Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1941, Síða 11

Samvinnan - 01.03.1941, Síða 11
3. HEFTI S AMVINNAN Heimilið — Frú Sigríður Eiríksdóttir hjúkrunarkona hefur lofað að rita öðru hvoru i ritið um heilbrigðishætti og hjúkr- un sjúkra á heimilum. Frú Sigríður Ei- ríksdóttir hefur um langt skeið starfað fyrir hjúkrunarfélagið Líkn, fyrst við heimilishjúkrun, en síðan 1924 sem for- maður félagsins, og hefur hún þar unnið mikið og merkilegt starf. Þá er frúin for- maður í Félagi íslenzkra hjúkrunarkvenna, og hefur hún verið það síðan 1930. Sjúkrahjúkrun í heimahúsum. Ritstjóri Samvinnunnar hefur farið þess á leit við mig, að ég skrifaði nokkrar smá- greinar i blaðið, og kom okkur þá saman um, að hentugt væri að hafa efnisvalið til að byrja með umaðhlynninguoghjúkr- un sjúklinga, sem dvelja á heimilum og af einhverjum orsökum ekki er komið fyrir i sjúkrahúsum. Hér á landi er lítil almenn fræðsla um þessi efni og til aðeins ein kennslubók á íslenzku í hjúkrun sjúkra, eftir Steingrím Matthíasson, fyrrverandi héraðslækni, gefin út árið 1923. Þessi bók er nú sennilega uppseld. Víðsvegar í kaup- stöðum og sveitum landsins munu vera rúmliggjandi sjúklingar mánuðum og ár- um saman á heimilum, og hljóta þessir sjúklingar eðlilega mismunandi aðhlynn- ingu eftir efnum og ástæðum, vilja og kunnáttu þeirra, sem hér eiga hlut að máli. En gamalmenni og aðrir langþjáðir sjúklingar þurfa venjulega á mikilli hjúkr- un að halda; þeir eru oft meira eða minna ósjálfbjarga og getur góð aðhlynning bætt mjög líkamlega líðan þeirra og dregið á Kvenfólkið — Börnin þann hátt úr ömurleik þeim, sem þeir eiga við að búa. Sjúkrahjúkrunin fer auðvitað eftir því, um hvaða tegund sjúkdóms er að ræða, t. d. er nauðsynlegt að gæta hinnar mestu varúðar við alla smitandi sjúkdóma, en ítrasta hreinlætis skal gætt í meðferð hvaða sjúkdóms sem er. Það er mikilsvert atriði, að sjúklingurinn hafi næði í sjúkdómslegu sinni og er því æskilegast að honum sé komið fyrir í her- bergi út af fyrir sig. Ef um næma sjúk- dóma er að ræða, getur auðvitað ekki kom- ið til mála að hafa sjúklingana innan um annað fólk. í sjúkraherberginu eiga að vera fá húsgögn, því að þá er auðveldara að halda herberginu hreinu. Rúm og borð fyrir sjúklinginn, þvottaborð, 1—2 stólar og legubekkur eru einu húsgögnin, sem þar er þörf að hafa. Hreint loft og björt húsakynni eru heilbrigðum nauðsynleg; fyrir hinn sjúka er þetta oft einn mikils- verðasti þátturinn í bata hans. Veljið því sólríkt herbergi fyrir sjúklinginn, ef unnt er og látið glugga eða dyr standa opnar minnst þrisvar á dag í 10—15 mínútur í senn, til þess að endurnýja loftið í her- berginu. Það er með öllu hættulaust, ef þess er gætt, að sjúklingurinn sé ekki lát- inn liggja í dragsúg og að vel sé breitt ofan á hann. í sjúkraherbergi er hæfilegt að hafa 17—19 stiga hita á C. Fer það þó nokkuð eftir sjúkdóminum. Gamalt fólk þarfnast oft meiri hita og sjúklingar með mikla hitasótt minni hita. Ekki má draga fyrir glugga eða útiloka sólarljósið, nema brýn nauðsyn beri til. Sólin hefur bætandi og fjörgandi áhrif á