Fréttablaðið - 10.07.2009, Side 42
30 10. júlí 2009 FÖSTUDAGUR
Fjölnisvöllur, áhorf.: Óuppgefið
Fjölnir Stjarnan
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 10–11 (4–6)
Varin skot Hrafn 5 – Bjarni 1
Horn 4–6
Aukaspyrnur fengnar 14–10
Rangstöður 7–0
STJARNAN 4-5-1
Bjarni Þórður Halld. 4
Bjarki Eysteinsson -
(55. Baldvin Sturlus. 5)
Guðni Rúnar Helgas. 5
Daníel Laxdal 4
Hafsteinn Helgason 4
Jóhann Laxdal 5
Björn Pálsson 5
Halldór Orri Björns. 6
Birgir Birgisson 6
(77. Richard Hurlin -)
Magnús Björgvins. 6
(86. Heiðar Atli -)
Ellert Hreinsson 6
*Maður leiksins
FJÖLNIR 5-2-3
*Hrafn Davíðsson 7
Illugi Þór Gunnars. 6
Ásgeir Ásgeirsson 5
Ólafur Johnson 5
Gunnar Valur G. 5
Vigfús Arnar Jós. 5
Magnús Ingi Einars. 6
Gunnar Már Guðm. 6
Tómas Leifsson 6
(88. Aron Jóhanns. -)
Jónas Grani Garð. 6
(84.Ragnar Heimir -)
Andri V. Ívarsson 7
(74. Kristinn Sig. -)
1-0 Andri Valur Ívarsson (36.)
1-1 Magnús Björgvinsson (55.)
2-1 Jónas Grani Garðarsson (76.)
3-1 Gunnar Már Guðm., víti (83.)
3-1
Þorvaldur Árnason (7)
sport@frettabladid.is
Kaplakrikavöllur, áhorf.: 1758
FH Fylkir
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 13–4 (3–2)
Varin skot Daði 0 – Fjalar 2
Horn 7–5
Aukaspyrnur fengnar 16–12
Rangstöður 3–5
FYLKIR 4–3–3
Fjalar Þorgeirsson 5
Andrés Már Jóh. 6
Kristján Valdimars. 6
Einar Pétursson 4
Tómas Þorsteinsson 4
(42. Jóhann Þórhalls. 5)
Valur Fannar Gíslason 6
(46., Ólafur Stígsson 6)
Ásgeir Börkur Ásg. 7
Halldór Hilmisson 5
Ingimundur Níels 6
Albert Ingason 6
(64. Pape Faye 5)
Kjartan Breiðdal 6
FH 4–3–3
Daði Lárusson 4
Pétur Viðarsson 6
Tommy Nielsen 7
Freyr Bjarnason 4
(42. Sverrir Garðars 7)
Hjörtur Logi Valg. 6
Davíð Þór Viðars. 6
Ásgeir Gunnar Ásg. -
(12. A. Söderlund 6)
Tryggvi Guðmunds. 6
(50. Hákon Hallfreð.5)
Matthías Vilhjálms. 6
*Atli Viðar Björns. 7
Atli Guðnason 7
1-0 Atli Viðar Björnsson (2.)
1-1 Ingimundur N. Óskarsson (10.)
1-2 Kjartan Ágúst Breiðdal (18.)
2-2 Atli Viðar Björnsson (41.)
3-2 Matthías Vilhjálmsson (86.)
3-2
Kristinn Jakobsson (6)
> Guðbjörg búin að halda markinu hreinu í
400 mínútur
Guðbjörg Gunnarsdóttir er að spila vel þessa dagana með
sænska liðinu Djurgården en í fyrrakvöld hélt hún marki
sínu hreinu fjórða leikinn í röð og það á útivelli á móti
toppliði Umeå IK. Guðbjörg hefur nú haldið marki sínu
hreinu í 400 mínútur og alls í sex af þeim tíu leikjum
sem hún hefur spilað til þessa í sænsku
deildinni. Guðbjörg hefur samtals fengið
á sig 9 mörk í þeim 10 leikjum sem hún
hefur spilað í deildinni og Djurgården
hefur náð í 22 af 27 stigum í boði
(81 prósent) í þeim leikjum sem
hún hefur klárað. Djurgården náði
aðeins í 4 af 18 stigum (22 pró-
sent) í boði án hennar.
