Samvinnan - 01.03.1941, Page 7
3. HEFTI
SAMVINNAN
SAMVINNUSKÓLINN í ENGLANDI. Þannig lít-
ur Holyok House í Manchester nú út, þar sem
samvinnuskóli Englendinga var, eftir loftárásir
Þjóðverja á borgina. Myndin sýnir setustofu
nemendanna, eins og hún leit út eftir loftárás-
ina. Yfir arninum var gamallt málverk af Holy-
ok, manninum, sem gaf enska sambandinu hús-
ið, og það eyðilagðist ásamt öllum innanstokks-
munum og bókum. Auk skólans hafði yfirstjórn
fræðslu- og útbreiðslusambandsins, Co-opertive
Union, ásamt ritstjórn blaðanna, þar skrifstofur.
ALBANSKIR BÆNDUR í kaupstaðaferð. Tæpast munu
þeir nú ganga svona áhyggjulausir á vegunum, eins og
þeir virðast gera þarna.
FRÓÐI, VIÐ KOMU HANS TIL REYKJA-
VÍKUR. Eins og kunnugt er, varð línuveið-
arinn Fróði frá Þingeyri fyrir bafbátsárás
alllangt suður af íslandi 11. marz síðastliðinn.
Fimm menn af áhöfninni voru drepnir. Sést
hér á myndinni hvernig stýrishúsið er sund-
urskotið. Líkkistur hinna fimm föllnu sjó-
manna eru á dekkinu sveipaðar íslenzkum
fánum.
39