Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1945, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.04.1945, Blaðsíða 25
 4. HEPTI SAMVINNAN Síðan Kjarval hafði sína við- frægu sýningu, hafa verið fjórar listsýningar í bænum. Fyrstur reið á vaðið Örlygur Sigurö'sson, sonur þeirra frú Halldóru Ólafsdóttur og Sigurðar Guðmundssonar skóla- meistara. Hann hefur um nokk- urra ára skeið stundað málaranám í Ameríku. Hann er bersýnilega snjall að eðlisfari og hefur stund- að nám sitt með dugnaði. Voru á sýningu hans nokkrar mjög vel gerðar andlitsmyndir og ennþá fleiri má'íverk af kýmilegum við- fangsefnum, flest góð, en sum of augnablikskennd. Fetar hann á því sviði í spor Guðm. Thorsteins- og í'iöiir sonar og munu þar leynast verk- efni fyrir marga listamenn. Það var lán Guðmundar að nema á þeim tíma, þegar enginn þótti maður með mönnum í málaralist nema sá, sem sýndi, að hann bæði gæti og vildi auka við veldi fegurð- arinnar. Örlygur er aftur á móti lakar settur að því leyti, að nú er allmikil tízka að mála með þeim hætti, að sem minnst beri á, að listamaðurinn kunni til verka. Það virðist einsætt, að Örlygur Sigurðs- son verður mjög dugandi listamað- ur, ef hann beitir meiri hörku við sjálfan sig um tækni og vinnu- brögð heldur en títt er um jafn- aldra hans vel flesta austan megin Atlantshafs. Það var ánægjuleg viðurkenning fyrir Örlyg, að myndir hans seldust að kalla má allar, þegar í stað. Menntamálaráð hefur ákveðið að fela Örlygi að mála mynd af föður hans, sem verði til minningar um hann í menntaskóla Norðurlands. Ekki er þó með þeirri pöntun stefnt að því að flýta fyrir burtför skóla- meistara úr hinu vandasama starfi, þvl að nálega allir alþingis- menn, að frátöldum sumum kom- múnistum, hafa beðið hann að hafa að engu venjuna um aldurs- takmörk, og vera enn um stund húsbóndi Akureyrarskóla. Ásgeir Bjarnþórsson hélt næstu sýningu. Hann á í allmiklum erf- iðleikum í baráttuni við tíðarand- ann. Til eru eftir Ásgeir Bjarn- þórsson nokkrar prýðilegar manna- bókina lært hjá honum. Ást hans er ótímabær. — Hann fær ást á Svanlaugu, kennara sínum, sem er að minnsta kosti 12 árum eldri. Náttúrlega sér hún ekki drengtetrið í Ijósi ástarinnar. Formaður hans, ungur fullhugi, hreppir hana. Hann hefur líka þann kost að vera maður framtíðarinnar. — En stúlkukind, stallsystir hans, manar hann til samfara við sig. Er fremur ófagurt yfir þeim verknaði Gvendar, eftir því sem höfundi segist. Með „æðisgengnum ofsa“ gengur hann að verki sínu. „En moldin hrópaði á rétt sinn úr augum hennar.“ Þá var það eðli sáningar- mannsins, sem ekki gat svikið köllun sína. En það láist hinum frumlega höfundi að tjá lesandanum, hvort það sæði, sem þannig var fram borið í „æðis- gengnum ofsa“ bar ávöxt. Ef til vill verður það efni næstu bókar höfundar að lýsa nýrri kynslóð Gvenda, sem hlotið hefur „æðisgenginn ofsa“ í vöggugjöf. — hér endar listasaga Gvendar gamla. Það er einmitt við banabeð móður hans, að „moldin“ hefur gert kröfu sína til hans, og er vel til fundið, ef maður kæmi 1 manns stað. Eftir að hafa lent í ryskingum við Jensen kaup- mann, sem neitaði honum um við í líkkistu móður hans, hleypur Gvendur á burt frá öllu saman. Er mrgu líkara en hann skipti um ham, því að nú gerist hann vinnumaður á bóndabæ. Verður úr honum hinn mesti nirfill, sem hugsar ekki um annað en safna fh þess að verða sjálfstæður maður. Þetta hafði líka aUtaf verið kenning móður hans. hegar ástin vitjar hans í annað sinn, er hann orðinn svo gersneyddur öllum listasmekk, að unnustan fær hann með engu móti til að klæðast öðru en slitnum ótrum. Það var orðið honum ástríða að ganga í göml- um fötum. Þannig missir hann þessa heitmey sína. Eftir þetta hverfur Gvendur gamli aftur til átthaga sinna og á nú ekki annað eftir en kveðja þennan heim. Ævikvöld hans er nöturlegt eins og lífið hafði verið. Hann hefur verið dreginn upp úr sjónum, þar sem hann hékk á kili síns eigin bátskríflis. Höfundur ann þessu óskabarni sínu ekki að deyja eins og maður. Samanhnipraður í flæðarmálinu, með rændan tó- bakspung Blinsa milli handa sinna endar hann hina happasnauðu sögu sína. Mér er sagt, að þessi höfundur sé formaður í Rit- höfundafélagi íslands og fái milli 10 og 20 þús. krón- ur af almannafé í skáldalaun. „Ekki er nú vakurt, þótt riðið sé,“ stendur þar, og lágkúrulega þykir mér öndvegi þessa félags skipað. Það má þó segja þessum höfundi til lofs, að hann er að mestu laus við þá sjúklegu nautn, sem sumir starfsbræðra hans virðast haldnir af, að ata sögu- menn sína í lús og alls konar óþrifnaði. Hann lætur sér nægja að hafa þá heimska, ófríða og illgjarna. Ekki þarf að kvarta yfir því, að hann hafi sparað að leggja þeim í munn ríflegan forða af blótsyrðum. Annars er málið sæmilegt á bókinni, en stíllinn mátt- laus, og margar setningar eru með kiljönskum blæ, ef þær eru þá ekki blátt áfram fengnar að láni hjá þeim höfundi. Það er furðulegt til þess að vita, að félagsskapur, sem kennir sig við „mál og menningu“, skuli dreifa þessum grefils óburði í þúsundum eintaka út yfir landsbyggðina. Eða álíta þeir vísu herrar, sem stjórna félaginu, að Gvendareðlið eigi að verða arfur íslend- inga þeirra, er nú byggja þetta land? Anna frá Moldnúpi. 129

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.