Samvinnan - 01.03.1941, Qupperneq 9
3. HEPTI
Störf kaupfélagsins.
Verkalýðsfélögin hér á landi hafa ekki sýnt þann
áhuga og skilning á samvinnustefnunni og samskonar
félög hafa gert erlendis. Þeim hefur ekki skilizt það
nógu vel, að það var ekki nóg að fá hátt kaup, ef
hækkunin var um leið tekin af verkamönnunum í
hærra vöruverði. Um þetta atriði segir þannig í 25
ára minningarriti Kaupfélags verkamanna á Akur-
eyri, sem nýkomið er út: „Og frá fyrstu árum verk-
lýðsnreyfingarinnar eru þess mörg dæmi, að vinnu-
kaupendur neyttu þessarar aðstöðu til kaupkúgunar
eða til að gera hækkun á kaupi verkamanna áhrifa-
lausa á hag þeirra, með því að selja þeim vörurnar,
sem þeir fengu fyrir vinnu sína, því dýrari, sem kaup-
hækkuninni nam.“ Furða er, að verklýðsforingjarnir
skuli ekki almennt hafa gert sér grein fyrir þessu,
eftir því sem ráðið verður af áhugaleysi þeirra.
Undantekning frá þessu hefur þó verið hjá verk-
lýðsfélaginu á Akureyri, sem starfað hefur nú um 25
ára skeið undir forustu eins kunnasta verklýðsleið-
toga landsins, Erlings Friðjónssonar.
Starfsemi kaupfélagsins hófst með því, að Verka-
mannafélag Akureyrar keypti haustið 1914 nokkuð af
ameríkskum vörum, sem ríkisstjórnin hafði keypt inn.
Kaup þessi heppnuðust svo vel að félagsmenn fengu
á þennan hátt miklu betri og ódýrari vörur en hægt
var að fá annarsstaðar. í október 1915 var síðan
ákveðið á fundi verklýðsfélagsins að stofna kaupfélag,
og 21. nóv. sama ár var Kaupfélag Verkamanna á
Akureyri stofnað með 62 félagsmönnum. Formaður
og kaupfélagsstjóri var á framhaldsaðalfundi 5. des.
kosinn Erlingur Friðjónsson, og hefur hann gegnt
framkvæmdastjórastörfum jafnan síðan.
Húsið nr. 7 við Strandgötu. Vefnaðarvörudeildin.
Húsið nr. 9 við Strandgötu. Matvörudeildin.
Félag þetta átti, eins og flest kaupfélög, við mikla
fjárhagsörðugleika að stríða og átti ekki neitt til
neins. „Ekkert, nema trúna á að starfið myndi lánast
vel“, eins og það er orðað í afmælisritinu. Fyrsta hús-
næðið, sem félagið hafði til afnota var bárujárns-
skúr, sem Erlingur Friðjónsson átti og lánaði kaup-
félaginu. Mest af vörunum afhentu þó deildarstjór-
arnir, hver heima hjá sér við lítinn húsakost og lé-
legan. Og um laun var ekki að ræða fyrir þetta starf.
Vörusala félagsins varð þó þetta fyrsta starfsár 56,4
þús. kr.
Árið 1917 gekk félagið í S. í. S. Sama ár rak félagið
kolanámu á Tjörnesi, og voru þar alls unnin um 200
tonn. Árið eftir á vopnahlésdaginn keypti félagið
húsið nr. 9 við Strandgötu, og þar hefur félagið haft
aðsetur síðan og í næsta húsi nr. 7 frá því
1930, en þar er vefnaðarvörubúð félagsins
og skrifstofa.
Vorið 1919 futti félagið í hið nýkeypta
hús og opnaði þar búð. Hefst þá nýr þátt-
ur í starfi félagsins. Það hættir að vera
pöntunarfélag, en verður kaupfélag. Verzl-
unarveltan komst það ár upp í 210 þús. kr.
Árið 1927 keypti félagið fiskverkunarstöð
ofantil á Gleráreyrum. Þarna hefur félagið
síðan haft fiskverkun og verkað þarna um
20 þús. skippund af fiski og greitt um 250
þús. í vinnulaun. Þessi starfsemi félagsins
hefur því verið allþýðingarmikil fyrir fé-
lagsmenn, sem margir hafa haft þarna at-
vinnu.
Innlánsdeild hóf starfsemi sína við fé-
lagið sama árið og það hóf verzlunarstarf-
semi sem kaupfélag. Þarna hafa félags-
41