Samvinnan - 01.01.1952, Blaðsíða 12
Sm ci ía Ji
rencýur
(Frh. af bls. 6)
brekkunm og horfði á kappið í
drengnum: „Einhverntíma verður J'iú
kóngur hérna í litla ríkinu. Þig skort-
ir hvorki elju né áhuga. Ég kvíði þt í
ekki, að mig vanti ellistoðina.“
Reiðarslagið mikla kom um síðustu
jól. Pabbi hans fór inn á Eyri, um
fjörur, með morgunfjörunni á Þor-
láksdag. Hann tók kvöldfjöruna til
haka. En skömmu eftir för hans af
Eyrinni brast á fárviðri. Eyrarmenn
töldu víst að hann hefði sloppið norð-
ur fyrir. Heima var beðið og vonað
alla hríðarhviðuna um jólin. Aldrei
kom hann heim. Ur nýárinu gerði
stillur og bezta sjóveður. Þá mönnuðu
Eyrarmenn stóran bát að sækja reka
út á Brimnes. Þá var lnn veika von
horfin. Aldrei hefur síðan til hans
spurzt. Nú var drengurinn bóndirm
til vors. Bjargaði reka og hagnýtti,
hirti féð og kom öllu vel fram. I vor
var allt selt á uppboði, fénaður og
búslóð. Þrjú elztu börnin fóru í dvöl
hjá vinum og frændum. Mamma fékk
kofa á Eyrinni með tvö þau yngstu.
Til hrepps þurfti ekki að leita.
Hann sá allt fyrir sér. Bærinn einn
og yfirgefinn. Túnið óslegið. Grasið
greri yfir gullin þeirra systkina og
húsin hans litlu. Selur sefur á steini.
Æðarfuglinn „ummar“ á bæjarvíkinni
í stórum flotum. Rekinn óhirtur.
Skyldi nú ekki eitthvað stórmerkilegt
vera að þvælast þar í öldugjálfrinu?
Skvldu nú ærnar frá Brimnesi hafa
nokkursstaðar tollað í kvíum fram í
sveit? Eða sauðirnir þeirra? Skjddi
ekki féð þeirra hafa ratað út yfir fjall,
út Breiðaskarð, leiðina sem það var
rekið suður yfir í vor? Ætli það sé nú
ekki allt á gömlu slóðunum? Og Rauð-
hjálma og Búkolla hvor á sínum bæ,
með ókunnugum kúm, þær sem aldrei
máttu hvor af annari sjá. Og mamma
mjólkurlaus á Eyrinni. Hver mundi
nú gá að Stjána og Stínu, þegar hún
var í fiskþvotti? Og hann sjálfur ein-
mana, horfinn og hrifinn frá öllu sem
hann unni. En hann átti ekki að
kvarta. Góðan fékk hann samastað.
Hún Björg húsfreyja átti ekkert barn-
ið sjálf. Hún var dul, hóglát, en hlý.
Ekki vantaði umhyggjuna. Hún kom
að rúminu á kvöldin, vafði að hon-
um sængina, vakti hann hlýlega að
morgni, bjó hann vel að fötum og
plöggum og ríkulegu nesti.
Nei, ekki að víla eða vola. Hann
skyldi verða rnaður. Byggja aftur úti
á nesinu sínu, betur og meira en for-
feður hans. Hann skyldi læra tækni
hins nýja tíma. Ríkið hans skyldi þar
aftur rísa, og nú ekki kotríki . . . Val-
ur flaug niður úr þokunni. Hópur af
spóum hervæddist og brýndi hvella
raust. Hann hratt af sér úlpunni. Ærn-
ar höfðu gleymst um stund. Allar
voru þær risnar á fætur og horfnar.
Hann rakti daggslóðirnar inn dalinn.
Taldi smáhópa á eyrunum með ánni,
gætti sérstaklega að þeim dökkleitu.
Loks vantaði aðeins 11. Forubílda er
ein þeirra. Hann rakti enn daggslóðir.