Pepsideild karla
FH 12 11 0 1 35-8 33
KR 11 6 3 2 20-12 21
Stjarnan 11 6 2 3 26-15 20
Fylkir 11 6 2 3 21-13 20
Keflavík 10 5 3 2 18-15 18
Valur 10 5 1 4 11-16 16
Breiðablik 10 3 3 4 15-17 12
Fram 10 3 2 5 11-13 11
Fjölnir 11 2 2 7 13-23 8
Grindavík 10 2 2 6 11-23 8
ÍBV 10 2 0 8 7-19 6
Þróttur 10 1 2 7 9-23 5
Evrópudeild UEFA
The New Saints FC-Fram 1-2 (2-4 samanl.)
1-0 Steve Evans (11.), 1-1 Almarr Ormarsson (16.)
1-2 Sam Tillen (vsp 66.)
Keflavík-Valletta 2-2 (2-5)
0-1 Falzon (41.), 1-1 Jón G. Eysteinsson (55.), 2-1
Jóhann B. Guðmundsson (72.), 2-2 Priso (82.)
1. deild karla
Þór-Afturelding 3-2
1-0 Ármann Ævarsson (27.), 1-1 Paul Clapson
(34.), 2-1 Alexander Linta (vsp 50.), 2-2 Paul
Clapson (vsp 64.), 3-2 Hreinn Hringsson (84.)
HK-ÍA 2-1
1-0 Calum Þór Bett (23.), 1-1 Arnar Gunn
laugsson (29.), 2-1 Aaron Palomares (70.)
Selfoss-Haukar 2-2
0-1 Ásgeir Þór Ingólfsson (16.), 0-2 Pétur Á.
Sæmundsson (39.), 1-2 Sævar Þór Gíslason (40.).
2-2 Sævar Þór Gíslason (89.).
STAÐA EFSTU LIÐA
Selfoss 10 7 2 1 21-11 23
Hauakr 10 6 2 2 21-13 20
KA 9 4 5 0 13-5 17
HK 10 5 2 3 19-14 17
ÚRSLITIN Í GÆR
Framarar tryggðu sér sæti í 2. umferð undankeppni Evrópudeild-
arinnar með 2-1 útisigur á The New Saints F.C. í seinni leik
liðanna. Fram komst áfram 4-2 samanlagt.
„Þetta var mjög flott að klára þetta,” sagði Þorvaldur Örlygs-
son, kátur þjálfari Framliðsins eftir leikinn.
Líkt og í fyrri leiknum lenti Framliðið undir snemma leiks
en Framarar gáfust ekki upp frekar enn í fyrri leiknum,
Almarr Ormarsson jafnaði leikinn fimm mínútum
síðar og Sam Tillen skoraði síðan sigurmarkið úr
vítaspyrnu á 66. mínútu. „Markið hans Almarrs var
gríðarlega mikilvægt fyrir okkur, því það róaði bæði
taugarnir og leikinn,“ sagði Þorvaldur.
Heimamenn byrjuðu seinni hálfeik af krafti en
Framliðið vann sig aftur inn í leikinn. „Við fáum
víti þar sem þeir voru heppnir að missa ekki mann
líka út af. Eftir það var bara eitt lið á vellinum sem
var að reyna að spila boltanum en hitt liðið var
bara að tuddast og hlaupa eins og naut í flagi,” sagði
Þorvaldur.
Framarar mæta tékkneska liðinu Sigma Olomouc í næstu umferð
og er fyrri leikurinn strax í næstu viku. „Þegar menn ná árangri þá
koma fleiri leikir og það þýðir ekkert að kvarta yfir því,” segir Þor-
valdur en árangur Framliðsins færir liðinu um 16 milljónir íslenskra
króna í kassann. „Það veitir ekki af að fá pening inn í klúbbinn því
það er ekki endalaust til af dósum í hverfinu,“ segir Þorvaldur.
Keflvíkingar náðu ekki að komast áfram en þeir töpuðu 2-5
samanlagt fyrir Valetta eftir 2-2 jafntefli í Keflavík í gær.