sjúklinginn og er auk þess mjög sýklaeyðandi. Á hverjum morgni þarf að þvo húsmuni og glugga sjúkraher- bergisins úr volgu sápuvatni, ef þau þola það og síðast gólfið. Þýðingarmesta húsgagnið í sjúkrastofu er rúmið, og þarf það að vera sjúklingnum þægilegur hvíldarstaður. Bezt er að hafa rúm úr vír- eða fjaðrabotni og ekki mjög lágt. Ef unnt er, á rúmið að standa þannig, að birtan skíni ekki framan í sjúklinginn og að hægt sé að komast að honum frá báðum hliðum. Ef um mjög veikan sjúkl- ing er að ræða, er það til mikils léttis, að tveir geti hagrætt honum, sinn frá hvorri hlið. Ofan á fjaðrabotninn er lagt hlífðar- stykki úr striga, bundið niður á hornun- um. Þá er bezt að hafa góða madressu og þar ofan á 1—2 teppi, en helzt ekki undir- sæng. Ofan á teppin kemur undirlakið. Til mikils þrifnaðar er að hafa vaxdúk undir sjúklingnum; þarf hann að vera ca. 80—90 cm. breiður og svo langur, að unnt sé að festa hann beggja vegna við madressuna. Ofan á vaxdúkinn er því næst lagt hlífðarlak, sem nær út yfir vaxdúkinn og er skipt um þetta lak einu sinni til tvisvar á dag, eða eftir þörfum. Við höfða- lagið eru koddarnir lagðir, eftir því hvernig sjúklingnum finnst þægilegast. Ef hita þarf upp rúmið, er heitt vatn látið í brúsa eða flösku, en þá ber að gæta þess vand- lega, að láta tappann vel í og vefja utan um brúsann eða flöskuna ullarstykkjum, svo að engin hætta sé á því, að sjúkling- urinn brenni sig. Daglega verður að búa vel um rúm sjúklinga, einkum ef um mjög máttfarna eða magra sjúklinga er að ræða. Með því má oft hindra að á sjúklingana komi legusár, en að þeim mun ég víkja síðar. Hjá þess háttar sjúklingum er mjög ó- hentugt að hafa undirsængur, en sé ekki annars kostur, er nauðsynlegt að hreyfa daglega í þeim fiðrið og snúa þeim öðru hvoru við. Ekki þarf að færa sjúkling úr rúmi, þótt skipt sé undirlökum. Er hægt að gera það á þann hátt, að hið hreina lak er vafið frá hlið að miðju. Hjúkrunar- konan stendur hægra megin við sjúkling- inn. Losað er um óhreina lakið allt í kring. Sjúklingurinn er látinn leggjast á hliðina yfir að hinni hlið rúmsins. Koddarnir eru teknir burtu, nema hafa má smákodda undir höfði sjúklingsins. Nú er óhreina lakið vafið upp alveg að baki hans, ásamt vaxdúk og hlífðarlaki. Hreina lakið er síðan tekið og lagt eftir endilöngu, þannig að miðbrotið í lakinu liggi eftir miðju rúminu. Lakið er síðan brotið inn undir dýnuna, þeim megin sem það er lagt, sjúklingnum velt varlega yfir á hreina lakið og óhreinu stykkin tekin burtu. Þá er hinn helmingur hreina laksins lagður yfir dýnuna og brotið inn undir hana. Vaxdúk og hlífðarlaki er síðan vafið upp á sama hátt og því smeygt undir sjúkling- inn. Ef sjúklingurinn getur ekki iagzt á hlið- ina, má skipta lakinu frá höfðalagi. % hluti af hreina lakinu er þá vafinn upp eftir breiddinni, lagt fyrst undir koddann, og um leið og óhreina lakið er losað og fært niður eftir rúminu, er hreina lakið látið fylgja eftir til fótagafls. En auðvitað verður að lyfta máttförnum sjúklingum Framh. á bls. 46. 43

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.