Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1939, Side 6

Samvinnan - 01.03.1939, Side 6
SAMVINNAN 3. HEFTI komið inn til hans, alveg eins og frá þeim var sagt í bókunum. — En á bókahillunni hans Linusar voru eingöngu ferðabækur. Það tilheyrði undirbúningi hans að verða vel kunn- ugur þeim löndum, er hann ætlaði að ferðast til, þess vegna keypti hann við og við þessar dýru bækur og las þær mörgum sinnum. Á þennan hátt hafði hann kynnzt öllum heiminum og þurfti aðeins kortabók til að svífa í leiðslu hvert sem hann vildi. Hann fletti einu af stóru, þykku blöðunum. Nú kom hann eins og örn úr loftinu og renndi sér yfir Asíu, hin miklu Himalajafjöll, inn yfir Kína, og fylgdi svo einu fljótinu út til hafs. Linus þekkti Kína vel, þótt hann væri aðeins smiður þarna í Limsaker. Án nokkurra umsvifa leigir hann einn af þessum skrítnu bátum, sem hinir skáeygðu Kínverjar nota, siglir niður til hafs og teygar í sig angan og fegurð hins ævaforna Kínaveldis. Niður við ströndina breytir hann til og ferðast á úlfalda gegnum eyðimörkina Gobi til norðurs. — Nú er hann í Siberiu og svo heldur hann áfram til Jenisei og alla leið norður að íshafi og svo er bezt að leggja af stað til norður-heimskautsins. Þarna á ísbreiðunum sýnir kortið aðeins nokkur fátækleg merki. Það eru ferðir þeirra Nansens með „Fram“ og Peary með hundasleða sína, sem þangað höfðu komizt áður en kortabókin var prentuð. Linus bendir með fingrinum og hlær ánægjulega. Svona langt norður hefur þó enginn smiður frá Limsaker komizt fyrr. Linus var orðinn mikið órórri og ákafari síðan hann fékk þessa nýju kortabók. Heimurinn var nær honum en áður á þessum stóru blöðum, og hann ferðaðist með hjálp þeirra eins og hann gat við komið, jafnvel meðan hann var að vinna, og það hafði ekki hent hann áður. Nú varð hann að gqra alvöru úr því að sigla, áður en það yrði um seinan. Þessi litli Limsaker var raunverulega ekkert fyrir hann, rannsóknarleiðangursmanninn. Hann þekkti hvern blett í sveitinni og hafði komið upp á hverja klettahæð, sem engin var hærri en fjörutíu metra yfir sjó. Hann fyrirleit þessar hæðir, og að jafna þeim við Andesfjöllin....! Það voru þó fjöll í lagi! Og eyðimerkur. Þær voru ekki til í öllu landinu. — Nei, hann varð að leggja af stað, áður en það yrði of seint, og meðan hann enn hafði fulla heilsu og krafta. Ef það hefði ekki verið þetta með málið. Það var síðasta og bezta ástæðan til þess að aldrei varð neitt úr ferðalaginu. Linus kunni ekki eitt orð í erlendu máli og hafði ekkert vit á slíku. „Þeir gera bara grín að manni, komi maður út í skip og skilji ekkert,“ sagði Línus, þegar um þetta var talað. „Þeir geta hellt yfir mann óbótaskömm- um, án þess að maður skilji baun af öllu saman. Og svo ef maður lendir í fangelsi. Hvernig ætli það verði, ef maður skilur ekki það, sem dómarinn segir. Nei, málið verður maður að kunna áður en fært er að sigla, og ef ég aðeins hefði haft tíma. ... “ „O, þú kemst aldrei af stað, Linus,“ sögðu menn stundum stríðnislega. „Það skal ég nú sýna ykkur,“ svaraði Linus þrjózku- fullur. „En langt ferðalag krefst umhyggjusamlegs undirbúnings, því að í ókunnu landi er enginn til að hjálpa, og ef maður t. d. lendir í fangelsi, verður maður að bjarga sér sjálfur.“ Linus hafði líka skrítna hugmynd um fangelsin þar í útlandinu. Hann áleit, að um leið og komið væri yfir landamæri erlends ríkis, væru miklar líkur fyrir því að maður yrði tekinn til fanga, settur í „svart- holið“, og þar gleymdist maður svo ef til vill um alla eilífð. Linus langaði ekki til þess að sitja í fangelsi. Ekk- ert var hann jafnhræddur við og það. Þess vegna fannst honum öruggara að ferðast með hjálp korta- bókarinnar, því að þá var hægt að sofa rólegur í rúm- inu sínu og engin hætta á því, að hann vaknaði í ein- hverju ræningjabæli eða ríkisfangelsi, ákærður fyrir njósnir. Þess vegna sat Linus margar, kaldar, stjörnubjartar vetrarnætur og flúði með aðstoð stórrar slitinnar kortabókar burt frá litla landinu, þar sem hann hafði fæðst. Hann hafði ef til vill ekki fengið það út úr lífinu, sem hann hafði óskað sér, en hann bjargaði sér eins. vel og hann gat. Hann hafði ekki haft efni á að gifta sig, af því að hann þurfti að nota peningana til hins fyrirhugaða ferðalags, og að lokum keypti hann hús- ið sitt fyrir peningana, sem hann var búinn að nurla saman. Nú hafði hann aftur sparað saman aura, og hann lagði aura í kistuhandraðann eins oft og hann gat. Því nú átti þó eitthvað að gerast. Hann vissi vel, að fólkið í sveitinni hló að honum, en hann ætlaði að venja það af því. Loksins, eftir auð- mýkingu heils mannsaldurs, mundi hann nú fá tæki- færi til að sanna, að viturlegur undirbúningur er betri en unggæðisleg fljótfærni, sem að vísu gat hjálp- að manni til að komast út í heiminn, en án stýris og kjölfestu. En nú var það svo, að heim í sveitina var nýkom- Framh. á 44. síðu. 38

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.