„Það hefði verið gaman ef Keflavík hefði tekist að snúa
þessu við og komast áfram og svo vonar maður sannarlega
að KR-ingarnir og FH-ingarnir nái að komast lengra. Það er
takmarkið að gera knattspyrnuna á Íslandi betri og setja
hana á hærra plan. Það gerum við ekki bara með því að
vinna leiki heldur einnig með að þjálfarar fari utan og
sæki námskeið,” segir Þorvaldur og hann og Framarar
geta fagnað frábærri byrjun í fyrstu Evrópukeppni félags-
ins í 17 ár. „Framarar voru vanir því hér áður að vera í
Evrópukeppni og fá góðar ferðir. Þetta var góð ferð og ekki
bara túrista-ferð,“ sagði Þorvaldur að lokum.
ÞORVALDUR ÖRLYGSSON, ÞJÁLFARI FRAM: FRAMARAR KOMNIR ÁFRAM EFTIR SIGUR Á THE NEW SAINTS FC
Það er ekki endalaust til af dósum í hverfinu
FÓTBOLTI Fjölnismenn unnu sinn
annan sigur í sumar í Pepsi-deild
karla þegar þeir unnu sigur á
spútnikliði Stjörnunnar í gær-
kvöldi. Þeir laumuðu sér þar með
upp úr fallsæti.
„Ég held ég verði að vera sáttur.
Ég verð að hrósa strákunum fyrir
mikla vinnu og menn eru farnir
að gera sér grein fyrir því að það
verður að leggja allt í sölurnar og
berjast vel og þá uppskera menn
eftir því,“ sagði Ásmundur Arnars-
son, þjálfari Fjölnis, í leikslok.
Stjörnumenn voru fremur væng-
brotnir sóknarlega en í lið þeirra
vantaði þá Steinþór Þorsteinsson
og Arnar Má Björgvinsson sem
hafa farið mikinn í sumar. Það tók
þá tíma að átta sig á því og Fjölnis-
menn voru ívið sterkari aðilinn.
Undir lok hálfleiksins urðu
Magnúsi Björgvinssyni Stjörnu-
manni á skelfileg mistök þegar
sending hans til baka á Bjarna
markvörð fór beint í fæturna á
Andra Val Ívarssyni sem þakkaði
pent fyrir sig og skoraði auðveld-
lega. Staðan því 1-0 í hálfleik.
Stjörnumenn mættu brjálaðir til
leiks í síðari hálfleik og á 55. mín-
útu náði Magnús að bæta fyrir mis-
tökin og jafna. Eftir markið voru
Stjörnumenn oft aðgangsharðir
við mark Fjölnis en það voru hins
vegar heimamenn sem voru sterk-
ari í lokin og skoruðu þá tvö mörk.
Fyrst Jónas Grani Garðarsson og
síðan Gunnar Már Guðmundsson
með marki úr vítaspyrnu.
Stjörnumenn voru vægast sagt
ósáttir við annað mark Fjölnis og
töldu Jónas Grana hafa lagt bolt-
ann fyrir sig með hendinni. Þor-
valdur dómari dæmdi hins vegar
ekkert og markið stóð. 3-1 voru
lokatölur leiksins og nokkuð sann-
gjarn sigur Fjölnis staðreynd.
„Maður er alltaf smeykur við
Stjörnuna. Við vissum að þeir
kæmu brjálaðir í seinni hálfleik.
Þeir gerðu það og trufluðu okkur
verulega með hraða sínum. En
svo komumst við í gírinn aftur og
náðum jafnvægi í þessu,“ bætti
kampakátur Ásmundur við í lokin.
- sjj
Fjölnismenn unnu sinn fyrsta sigur í deildinni í tæpa tvo mánuði þegar Garðbæingar komu í heimsókn:
Sanngjarn baráttusigur Fjölnismanna
FJÖLNISSIGUR Hafsteinn Helgason og
Andri Valur Ívarsson eigast við í Grafar-
voginum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
FÓTBOLTI Sævar Þór Gíslason
tryggði Selfyssingum jafntefli
gegn Haukum í toppslag 1. deild-
ar karla sem fram fór í gær.
Sævar jafnaði metin á 89. mínútu
í 2-2 sem urðu lokatölur. Sævar
Þór hefur nú skorað átta mörk
í síðustu þremur leikjum Sel-
fyssinga í deildinni en í síðustu
umferð skoraði hann öll fjögur
mörkin í 4-0 sigri á Aftureldingu.
