Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1939, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.03.1939, Blaðsíða 13
3. HEFTI SAMVINNAN Sojabaunin—merkasta nytjajurt mannkynsins Sojabaun — nafnið minnir á lög, sem húsmæður nota til litunar á sósum, og á kökur, sem sumir hafa gefið skepnum sínum sem fóðurbæti. Sósuliturinn er þó oftast óskyldur bauninni, en fóðurbætir- inn er unninn úr henni í ýmsum löndum heims. Ef til vill hafa sumir landar okkar lesið um þessa merku nytjajurt í er- lendum blöðum hin síðustu ár, og örfáir hafa matreitt úr mjöli hennar saðsaman mat hér heima, þótt enn sé hægt að telja þá á fingrum annarar handar. Sojabaunin er ættuð frá Asíu eða nán- ar tiltekið frá Mansjúkúó og Kína, og þar hefur hún verið ræktuð í aldaraðir. Hið elzta, sem mönnum er kunnugt um rækt- im hennar og gagn, er frásögn kínverska keisarans Shen Nung í hinni fornu lækn- ingabók Ben Tsao Gang Mu, þar sem hann lofar hana mjög, sem langmestu nytjajurt landsins. Shen Nung tók við ríki í Kína um 2840 árum fyrir upphaf vors tímatals, svo að hún hefur áreiðanlega verið mikilvægasta belgjurt Kínverja í 5000 ár. Auk þess eru til um hana lof- kvæði frá ýmsum tímum, og sagan segir, að hvert vor hafi sjálfur keisarinn orðið að sá henni með eigin hendi á hátíð, sem henni var sérstaklega helguð, vegna alls hins mikla gagns hennar fyrir hið kin- verska fólk. Sojabaunin telst til belgjurtanna, og hið latneska nafn hennar er allmjög á reiki meðal vísindamanna. Flestir munu kalla hana Soja hispida, en nöfnin Soja max, Clycine max og Clycine hispida, eru líka allmjög notuð nú í Am- eríku og Evrópu. Hún er til í um 1500 mis- munandi afbrigðum, en aðaleinkenni hennar eru beinn, dálítið trjákenndur stofn, 25—125 cm. hár, með mörgum upp- sveigðum, oft nær jafnháum greinum. Blöðin eru þétt, oftast með þrem nær þríhyrndum, loðnum blöðkum, og í blað- öxlunum sitja hin örsmáu blóm þrjú til fjögur saman. Blómin eru sjálffrjóvgandi og oftast hvít eða purpurarauð að lit, og þvermál þeirra er aðeins um tveir millimetrar, þar sem það er stærst. Belg- imir eru hærðir og sigðlaga, oftast með tveim til þrem baunum á stærð við ertur, — einstaka sinnum fjórum eða fimm — og þrír til tíu centimetrar að lengd. Baun- irnar eru misjafnar að lögim, og litur þeirra er ýmist brúnn, grænn, gulur eða svartur eða blettótt blanda af öllum eða sumum þessara lita. Þegar jurtin nálgast fullþroska sinn, visna blöðin og falla af, og þá kemur í ljós, að greinarnar vaxa ekki í hring kringum aðalstofninn sem miðás, heldur í sama fleti, líkt og fingur eru á hendi. Þetta er árangur margra alda úrvals í Kína, og vegna þessa er hægt að sá baununum allþétt í raðir, sem standa spölkorn hver frá annarri Sojabaunin hefur tvo erfiða galla frá sjónarmiði Evrópubúa. Sá fyrri og meiri er, að flestöll afbrigði hennar þola ekki langan dag, eða réttara sagt, þau geta ekki blómgazt fyrr en dagurinn er orð- inn stuttur á sumrin, svo að fræ- in ná ekki fullþroska fyrir komu vetr- arins, og hinn gallinn er sá, að til þess að fræin geti spírað, þarf hiti moldar- innar að