Samvinnan - 01.04.1945, Blaðsíða 23
4. HEFTI
SAMVINNAN
ANNA FRÁ MOLDNÚPI:
„Innan sviga“
„Innan sviga“ heitir ný skáldsaga eftir Halldór
Stefánsson. Bókin er ekki neitt stórverk, hvorki á
sviói efnis né anda. Það er að segja, hún er ekki löng
og söguefnið lágkúrulega illkvittnislegt.
Höfundur leiðir fyrst fram á sjónarsviðið umkomu-
lausan dreng. Hann lofar í fyrstu ekki svo litlu eftir
því, hvernig skapgerð hans er lýst. Hann er rólyndur
og ósollhneigður, gæddur sínum sérstæðu hugmynd-
um um hlutina umhverfis hann, uppfinningasamur
á barnslegan mælikvarða, elskar mest af öllu bláma
himinsins og ósnortna tign hafsins. „Hljómar og
stef náðu auðveldlega eyrum hans, og frásagnir voru
honum sannur veruleiki."
Það mætti ætla ,að drengur’ með svona auðsæja
listamannshneigð ætti að verða eftirlætisgoð skálds-
ins, og með honum ætlaði það að túlka fegurð og
samræmi lífsins. En mörgum mun bregða í brún, að
hann skuli verða hinn mesti hrakningur sögunnar,
sem skáldið hefur á hornum sér út í gegn. Saga lífs
hans og dauða renna saman í eitt og verða andláts-
saga hans.
Uppruna Gvendar, svo er hann jafnan nefndur, er
ekki lýst sérlega höfðinglega. Móðir han var sverust
að neðan og mjókkaði upp eftir, endaði loks í gráum
toppi. Höfuð hennar var, eins og von er til eftir lýs-
ingu þessari, ekki sérlega frjótt. Móðurkennd hennar
átti rót sína að rekja alla leið niður í dýraríkið. Hana
sveið í hjartað, þótt höfuðið gæti ekki ályktað. Fað-
erni hans er hulinn leyndardómur. Það eitt fáum við
að vita, að hann var getinn í þennan heim eina regn-
manneldisráð hér á landi. Má ætla, að það hafi síðan
starfað að rannsóknum á fæði þjóðarinnar, þó að
almenningi hafi ekki verið birt nema bráðabirgða-
skýrsla um árangur þess eða niðurstöður, enn sem
komið er. (Sjá: Andvara 1942, bls. 24—36). Ekki verð-
ur séð, að það hafi áorkað miklu við löggjafarvald
°g landsstjórn til fyrirgreiðslu um útvegun þess varn-
ings almenningi til handa, sem sérstök þörf myndi á
tíl bættra hollustuhátta. T. d. hafa ávextir verið eins
konar bannvara hér um mörg ár, og þegar þeir hafa
fengizt, hafa þeir verið tollaðir svo sem væri þeir
ulveg sérstaklega viðsjárverður munaður. Hitt mun
Þó sönnu nær, að í fæði þjóðarinnar sé ekki eins
hiikill hörgull á nokkru bætiefni og því, sem ýmsar
tegundir ávaxta eru allra matvæla ríkastar af (C-
fjörvi). Eru garðávextir hin helzta uppspretta þessa
hér innanlands, en ætla má, að eftir sólarlítil sumur,
sem hér koma oft, sé garðauppskeran ekki sérlega
hlaðin C-fjörva, þó að rannsóknir hafi að vísu ekki
sama haustnótt, þegar ekkert skip var statt þarna við
land.
Ekki er hægt að renna grun í hugsanir skáldsins.
En varla er líklegt, að hann telji Gvend kominn af
listamannseðli. Varla getur hann hugsað sér, að list-
hneigðin girnist það hold, er hann lýsir í móður
Gvendar síns. Þessi konuóskapnaður á þó óskoraðan
vilja og viðleitni til þess að hlýða í öllum hlutum
settum og viðurkenndum lögmálum þorps síns. Hún
er eins og aðrir þorpsbúar, sem lítt taka henni fram,
fjötruð í viðjar vanans undir hrammi grimms
einokunarkaupmanns aftan úr forneskju, er Jensen
heitir (sbr. Bogesen Kiljans). Við fáum fremur ein-
falda og ólistræna lýsingu af kaupmanni þessum.
Hann ejr um 30 fjórðungar af spiki, en hvers konar
form það spik hefur tekið á sig láist skáldinu að lýsa.
Sál hans er víst eitthvað ámóta óákveðin, enda er
ekki þess að vænta, að þar takist betur til með „sam-
setningu frumeindanna.“
Með öllum þessum búnaði um tilkomu Gvendar í
heiminn, held ég, að höfundur vilji leitast við að
sanna okkur fáfróðum mönnum hið svonefnda Mend-
els lögmál, sem er í samræmi við okkar gamla, góða
orðtak, að ekki geti komið dúfa úr hrafnseggi. Þetta
vissu feður vorir, jafnvel löngu áður en Mendels færði
sönnur á það.
Það gengur allt stórslysalaust með drenghnokkann,
þangað til að sá óheillavænlegi atburður skeður, að
hann rambar í kirkju með móður sinni. Þrátt fyrir
það, að kirkjan var full af súg, sváfu þar allir nema
Gvendur. Hann tekur upp á því, sem sízt skyldi verið
hafa, að hlera eftir presti og heyrir sér til mikillar
undrunar, að það eru raunar orð, sem presturinn fer
með, og meira að segja er hægt að fylgjast með því,
sem hann segir.
En ekki fæ ég betur séð en höfundur leggi hér fram
glögga sönnun fyrir því, að það sé sannleikur, er okkar
verið gerðar — eða a. m. k. ekki verið birtar — um
mismun í því tilliti eftir árferði.
Af framansögðu má ráða, að um sinn er ekki for-
göngu að vænta af stjórnarvöldunum til úrbóta þessu
málefni. Stuðnings úr sömu átt, svo sem með sann-
gjörnum tollaákvæðum eða tollfrelsi á því, sem mestu
varðar, er heldur ekki að vænta, fyrr en sterkur al-
menningsvilji kúgar þær réttarbætur fram. Menn
þurfa því sjálfir að hefjast handa, einir sér eða fleiri
saman um það að skapa og umbæta möguleikann til
þess, að hægt sé fyrir almenning að færa mataræði
sitt í hollustusamlegra horf, og vera jafnframt sam-
taka þeim fræðimönnum, sem ábyggilegastar leið-
beiningar geta gefið í þessu tilliti, um að útbreiða
skilninginn á þörf fyrr umbætur. Og síðast en ekki
sízt þurfa menn að verða samtaka um að skapa nýja
tízku á þessu sviði, því að geigurinn við það, að breyta
til frá venjum umhverfisins, veldur þrálátastri tregðu
gegn öllum þörfum umbótum í þessu efni sem öðrum.
(Framhald).
127