Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1939, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.03.1939, Blaðsíða 11
3. HEFTI SAMVINNAN H e i m i I i ð - Hreyfingamar. Konunni er ekki nóg að hafa frítt og vel hirt andlit. Fallegt andlit sést naum- ast, eða nýtur sín a. m. k. alls ekki, ef hreyfingarnar og fasið er óheppilegt og laust við þann yndisþokka, sem allar konur leitast við að tileinka sér. Það veltur sem sé mikið á því, hvernig konan ber sig, eins og það er stundum orðað. Ég þekki tvær systur. Sú yngri hefur mun fríðara andlit. Eigi að síður gerir sú eldri meiri „lukku“. Það er sagt, að hún sé „sætari,' „fixari", „penari“, meira „smart" o. s. frv. Hver haldið þið að ástæðan sé? Hún er sú, að eldri systirin ber sig betur en sú yngri. Hreyfingar hennar eru frjálslegri, meira jafnvægi í þeim, framkoman djarflegri. Hún ber höfuðið hátt, en hin er ávallt lítið eitt álút. Það er orð á því gert, að í ýmsum hlutum Suður-Evrópu sé sérstakt jafn- vægi í hreyfingum kvenna og framganga þeirra tígulegri en kynsystra þeirra al- mennt. Það er sett í samband við þá venju þessara kvenna, að bera þungar byrðar, svo sem ávaxtakörfur o. fl. á höfðinu. Við þá áreynslu þroskast hnakka- og hálsvöðvar mjög mikið. Höfuðburður- inn verður tígulegri og jafnvægi skapast í allar hreyfingar. Samkvæmt þessari reynslu, hafa ýmsar konur í Vestur-Evrópu tekið að þjálfa líkama sinn á svipaðan hátt. Peysa fyrir vorið. Snotur peysa er ómissandi, þegar vorið fer í hönd. Og nú er svo áliðið, að full- komlega er kominn tími til að byrja að prjóna hana. — Á myndinni sjáið þið peysu, sem allir munu vera sammála um, að sé mjög snotur. Hún mim klæða flestar stúlkur vel, og ánægjan yfir henni verður margföld, ef þið prjónið hana sjálfar. Prjónið er ekki vandasamt, ef þér fylgið leiðbeiningunum hér á eftir. Gamið skal velja eftir geðþótta, bæði hvað lit og gerð snertir. — Prjónið er sem hér segir: Bakið: Fitjið upp 92 lykkjur. Prjónið 6 prjóna fram og til baka. Prjónið aðra sex prjóna slétt áfram og snúið til baka. + Takið eina lykkju úr byrjun og lok næsta prjóns. Prjónið 6 prjóna, slétt Kve n fóIk i áfram og snúið til baka, byrjið á snúnu. Endurtakið frá + fjórum sinnum. Þá em 82 lykkjur eftir. Prjónið næsta prjón snúinn. + + Aukið eina lykkju út í byrjun og lok næsta prjóns. Prjónið sex prjóna slétt áfram, snúið til baka, byrjið með snúnum prjón. Endurtakið sex sinn- um frá + + . Þá eru 96 lykkjur á prjón- inum. Haldið síðan beint áfram þangað til bakið er orðið 34 cm. Endið með snúnum prjón. Fyrir handvegi eru felldar af 4 lykkjur hvoru megin. Síðan er tekið einu sinni úr á byrjun hvers prjóns, þangað til 76 lykkjur eru eftir. Haldið síðan beint áfram, þangað til handvegurinn er orð- inn 10 cm., mælt beint upp. Nú er lykkj- unum skipt niður á tvo prjóna, þannig, að 38 verða á hvorum. Hver hluti er síðan prjónaður útaf fyrir sig, en báðir eins. Fyrst er prjónaður 7% cm. beint áfram. Síðan em felldar af 6 lykkjur þrisvar sinnum fyrir hálsmáli Það, sem þá er eftir á prjónunum, er fellt af í einu. Hœgri boðungur. Fitjið upp 36 lykkjur. Prjónið 1. prjón rétt, sömbuleiðis 2. prjón, þangað til tvær lykkjur eru eftir. Sú fyrri er gerð að tveimur og síðasta lykkjan er prjónuð rétt. 3. prjónn, framkantur, 1. lykkja slétt, sú næsta aukin út og prjónn- inn síðan sléttur til loka. 4. prjónn. Prjón- ið slétt þangað til 2 lykkjur eru eftir. Sú fyrri er aukin út, sú síðasta slétt. 5. prjónn. 1. lykkja slétt, 2. lykkja aukin út, síðan slétt prjóninn út. 6. prjónn. Prjónið snúið þangað til eftir eru 5 lykkjur. Aukið út eina, prjónið 4 síðustu lykkjumar sléttar. 7. prjónn. 4 lykkjur réttar, sú 5. aukin út, síðan slétt. Tveir síðustu prjón- ar endurtakist tvisvar sinnum hvor. 12. prjónn (hliðin). 1. lykkja snúin, tekið einu sinni úr, prjónað snúið þangað til 5 lykkjur eru eftir. Aukið eina út. 4 síðustu lykkjurnar sléttar. 13. prjónn. 4 sléttar, aukið út einu sinni, síðan slétt. 14. prjónn. Snúið þangað til 5 lykkjur eru eftir, aukið einu sinni út, 4 lykkjur sléttar. 15. prjónn. 4 sléttar, aukið út einu sinni síðan slétt. Nú eiga að vera 49 lykkjur á prjóninum. — 16. prjónn. Snúið þangað til eru 4 lykkjur, þær prjónaðar sléttar. 17. prjónn. Slétt allan prjóninn. Síðustu tveir prjón- arnir endurteknir tvisvar sinnum hvor. 22. prjónn. 1. lykkja snúin, tekið einu sinni úr, snúið þangað til 5 lykkjur eru eftir, aukið ð - Bö r n i n einu sinni út, fjórar sléttar. 23. prjónn. Slétt. 24. prjónn. Snúið þangað til 4 lykkj- ur eru eftir, þær sléttar. Síðustu tveir prjónarnir endurteknir 6 sinnum hvor. 37. prjónn. Slétt. 38. prjónn. Eins og 22. prjónn. 23. og 24. prjónn endurtakast hér tíu sinnum hvor. 59. prjónn. Sléttur. + 60. prjónn. Aukið út einu sinni, snúið þangað til eftir eru 4 lykkjur, þær sléttar. Prjónið 5 prjóna beint áfram frá +, þá er 56 lykkj- ur á prjóninum. Prjónið enn nokkra prjóna, þangað til boðungurinn er 4 prjónum lengri en bakið við hliðarsaum. Gætið þess að telja prjónana nákvæm- lega, það borgar sig. Fyrir handvegi era felldar af 5 lykkjur. Síðan er tekið úr í handveginum á hverjum prjóni þangað til eftir eru 44 lykkjur. + + Fyrir innan kantinn að framan er tekið einu sinni úr á næsta snúna prjóni. Prjónið 5 prjóna beint áfram og endurtakið frá + +, þangað til eftir eru 39 lykkjur. Haldið áfram þangað til handvegurinn er orðinn 15 cm. Fellið af fyrir hálsmáli, framan frá, 3 lykkjur fjórum sinnum, og síðan á ská fyrir öxlinni, 6 lykkjur í einu. 43

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.