Samvinnan - 01.03.1941, Side 6
SAMVINNAN
3. HEFTI
á efstu brún hárrar hæðar. Fram undan var snar-
brött brekka niður að lygnri á. Ég stóð hér úti á
yztu brún jarðar, að mér fannst, og þarna, þarna
til hægri handar, stóð litla húsið mitt, litla húsið, sem
ég var búin að leita svo lengi að!
Það var hálf ömurlegt útlits, litla húsið mitt, en
ég sá samt undir eins, að það var mitt hús. Gaflinn
vissi gegnt sólsetrinu. Vitanlega mátti það ekki snúa
þannig. En jafnskjótt og ég veitti þessu athygli, var
ég þess fullviss, að ég gæti eignazt húsið, því að fólk,
sem ekki veit, hvemig hús eiga að snúa, skilur ekki
sitt hús og tekur sér ekki nærri að selja það.
Ég hraðaði mér að stígnum, og þá fyrst sá ég, hversu
lengi það hafði verið vanrækt. Þarna stóð það efst á
snarbrattri hæð, með hekluð gluggatjöld og fótþurrku
á stigaþrepinu. Ég var þess handviss, að fólkinu, sem
í húsinu bjó, þótti ekki vænt um það.
Ég hafði hjartslátt, þegar ég skundaði upp stiga-
þrepin tvö. Þetta var djarft af jafn lítilfjörlegri
manneskju og mér. Ég ætlaði að ná húsinu mínu
frá þeim, sem þóttust eiga það. En ég vissi varla
hvernig ég átti að fara að því. Ég drap léttilega á dyr,
svo létt, að mér varð hverft við, þegar huröinni var
hrundið upp.
f gættina kom hávaxin, toginleit kona í ljótum pils-
gopa. Hún var með gleraugu. Hún horfði á mig, ergi-
leg á svipinn. Það var ofur auðvelt að sjá, hvað gerði
henni gramt í geði.
„Ég bið afsökunar,“ mælti ég kurteislega. „Vilduð
þér segja mér, hvort þér eigið þetta hús?“
„Við eigum það ekki, og okkur langar meira að segja
harla lítið til þess að eiga það,“ hreytti konan úr sér
til andsvars.
Ég spennti greipar í gleði minni, þegar ég heyrði
þessi orð.
„Má ég koma inn og skoða húsið?“ spurði ég. „Leyfið
þér mér að skoða það, og garðinn líka, því að mig
langar til þess að eignast það. Ég hefi enga þreyju til
að bíða, þangað til að ég er búin að kaupa það. Þekkið
þér eigandann? Haldið þér, að hann vilji selja það?
Hér vil ég búa, hingað vil ég flytja eins fljótt og
auðið er!“
Hún opnaði hálf ólundarlega.
„Þér getið skoðað allt, sem yður fýsir,“ sagði hún.
„En ekki skil ég, hvers vegna nokkra sál langar til
að vera hér. Það eru ekki nema fimm herbergi, tvö af
þeim uppi á lofti, þakið hriplekur og dragsúginn
leggur gegnum húsið. Fegin verð ég að losna héðan.
Við ætlum að flytja héðan í næstu viku og höfum
látið húseigandann vita það. Hann er sá grútnízkasti
svíðingur, sem til er, og lætur aldrei lagfæra hér neitt.“
Hún lét móðan mása. Ég heyrði til hennar alla leið
út í garðinn, þar sem ég stóð á yztu þröm jarðkringl-
unnar, að mér fannst. En ég gleymdi henni með öllu,
þegar ég fór að bollaleggja, hvernig umhorfs skyldi
verða í garðinum. Utan með ætlaði ég að planta há-
vöxnum stokkrósum til skjóls. Inni í garðinum yrðu
margar raðir af alla vega litum skrúðfjólum og
riddarasporum og stjúpmóðurblóm um allt. Mér varð
litið við. Húsið var aðdáanlega fornfálegt og allt
skellótt! Ég ætlaði að láta gera við þakið, því að
maður verður að hafa afdrep í rigningum, en annars
ætlaði ég fáu að breyta.. Stóra eldhúsið með múr-
steinsgólfinu yrði mitt aðal heimkynni. Bakdyrnar,
þar sem skólpsvelgurinn var, yrðu aðaldyrnar. Mitt
hús átti að snúa framhliðinni móti sólarlaginu.
Ég hraðaði mér niður hæðina, frá mér numin af
fögnuði. Fólk, sem lengi hefði lifað í munaði, hefði
sjálfsagt látið sér fátt um slíkt finnast, en mér var
þetta hið dásamlegasta, sem fyrir mig hafði borið.
Aðeins eitt hefði getað veitt mér dýpri fögnuð: Að
eignast unnusta. En um þvílíka fjarstæðu gat ég ekki
einu sinni látið mig dreyma.
Húseigandinn var gamall maður og önugur. Ég
þykist vita, að hann hafi látið mig greiða óhæfilega
hátt verð fyrir húsið. Verðið mun hafa verið miðað
við það, hvers virði það var mér, í stað þess að miða
það við þær tekjur, er það veitti honum. En nú hafði
ég eignazt húsið og gat byrjað búskapinn að viku
liðinni. Nú gat ég sáð blómfræi í garðinn, dyttað að
því, sem aflaga fór, og hengt upp gluggatjöldin, ef
mér sýndist svo, því að ég átti húsið sjálf.
Ég gekk í leiðslu alla vikuna. Ég var mildari en
áður í dómum mínum um handritin, sem bárust, og
þegar ég fékk Bronson þau, vogaði ég mér að benda
á eitt sérstaklega:
„Ég held, að þér ættuð að birta þetta. Það yljaði
mér að lesa það; ég er viss um að svo muni fleirum
fara.“
Þetta var djarft af mér. Sennilega hefði ég aldrei
látið mér slíkt um munn fara, ef ég hefði ekki átt
hús. Og Bronson keypti söguhandritið, svo að ég mátti
vera ánægð.
Á hverju kvöldi fór ég að skoða húsið mitt. Einu
sinni hafði ég með mér smurt brauð, sem ég borðaði
í garðinum um sólsetrið. En konan bauð mér inn og
gaf mér kaffi, sem ég hef andstyggð á: hún hélt
að ég myndi kvefast. Ég gat varla beðið þess, að hún
færi burtu, svo að ég yrði einráð í húsinu mínu. En
loks rann upp sá dagur, að húsgögnunum mínum var
ekið burt úr borginni. Þegar ég sjálf kom á vettvang,
var allt dótið mitt komið þangað, og lykillinn stóð í
skráargatinu. Ég var svo ofsaglöð, að ég æpti upp yfir
mig, þegar ég steig á þröskuldinn í húsi mínu. Aldrei
38
Framh. á bls. 42.