Samvinnan - 01.01.1952, Side 10
^Sm ct íci cL
renc^ur
Smámyndir frá aldamótaánmum
I.
Þokan grúfði yfir dalnum, blýþung
og úrsvöl, seig niður að hafinu, huldi
eyrarnar, og sendi að öðru liverju
hregggráar úðagusur suður yfir
byggðina. Uðahjúpurinn lá eins og
grár möttull yfir gróinni jörð, beygði
niður puntföxin og blómleggina og
draup af stráunum.
Heima á Grund var óvenjulega
dauflegt umhorfs. Kringum bæinn
var dálítill blettur sleginn, hirtur og
gróinn aftur þéttum þela. Annars var
taðan í sæti um allan völlinn, og sát-
urnar orðnar hvítgular utan, lágar,
signar og afmyndaðar af þunga
margra súldardaga. Niður á bæjar-
grund var heyið í reglulegum drílu-
flekkjum, og dríluraðir flekkjanna
beinar, gulnað beyið skar glöggt af
við slegna jörð.
Yfir bænum sjálfum sást ekki ann-
að lífsmark en reykurinn, sem lippað-
ist í þéttum hnoðrum upp úr strompn-
um, leitaði óðar niður á þekjurnar og
læddist með jörðu, suður brekkuræt-
urnar. Húsfreyjan var ein heima við
búseldinn. Jafnvel hundarnir voru á
engjum. Fólkið var að heyja suður í
Grænamó. Piltarnir slógu á skyrtunni,
blautir þó á öxlunr og lendum, hálf-
loppnir með blauta vettlinga, allir
nema jón bóndi. Hann sló berhentur
og funheitur, vissi sjaldan til veðurs
„sá gamli“ fyrir ákafa og hamförum
að verki, sögðu piltar hans. Stúlkurn-
ar voru að rakstri. „Alltaf megum við
kássa þessari dellu,“ sagði Rúna
kaupakona. „Það væri betra að fá
hressilega rigningu, svo að gamli
maðurinn færi að athuga rakstrar-
veðrið.“ En engin þeirra vildi verða
fyrst til að kvarta við húsbóndann.
II.
Siggi smali kúrði undir Stórasteini
fram á Grundardal. Fyrstu vikumar
eftir fráfærurnar hafði hann setið yf-
ir uppi á heiði. Þá liðu dagarnir, hver
af öðrum, bjartir og hlýir, með sól-
skim og sunnanvindi. Þar voru ærn-
ar dauðspakar, á beit í gróandi mýr-
arflám, sem seint hafði leyst undan
klaka, eða í víðinum og sandtöðunni
á börðum. Hann hafði haft nóg af
bókum, er húsfreyjan lánaði. Oft
skapaði hann sér draumsýnir úr bók-
anna heimi. Hann flutti hin fjarlægu
undralönd bókanna heim til sín og
setti þau niður á víðáttu heiðarinn-
ar, klæddi söguhetjurnar eigin holdi
og blóði, var þessi í dag, en önnur á
morgun. En oftar lifði hann þó í veru-
leika umhverfisins, og starfsþráin tók
hugann fastan. Hann átti sér bólstað
sunnan í Skollhólnum. Hóllinn var
óreglulegt brúgald af hellugrjóti og
mold, og gróður milli steinanna. Þar
hafði Rebbi einu sinni átt greni. En
bj^ggingar smalans skyldu nú ekki
verða neitt „greni“. Hver hella í vegg-
ina var valin af nákvæmni, felld með
umhyggju við hina næstu, lag á lag
ofan. Hér átti að koma smámynd af
bænum hans heima, eins og hann yrði
þegar hann reisti allt við. En vegg-
irnir voru ekki nema hnéháir, þegar
þokurnar komu og hröktu hann nið-
ur af heiðinni með hjásetuna og ofan
á dalinn.
III.
Gamla, þykka hríðarúlpan hans
Jóns bónda var skjólfat hans og
ábreiða undir steininum. Hún var
græn af elli, grá af dögg. En hlýhugur
búsfreyjunnar fylgdi henni. Ekki
mundi mörgum konum hafa hug-
kvæmst að láta hann hafa með sér
slíkt höfuðþing. En bækurnar sínar
lánaði hún ekki, þegar úrkomu var
von. Hér var allt ömurlegt, einkum
í dag. Inn í þrengslum afdalsins var
þokan síðari, úðaskúrirnar langærri.
Hér var ekki hægt að byggja, ekki
að lesa, og ærnar miklu óspakari,
sóttu upp í þokuna, leituðu heiðar-
innar. Þó mátti treysta á fastar venj-
ur þeirra. Þegar þær lögðust úr nón-
inu, lágu þær oftast 1—2 stundir.
Þann tíma var ekki annað að gera
en liggja undir úlpunni, nasla í nestið
og láta sér leiðast. I dag sem oftar
reikaði hugurinn yfir liðna æfi.
IV.
Ut með firðinum rís hamrafjall,
ógengt með sjó, nema með háfjöru.
Utan við hamrana var láglendi. Þar
stóð bærinn hans, Brimnes. Pabbi
•lians var þar fæddur og uppalinn.
Þar höfðu þau pabbi hans og mamma
byrjað búskap fyrir 15 árum. Hann
var elztur barnanna. Umhverfið þar
var jafnan í huga hans á daginn og
draumum hans um nætur. Víðsýni
um, en endalaust haf norður. Sólin
hvarf ekki á vorin og reis aldrei í
18 vikur á vetrum. I austn og vestri
fjöll í fjarska, handan fjarða og
nesja. I suðri reis Múlinn, með græn-
um hlíðum að bænum. Þarna var
kóngsríkið þeirra, sérstætt, afskorið
frá öllum öðrum mannabyggðum,
auðugt af gæðum lands og sjávar.
Rekaviðurinn lá í röstum í fjörunni;
þar mátti vænta margrar nýlundu,
stundum óvæntra bappa. Eggver var
þar, selveiði og allskonar fugl. Fjöru-
beitin óbrigðul og kjarninn í landinu,
svo að þeirra fé var fallegra og vænna
en annara. Og svo var nú bærinn
hans. Hver veggur var hlaðinn úr
köntuðu grjóti, upp í gegn, allir
hlaðnir af pabba eða afa. Ekki var
eymt í viðina, hvorki máttarviði eða
þiljum. Hann sá fyrir sér marga fjöl-
ína, breiðar, þykkar, úr hörðum
rauðaviði. Allt var smíðað og reist af
þeim feðgum, föður hans og afa.
Blessun hafði vaxið með barni hverju
í því búi. Hann var elztur, 14 ára,
fernrdur í vor, vanur því seinustu 4
árin að vera bóndinn, ef faðirinn var
að heiman. Lágur vexti, en hraustur,
traustur, þrekinn, kunni hann að
standa undir ábyrgð fullorðins. Það
mun hafa verið um þetta leyti í fyrra,
að þeir feðgar voru að slá sílgrænt
töðugresið suður í hvömmunum,
ræktað af foki úr fjöru og framburði
úr fjallinu. Pabbi settist á stall í
(Frh. á bls. 8)
6