Haukamenn byrjuðu betur á
Selfossi í gær og komust tveimur
mörkum yfir. - egm
Toppslagur 1. deildar:
Sævar Þór fer
hamförum
FÓTBOLTI FH lagði Fylki, 3-2, í blíð-
viðrinu í Hafnarfirði í Pepsídeild-
inni í gær þrátt fyrir að missa fjóra
leikmenn út af vegna meiðsla.
Það tók FH aðeins tvær mínút-
ur að ná forystunni í Krikanum í
gær en þá var eins og heimamenn,
sem nú hafa unnið ellefu leiki í
röð í deildinni, héldu að hlutirnir
kæmu að sjálfu sér og það boðar
ekki gott gegn Fylki þar sem hver
einn og einasti leikmaður berst
eins og ljón, sama hvar spilað er
og hver staðan er.
Fylkismenn jöfnuðu á tíundu
mínútu og komust yfir átta mín-
útum síðar með frábæru marki
Kjartans Ágústs Breiðdal beint
úr aukaspyrnu. FH-ingar misstu
dampinn í nokkrar mínútur á eftir
en náðu að hrista af sér slenið og
sóttu linnulaust síðustu tuttugu
mínútur hálfleiksins á sama tíma
og Fylkismenn bökkuðu óþarf-
lega mikið aftur. Það var svo fjór-
um mínútum fyrir hálfleik að FH
jafnaði metin en markið hafði legið
í loftinu.
FH missti sinn fjórða leikmann
út af vegna meiðsla þegar enn var
hálftími eftir af leiknum en var
sterkari aðilinn þrátt fyrir það en
mun minna var um færi hjá báðum
liðum en í hinum bráðfjöruga fyrri
hálfleik.
Matthías Vilhjálmsson tryggði
FH sigurinn fjórum mínútum
fyrir leikslok en Matthías lék í
stöðu hægri bakvarðar eftir að
Hjörtur Logi fór meiddur út af en
Matthías leikur jafnan á miðjunni
eða frammi.
Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkis
var að vonum svekktur að fá ekkert
út úr leiknum. „Við erum í þessu
til að vinna en því miður tókst það
ekki í dag. Við höfum sýnt mikinn
karakter í sumar og ætlum ekki að
hætta því. Þetta var hörku leikur
og okkur vantaði meiri reynslu til
að klára þetta.“
„Við vorum komnir með þetta
í hendurnar en gleymum okkur.
Svona er boltinn, þeir eru með
gott lið og voru skynsamari en við
í þessum leik. Það hafa ekki mörg
lið ekki tekið almennilega á þeim
en við gerðum það og þess vegna
lentu þeir í vandræðum gegn
okkur,“ sagði Ólafur.
Davíð Þór Viðarsson, fyrir-
liði FH, var mun sáttari en Ólaf-
ur í leikslok.„Þetta var alvöru
leikur. Fylkismenn eru með mjög
gott og vel spilandi lið og við lent-
um í miklum vandræðum,“ sagði
Davíð.
„Stundum höfum skorað snemma
og rúllað yfir leikina og stundum
lent í vandræðum, það er allur
gangur á því. Við vöknuðum við
það að þeir skoruðu annað markið
og síðasta korterið í fyrri og seinni
hálfleikurinn var fínn hjá okkur.“
„Það var svekkjandi að vera
einum færri í hálftíma en við sýnd-
um mikinn karakter að klára leik-
inn. Það er mikill kraftur í þessu
Fylkisliði og það er eitt af þeim
bestu í þessari deild þannig að það
var mjög sterkt að koma til baka,“
sagði Davíð að lokum. -gmi
Tólf stiga forysta FH-inga
Matthías Vilhjálmsson tryggði FH-ingum sigur á baráttuglöðum Fylkismönn-
um í Kaplakrika í gær. Þetta var ellefti deildarsigurliðsins liðsins í röð.
SIGURMARK Matthías Vilhjálmsson tryggði FH 3-2 sigur á Fylki með marki fjórum
mínútum fyrir leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
MARKAHÆSTUR Atli Viðar Björnsson
sækir boltann í markið eftir að hafa
skorað annað tveggja marka sinna í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR