Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1941, Side 5

Samvinnan - 01.03.1941, Side 5
3. HEFTI SAMVINNAN Litla frúin Saga eftir Alice Booth Skrifstofufólkið kallaði mig æfinlega litlu frúna, ef ég var á annað borð nefnd á nafn. Það var Bronson, sem átti upptökin að því. Morgun einn kom ég inn, ákaflega feimin — vissi þó vel, hvað ég ætlaði að segja. Hann leit á mig yfir gleraugun sín, lyfti brún- um, brosti og mælti: „Jæja, litla frú, hvað get ég gert yður til þægðar?" Síðan hafa allir kallað mig litlu frúna. Frá þessum degi hefur hann aldrei talað við mig. Vitanlega skiptumst við á orðum daglega, meðan við unnum saman, en við skröfuðum aldrei saman eftir þetta. Á hverjum morgni fékk Bronson mér handritin og sagði: „Gerið svo vel, litla frú.“ Þegar leið að vinnulokum, endursendi ég þau, nema eitt, eða ef til vill tvö, sem ég lagði á borðið hjá hon- um, um leið og ég mælti, hálf kindarleg á svipinn eins og mér er tamt: „Ég — ég held, að þetta sé nokkuð gott, Bronson. Mér — mér finnst þetta vera reglulega gott.“ Stundum orti ég sjálf yfirlætislaus smákvæði og skrifaði hógværar greinar í blaðið, en ávallt þótti mér þessum ritsmíðum mínum áfátt. Þar var „allt í hönk“, eins og Bronson hafði að orðtaki. Svo ekki meira um það. Þó að ég væri ekki einmana, var ég mjög oft einsömul, bæði við skrifstofustörfin og annars staðar. Stallsystur mínar, sem ég hafði verið með á skólaárunum, voru giftar og sóttu kvöldboð í borginni eða fóru í leikhús með mönnum sínum. En Len og Lovísa buðu mér oft heim um helgar til þess að gæla við krakkann sinn, og tveir gamlir vinir föður míns, hvítir fyrir hærum, buðu mér til sín á jólunum og þegar þeir komu heim úr sumardvöl sinni úti í sveit. Og sannarlega held ég, að Bronson hafi viljað vera vinur minn. En þegar hann vék sér að mér á skrif- stofunni, hringdi síminn æfinlega, og þegar hann fór heim á kvöldin, tók hann ávallt með sér stóran hlaða af handritum til þess að huga að að kvöldinu. Raunverulega var ég mjög ánægð. Ég ímynda mér, að fólk, sem aldrei hefir höndlað stórkostlegt ham- ingjuhnoss, sé ánægðara en hinir, er orðið hafa mik- illar heppni aðnjótandi. Þeir hafa ekkert það til sam- anburðar, er skyggi á gleðina yfir því smávægilega; ný bók eða gönguferð úti í sveit veitir mér óblandna á- nægju. Mér þótti vænt um litlu stofurnar mínar tvær og eldhúsið. Mér þykir gaman að bókum og vænt um trjágróður og blóm, lifandi blóm á ég við •— ekki gervi- blóm. Mér er það sönn gleði, að vasast í eldhúsinu, búa til mat og raða krukkum með ávaxtamauki snoturlega á búrhillurnar mínar. Ég hafði alltaf ætlað mér að eignast hús. Sjálf var ég fædd í heimahúsum, en ekki í fæðingarspítala eins og flest fólk nú á dögum. En einhvern veginn gat ég aldrei fundið húsið mitt. Ég bjóst alltaf við að finna það, þar sem ég var á ferð, og var búin að aura saman í dálítinn sjóð til þess að geta keypt það, þegar ég fyndi það. En skrúðgarðarnir blómguðust, og vorin liðu. Og svo kom haustið fyrr en varði, og fólk kveikti arinelda til þess að bægja burtu kuldanum. En ég bjó alltaf í litlu stofunum mínum tveimur, þar sem enginn vissi í raun og veru um tilveru mína, nema bækurnar mínar. Stundum örvænti ég. Kannske myndi húsið aldrei finna mig, af því að ég var svo lítil og feimin og hlé- dræg. Ástin hafði farið fyrir ofan garð og neðan; gat það ekki orðið líkt með húsið? Ég varð enn bölsýnni en áður og fór hlægilegar járnbrautarferðir um nær- sveitirnar á sunnudögum, skimandi og leitandi, en gat aldrei komið auga á húsið mitt. Svo bar það til dag einn, að ég fór í gönguför eftir garðinum, sem hlaðinn er utan um vatnsleiðsluna til borgarinnar. Ég var að svipast um eftir fyrstu vor- merkjunum. Mér fannst vatnsleiðslugarðurinn vera eins og vegurinn til Kantaraborgar: Þar voru ekki aðrir á ferð en fótgangandi fólk. Þar voru engar bifreiðar. Þar var ekkert ryk. Þar uxu fjólublá blóm á vorin og trjágreinar sveigðust yfir höfuðið á manni. Hvert lá þessi leið? Sá hluti garðsins, sem ég þekkti, var þráðbeinn og jafn, yfir dældir, gegnum hæðir. Ef til vill lá hann að kastala konungsins, hvað vissi ég um það? Hann skarst drembilega í gegnum hinar miklu lendur auðmannanna, hvergi beygja né bugða. Mér gazt ávallt vel að fólkinu, sem ég mætti þarna: Elskendum, einförum, gamalmennum og sæg barna. Ég gekk á einum stað framhjá tveim litlum drengjum, sem voru að slá tjöldum í fyrsta skipti á vorinu í gras- dæld við garðinn. Það var í rauninni komið vor, þótt enn væri nokkuð kalt í veðri. Á blikaði eins og safírband, langt í burtu. Golan hafði hrakið skýin af himninum. Sólin var að ganga til viðar handan við skóginn á Jersey-strönd- inni. Allt í einu þverbeygði garðurinn rétt fyrir framan mig og hvarf bak við klettahöfða. Ég var kominn upp 37

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.