Samvinnan - 01.01.1952, Síða 8
olíudeiluna
í Iran?
Þeir hafa lagt fram
ítarlegar tillögur
um lausn málsins
DEILAN UM OLÍUNA í íran er
eitt alvarlegasta vandamál, sem nú
er óleyst þjóða í milli. Svo mikið er
þar í veði, að menn hafa talið deil-
una geta leitt til heimsstyrjaldar, þótt
svo hafi sem betur fer ekki orðið enn.
Deilan er ekki síður örlagarík vegna
þess fordæmis, sem hún hefur gefið
öðrum þjóðum Austurlanda í við-
skiptum sínum við hinar gömlu ný-
lenduþjóðir, og nægir að benda á
Súezdeiluna sem dærni um fyrstu af-
leiðingarnar á því sviði.
Það, sem deiluaðilar halda fram,
er í stórum dráttum sem hér segir:
Persar segjast eiga auðlindir síns
lands, vilja tryggja sér allan eða sem
mestan afrakstur olíuvinnslunnar og
hafa til þess þjóðnýtt eignir og rétt-
indi Brezk-íranska olíufélagsins í
íran.
Bretar segja hins vegar, að hefðu
þeir ekki byrjað olíuvinnslu í Iran
væri óvíst, hvort þar væri enn unn-
inn dropi úr jörðu, því að Persar hafi
hvorki kunnáttu né fjármagn til slíkra
framkvæmda. Þeir segjast hafa gert
ótvíræða samninga við Persa, bjóðast
til að endurskoða þá samninga og
tryggja Persum meiri arð af olíu-
vinnslunni, en telja það beint brot á
samningnum að þjóðnýta Brezk-
íranska olíufélagið.
Það er hverju mannsbarni kunnara
en frá þurfi að segja, hvað gerzt hef-
ur í deilu þessari: Samningatilraunir
Bretans Stokes og Ameríkumannsins
Harrimans við Móhammed Mossa-
dek, forsætisráðherra í Teheran, sem
engan árangur báru að talizt gæti;
æsingar í Iran, ekki sízt í olíuvinnslu-
borginni Abadan; olíuvinnslan stöðv-
uð og olíuskipin miklu sigla tóm til
heimahafna sinna; brottflutningur
brezkra starfsmanna frá Abadan og
brezk heitiskip úti fyrir höfninni. All-
ir þessir viðburðir eru í fersku minni.
En sú fregn hefur vafalaust farið
framhjá öllum þorra lesenda, ef henn-
ar hefur nokkru sinni verið getið í
blöðum eða útvarpi, að skömmu áð-
ur en Averill Harriman, hinn reyndi
og kunni sendimaður Trumans
Bandaríkjaforseta, lagði af stað til
Teheran í sáttaferð sína, kom maður
til Washington vestan úr sveitum og
bar fram tillögur um lausn hinnar al-
varlegu deilu. Maðurinn heitir Ho-
ward A. Cozvden og hann lagði fyrir
Truman tillögu um lausn olíudeilunn-
ar í tíu aðalliðum.
Howard A. Cowden er einn af
merkustu Ieiðtogum amerískra sam-
vinnumanna og framkvæmdastjóri al-
þjóða olíusambands samvinnumanna.
Þær tillögur, sem hann lagði fram, eru
í stuttu máli á þessa leið:
1) Réttur Persa til að þjóðnýta olíu-
lindirnar verði viðurkenndur.
2) Brezk-íranska olíufélagið haldi
eignarrétti sínum á olíuskipum
og dreifingarkerfi olíunnar.
3) Komið verði á fót alþjóðlegu
samvinnufyrirtæki til vinnslu^
hreinsunar, flutnings og dreifing-
ar olíu, og geri það samninga til
langs tíma við Breta og Persa.
4) I stjórn hins nýja samvinnufé-
lags verði þrír Persar, þrír Bret-
ar og þrír fulltrúar frá notendum
olíunnar.
5) Hið nýja samvinnufélag greiði
ríflega leigu til íran fyrir lejdi til
olíuvinnslu.
6) Hið nýja samvinnufélag greiði
ríflega leigu til Breta fyrir not
af dreifingarkerfi persnesku olt-
unnar.
7) Hvert þeirra ríkja, sem kaupa
persneska olíu, skal eftir ákveð-
inn tíma fá tækifæri til að kaupa
þau mannvirki til dreifingar
olíunni, sem eru í landi þess.
8) Hið nýja samvinnufélag endur-
greiðir ágóða sinn til Indlands,
Pakistan, Ástralíu og annara not-
enda olíunnar.
4