Það er óbærileg skömm að týna úr
hjásetu. Upp með Lambárgili finnur
hann þær Ioks, þær voru að hverfa í
þokuna. Það er kominn kvíatími.
Hann heldur heimleiðis með ærnar.
V.
Um kvöldið rofnaði þokuhjúpur-
inn. Það kyrði. Sumir hnjúkar voru
þokulausir. Annars staðar voru kyr-
lát þokubelti í miðjum hlíðum. Sól-
roða sló á hnjúka í austri, úr skörðum
Vesturfjalla. Jón bóndi vissi það óræk-
an þurrkboða. Nú fór þurrkdagur í
bönd. Það voru nú nokkru meiri von-
ir bundnar við uppbirtu á fimmtudag
en þriðjudagsglórur.
Bóndi vaknaði fyrir sólarupprás,
athugaði öll veðurmörk, rölti inn og
fram, vakti fólkið, þó að ekkert væri
hægt að vinna að heyi fyrir daggar-
sjónum á jörðinni. En áður en full
þurr var döggin, var tekið að dreifa.
Siggi var vakinn. „Er búið að
mjólka?“ „Onei, en ánum verður
sleppt í dag, Geiri hóar þeim heim í
kvöld. Þú kemur í þurrkinn með
hinu fólkinu.“
Hann var fljótur á fætur. Piltarn-
ír báru sætið sundur, en hann var
settur til úrsláttar með kvenfólki.
Klukkan 10 var öll taðan flöt. Fólk-
inu var skipt til snúnings, tveir og
tveir saman. Félagi Sigga var hann
Stjáni, strákur af Eyrinni, nýkominn
í sumarvist. Fátt áttu þeir sameigin-
legt. Stj áni vildi helzt alltaf vera að
gera „eitthvert sprell“. Honum fannst
Siggi „mesti þumban“.
Ekki var kvik á nokkru strái. Tí-
bráin titraði, loftið var þrungið af sól-
skini, af unaði sumarsins. Blómin
breiddu út krónurnar. Laufblöðin
teyguðu birtuna, þyrsti í ljósið eftir
margra vikna dumbungsveður. Mýið
hófst á loft í þéttum hnöppum, iðandi
og dansandi. Fiðrildi og hunangsflug-
ur svifu milli blómhnappa.
Sauðféð leitaði forsælu, lá jórtr-
andi undir steinum og börðum. Hest-
arnir lágu í grasbollum undir hlíðar-
rótum, néru makkanum við jörðina,
lömdu af sér flugur með taglinu.
Kýrnar leituðu í dýpstu kíla og tjarn-
ir, úðuðu stör og fergin, sperrtu hal-
ann, slógu honum um hrygg og lend-
ar. Hundarnir lágu á varpanum, laf-
móðir með lafandi tungu.
Fuglarnir voru allir á ferli, sungu
nýjum rómi, ljúfar og glaðar en áður.
Ár og lækir virtust einnig hafa vakn-
að. Það var svo hljóðbært, að niður
þeirra heyrðist gleggra en áður. 011
náttúran virtist halda hátíð í dag,
Jmingin unaði og algleymi, eins og
engin lífvera mundi í dag að þetta
land ætti annað að bjóða en sólskin
hásumarsdaga.
Aðeins mennirnir urðii að erfiða og
amstrast, loka augunum fyrir dá-
semdum umhverfisins, taka á sig
áhyggjur, alls þess glaða lífs, er lifði
fyrir líðandi stund. Tveir og tveir fara
um flekkina, ekki saman að eigin vali,
heldur að skipun húsbóndans. Snúa,
snúa, snúa, sömu hreyfingar, langar,
nærri endalausar stundir. „Kra, kra,
kra,“ sögðu tindarnir við stráin. Svit-
inn draup af hverju andliti, leður-
skórmr urðu harðir og hálir sem gler,
fötin loddu við líkamann. Menn fór
fljótt að verkja í kálfana af enda-
lausu labbi. Flestir urðu berfættir og
svo fáklæddir sern framast mátti,
(Frh. d bls. 18)
8