vera meiri en 8° C. En jurtin sjálf þolir vorkulda vonum fremur — sumir segja allt að -4-10° C. að nóttu til — og auk þess er hún ræktanleg í flestum tegundum jarðvegs, nema þá helzt í mjög þungum leir og þurrum, ófrjóum sandi. Bext vex hún í sandblönduðum leir með miklu kalki, en sé jörðin of súr, þrífst sojabaunin illa. Eins og aðrar belgjurtir, þarf hún lítið köfnunarefni, vegna þess að köfnunarefnisgerlar vissrar tegundar mynda hnúða á rótum hennar og vinna köfnunarefnið úr lofti moldarinnar. Gerlarnir eru settir í moldina með baun- unum á sérstakan hátt á vorin. En fosfór þarf hún allra jurta mest og talsvert af kalí og öðrum áburðarefnum. Fyrst framan af vex jurtin mjög hægt, svo að talsverður tími fer í að reita alls- konar illgresi, en um það leyti, sem blómgunin hefst, eykst vaxtarhraðinn mjög, svo að greinilega er hægt að sjá mun með hverri vikunni, sem líður. Kál sojabaunarinnar er mjög gott til fóðurs fyrir skepnur, en baunin sjálf er þó margfalt næringarmeiri og nýtilegri frá sjónarmiði hagnýtninnar. Efnafræði- lega séð, er hún ólík flestum öðrum baun- um að samsetningu, því að hún hefur nær ekkert mjölvi (hér um bil 1%), og aðeins örlítið af öðrum kolvetnum. Þurrefnin eru rík að fosfötum og kali- samböndum, og blanda eggjahvítuefna hennar, sem eru 35—40% af þunga fræj- anna, er svo fullkomin sem framast verð- ur á kosið frá bæjardyrum lífefnafræð- innar séð. Að ógleymdu því, að fitan er meiri en 1 fræjum nokkurrar annarar jurtar, eða um 20% af fræþunganum, og að jurtin sjálf og fræin innihalda bæði A- og D-fjörefni, sem eru leysanleg í fitu, og B-fjörefni, sem er leyst upp í vatni hennar, en báðar tegundir fjörefnanna 1 senn, bæði þær, sem eru leysanlegar í vatni og fitu, eru aðeins þekktar í fræj- um tveggja annarra jurta, hör og hirsi. Auk þess eru eggjahvítusambönd hennar auðmelt mjög, ef þau eru meðhöndluð á vissan hátt, svo að jafnvel 90% af þeim meltist fullkomlega. Hitaeiningarnar, sem ráða miklu um næringargildi matarins, eru 4400—4800 í sojamjöli, í hveiti 3600, nautakjöti 1071—1266, í kartöflum 952 og í kúamjólk 684, svo að sojabaunin stendur einnig á því sviði í fremstu röð, enda hafa sumir vísindamenn haldið því fram, að eitt kíló af sojamjöli væri að minnsta kosti jafngilt að næringu og 58 egg og 6% kg. af kúamjólk. Vegna hins mikla næringargildis hins auðmelta sojamjöls er talið, að 80—100 grömm af því nægi fyrir meðalmann í meðalerfiðri vinnu daglega — án nokk- urs annars en vatns með — og það er einróma reynsla allra, sem hafa borðað sojamjöl í einhverri mynd, að lítill skammtur að morgni fyrirbyggi sult allan daginn. í Austurlöndum, sérstaklega í Japan og Kína, er sojabaunin notuð mjög al- mennt, enda má með sanni segja, að hún og rísið séu í senn vörn gegn hungurs- neyðum og styrktarlyf hins fátæka fólks. Austur þar er sojabaunin notuð á ýms- an veg. Úr henni er pressuð olía — soja- mjólk — og mjölið er matreitt eftir ótal reglum í einskonar osta, brauð, grauta o. s. frv. og baunirnar eru notaðar soðnar Sojabaunin. 45

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.