur hins látna.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vináttu vegna andláts og útfarar
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
Skúla Skúlasonar
Jörundarholti 32, Akranesi.
Margrét Guðríður Rögnvaldsdóttir
Rögnvaldur Skúlason
Björg Skúladóttir Víðir Jónasson
Helga María Skúladóttir
og afabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Hildimundur Sæmundsson
Túngötu 4, Álftanesi,
lést þann 7. júlí. Jarðarförin auglýst síðar.
Aðalheiður Sigurdís Steingrímsdóttir
Steingrímur Hildimundarson
Steinhildur Hildimundardóttir Leifur Eysteinsson
Kristín Hildimundardóttir Jón Gunnsteinsson
Sæmundur Hildimundarson Nancy Rut Helgadóttir
og barnabörn.
Okkar innilegustu þakkir færum við öllum
þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar elskulegs eigin-
manns míns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
Aðalmundar Jóns
Magnússonar
flugvélstjóra, Starhaga 9.
Hann var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík
miðvikudaginn 8. júlí sl.
Hilke Jakob Magnússon
Auður Aðalmundardóttir Sævar Þór Guðmundsson
Konrad Garðar Aðalmundsson Unnur Ýr Jónsdóttir
Henning Þór Aðalmundsson Berglind Rut Magnúsdóttir
Magnús Ingi Aðalmundsson Sunna Björk
Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
sonur, bróðir og afi,
Reynir Helgason
Álfheimum 34,
andaðist mánudaginn 6. júlí. Jarðarförin fer fram
fimmtudaginn 16. júlí kl. 13.00 í Fossvogskapellu.
Björg Gísladóttir
Berglind Reynisdóttir Samson Magnússon
Sveinbjörg Jónsdóttir
Jón Helgason Stefanía Björnsdóttir
og barnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir ,
afi og langafi,
Magnús Þórarinsson
frá Hjaltabakka,
lést á heimili sínu Bergstaðastræti 11 sunnudaginn
5. júlí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju þriðju-
daginn 14. júlí kl. 15.00.
Þórarinn Sigvaldi Magnússon Anna Magnea Ólafsdóttir
Guðbergur Magnússon Guðný Ragnarsdóttir
Þórir Skafti Magnússon Matthildur Guðmannsdóttir
Stefán Magnússon Guðbjörg Ása Andersen
Jóhannes Magnússon Elsa Björnsdóttir
Helgi Magnússon Sigríður G. Pálsdóttir
Svanhildur Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Jón Björnsson
fyrrv. frystihússtjóri Kirkjubæjarklaustri,
andaðist á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Klausturhólum mánudaginn 6. júlí. Jarðarförin fer
fram frá Prestsbakkakirkju á Síðu laugardaginn
11. júlí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans
er bent á Velunnarasjóð Klausturhóla reikn.
0317-13-771176 kt. 700399-2739.
Björn Vignir Jónsson Þóra Sen
Ásgeir Jónsson Drífa Ingimundardóttir
Birgir Jónsson Bryndís Guðgeirsdóttir
Gunnar Þór Jónsson Sveinbjörg Pálsdóttir
og fjölskyldur.
timamot@frettabladid.is
AFMÆLI
Helgi Björns-
son leikari og
söngvari er 51
árs.
Jessica Simp-
son söngkona
er 29 ára.