Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1945, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.04.1945, Blaðsíða 28
SAMVINNAN 4. HEFTI arnir hittast á fyrsta farrými, ýmist eru það nokkrir embættismenn, útlendur ferðamannahópur eða þá þingnefnd. Þar kann og að vera kóngssonur sunnan úr Persíu, leikflokkur, allra stétta menn. Stundum eru þar ungar blómarósir einar síns liðs og fegnar því, að þeim sé gerður smágreiði. Andrés kannaðist við þær. Eftir afrek sitt í höfuðborginni var Andrés hinn öruggasti í framgöngu. Hann var sér þess nú meðvit- andi, að hann gæti leikið ráðherra — engu síður en réttan og sléttan kyndara — svo vel að fólk léti blekkjast. Því skyldi hann ekki bera höfuðið hátt? Að vísu er hann ekki með öllu laus við ótta, þegar skipið leggst að bryggju í einhverjum smábænum. Enginn veit, hvað fyrir kann að koma. En skipið lætur aftur úr höfn og heldur leiðar sinnar. Honum hlekkist ekki á. Hann situr í þægilegum tágastól á þilfarinu og tottar vindil. Fjöll, eyjar og sker svífa fram hjá. Hvert er hann að fara? Hann er á leiðinni til nýrra ævin- týra, leitar nýrra gerva. Ef til vill verður hann kóngs- sonur á morgun — hver veit Líf hans er undursam- legt ævintýr, og þessu ævintýri gefur hann sig ger- samlega á vald og lætur svo reka á reiðanum. Hann er að vísu hvorki Julius Cæsar né Scipio Afrikanus, en hann er til í að hætta sér á hinn hálasta ís, fara tæpustu vöð. Gagnvart veröldinni stendur hann einn, og hann hefur hugsað sér að leika sér að henni og telur sig líka hafa ráð á því. — Vörubjóður? Vörubjóður ertu í þetta sinn. — Hann spígsporar um þilfarið, og það er honum ó- blandin ánægj a að sökkva sér niður í líf og hugsunar- hátt þeirrar persónu, sem hann nú er að skapa. — Hansen vörubjóður. Móðir þín heitir María, og þú átt systur í Björgvin. Þar varst þú í skóla og manstu ekki eftir gamla yfirkennaranum, sem kenndi þér latínuna? Og hvað hefur þú verið lengi í þessum verzlunarferðum? Rétt fimm ár og haft aðalumboð fyrir firmað Greenwich í Manchester. All right. — — Stillt veður í kvöld, herra Hansen, — segir stýri- maðurinn um leið og hann gengur fram hjá með píp- una sína í munnvikinu. — Indælt, — segir herra Hansen. — Heyrið þér annars, stýrimaður. Væri ekki vel til fallið að fá ein- hvern til þess að spila og fá sér snúning hérna á þil- farinu? Mér sýnist það á kvenfólkinu, að það langi í dans. — — Við sjáum til, — segir stýrimaður. Dag einn bætist maður í farþegahópinn, sem Andrési varð í meira lagi starsýnt á. Þetta var maður spengi- legur á velli, sérlega snyrtilegur í klæðaburði, með gullfesti um úlnliðinn. Framganga hans- var bæði frjálsmannleg og fyrirmannleg. Röddin var hljómþýð og fögur. Þegar hann talaði, brosti hann ofurlítið út í hægra munnvikið, og brosið var ómótstæðilegt, eins og raunar maðurinn sjálfur. Andrés tók ósjálfrátt að halda sig í námunda við þenna höfðingja. Sumir menn hafa eitthvað undar- lega laðandi við sig. Það er eins konar hljómfall í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur. Andrés var allt í einu orðinn sérlega óánægður með sjálfan sig. Hann þráði heitt og innilega að breyta til, líkjast þessum mann og freista að taka á sig hans gervi. Honum var hrein unun að tala við hann og hlusta á hann tala. Og hann tók að spyrja sjálfan sig: Getur þú orðið eins og hann? Átt þú í sál þinni þá hörpu, sem hægt er að leika á svo ljúft lag? — Farþeginn fór af skipinu, en Andrés gat ekki gleymt honum og hélt áfram að dreyma sig inn í líf hans og persónu. Og einn góðan veðurdag yfirgaf Andrés einn- ig skipið og lagði land undir fót. Skipstjóri og stýri- maður veifuðu til hans í kveðjuskyni. — Sælir! Og sjáumst heilir, — sagði Andrés. Seinna, þenna sama dag, er Andrés í óða önn að æfa sig fyrir framan spegil í herbergi, sem hann hefur leigt sér á hótelinu. Ef maður ætlar sér að verða að norskum verkfræð- ingi frá Alaska, þá nægir ekki til þess hið ytra gerfi eitt saman, ekki heldur að tileinka sér lyndiseinkunn hans og framkomu. Til þessa þarf einnig að hafa svolitla nasasjón af verkfræðinni sjálfri, jafnvel þótt ekki sé til annars en að geta tekið sómasamlegan þátt í samræðum farþega á skipsfjöl. Andrés verður að fara í bókabúðirnar og lesa sér síðan til sitt af hverju. Þess á milli æfir hann sig fyrir speglinum og tileink- ar sér daglega framkomu háttu og kæki hins glæsi- lega verkfræðings. Hann settist niður og stóð upp með sérstöku lagi, og hann sló eins konar takt með hægri hendinni þegar hann sagði skoðun sína. En fyrst og fremst var það þetta fyrirtaks bros. Þessum einkennum varð ekki náð fyrirhafnarlaust, og Andrés leggur sig fram og raular í hálfum hljóðum. Stundum verður hann örþreyttur og lekur niður í stól til þess að hvíla sig, og fyrir kemur það, að honum er næst skapi að hætta við allt saman. En stundum er hann líka í sjöunda himni við starf sitt, eins og innblásiinn listamaður. Þannig líður og bíður. Þei’na, sem var að ræsta stiga á hótelinu, sér mann, sem hún ekki ber kennsl á, koma niður stigann. — Fyrirgefið fröken, — segir hann. — Hansen vinur minn fór áðan með strandferðaskipinu. Hann bað mig að greiða fyrir sig reikninginn og sjá um, að dót sitt yrði sent með næstu skipsferð norður um. — Sjálfsagt, — svarar þernan og stokkroðnar, þegar maðurinn rennir til hennar auga um leið og hann stingur að henni vænum skildingi. Síðan hófst nýtt ferðalag. Hann sökkti sér niður í þessa nýju persónu og það var því líkast að kanna óþekkt land. Hann þurfti að svipast vandlega um. — Ójá, svona er þá hans sjón- deildarhringur. — Og hann kunni prýðilega við sig í þessu nýja umhverfi. — Þetta átti ég eftir, þótt ýmis- legt hafi ég brallað. — Það, sem hann var búinn að lesa um Alaska, varð að persónulegum endurminn- ingum hans sjálfs. Þarna hafði hann rekið námu- gröft í stórum stíl, og hann minntist þess að hafa oft komizt í hann krappan í skiptum við námuverka- mennina, sem beittu skammbyssum á stundum. Hann mundi stjörnubjartar nætur og söng ungra Indíána- meyja. Þetta var heillandi líf. Hann hitti ýmsa fornkunn- ingja frá fyrri ferðalögum, en þeir þekktu hann ekki. Hann kýmdi, þegar amtmaðurinn, sem þótzt hafö1 of góður til að kynnast Hansen vörubjóði, bauð nú umsvifalaust Star verkfræðingi sæti við hliðina á sér. Bak við grímuna skemmti hans innri maður sér við (Framhald). 132

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.