Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1952, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.01.1952, Blaðsíða 14
ábyrgðarlausa og óskoraða valds. Því líkist hann illa uppöldu barni eða villimanni, en villidýri fremur en manni, þegar verst lætur.“ — (Mc Dougall.) Heilbrígt félagslíf — vörn gegn múgœði og nnúgsefjun. Einstaklingshyggjumenn fyrri tíma (Ibsen, Nietsche) vantreystu öllu fé- lagslífi, þar eð þeim var ljóst, að vits- muna- og siðferðisstig einstakling- anna bíður hnekki í múgnum, og bann er næmur fyrir sefjandi áhrifum lýð- skrumara og áróðursmanna. Þeir hugðu, að maðurinn næði mestum þroska í einverunni eins og tréð verð- ur stundum beinast og hæst á lier- svæði. En það er ekki rétt álit, og kemur af því, að þeir gerðu ekki greinarmun á mismunandi tegundum félagslífs. Menn þarfnast stundum tóms og ein- veru til þess að sökkva sér niður í viðfangsefni og vera með sjálfum sér. Einstaklingshyggjumennirnir skildu það rétt, að samræming og einhæfing á uppeldi manna, þar sem allir eru steyptir í sama mót, leiðir til stöðn- unar. Menningarleg þróun gerist ekki, án þess að upp vaxi menn með frjálsri skapgerð, sjálfstæðir hugsuðir, rýn- endur og efamenn, er dirfsku hafa til að hugsa og álykta af eigin dáðum, þótt niðurstöður verði aðrar en venj- ur hafa helgað. En persónuleikinn þróast aðeins í mannlegu samfélagi. Ef einstaklingshyggja merkir virð- ingu fyrir þroska persónuleikans og samhyggja (kollektivism) virðingu fyrir gildi félagslífsins, þá er þetta tvennt ekki andstæður, heldur styður hvað annað. Menn verða ekki að mönnum nema í mannlegu samfélagi. Múglíf það, sem einstaklingshyggju- mennirnir fældust, auðkenndist af skorti á heilbrigðum, mannlegum tengslum. Ráðið gegn múglífi er endursköp- un auðugra félagslífs, heilbrigðrar samhyggju og samvinnu í staðinn fyrir einhæfa hópmennsku. Þar sem félagslífið er auðugt og traust, skap- ar það mótvægi gegn múgsefjun og hvers konar lýðskrumi. Frá þessum bæjardyrum skoðað er endursköpun félagslífsins eitt af mikilvægustu við- fangsefnum samtíðarinnar, því að heilbrigt félagslíf er brjóstvörn gegn hættulegasta óvini lýðræðisins, múg- skruminu. Þetta atriði ættu alþýðu- hreyfingar samtíðarinnar að virða meir en gert er. Með aukinni þróun tækninnar, sem kemur m. a. fram í stórbættum sam- göngum og víðtækum heimsviðskipt- um, er svo komið, að slagorðið „Einn heimur — eða enginn“ felur í sér sorg- legan sannleika. Trúlega er nú meiri þörf á gagn- kvæmri hollustu allra manna en nokkru sinni fvrr, bæði tii sjálfsvarn- ar og verndar þróun og menningu. Þessi staðreynd kemur mörgum til að ætla, að slík alþjóðahyggja yrði bezt framkvæmd með því að litlar félags- heildir — t. d. einstakar þjóðir — hyrfu eða rynnu saman við stærri heildirnar. Ef ættjarðarást og þjóð- ernishyggja væri ekkert annað en sér- hyggja ákveðins hóps („right or wrong — my coiintry‘?), myndi hún hindra heilbrigða alþjóðahyggju. Þess vegna hafa margir alþjóðasinnar hallazt að því, að allar tegundir ætt- jarðarástar séu til óheilla, þar sem hún hindri ávallt traust tengsl, sam- vinnu og samúð með hinum stóra hóp, mannkyninu. Yfirleitt hafa menn álitið, að þróun hinna stóru félagsheilda gerðist með afnámi litlu félaganna. T. d. áleit Platon, að tnaustleiki þjóðfélagsins yrði efldur með afnámi fjölskyldunnar. Fyrir þessum efnum má færa fram girnileg rök, en þau eru engu að síð- ur falsrök. Samúðin og félagskennd- in skýtur yfirleitt ekki rótum nenia innan lítilla félagsheilda. Þess vegna er hlutverk þeirra svo mikilvægt við sköpun félagshyggjunar, einkum heimilis og skóla. Hver og einn, sem prédikar mannást sína, en er ástlaus við náunga sinn, fjölskyldu sína og kunningja, er hræsnari, hvort sem hann veit það eða ekki. Virðing fyrir öðrum og ást á þeim verður að breið- ast út frá minnstu félagsheildunum, og eins verður alþjóðahyggjan að vaxa upp úr föðurlandsástinni og þegnskapnum. Auðvitað er ávallt hætta á, að numið verði staðar á þróunarbraut þessari, en þjóðrembingi verður ekki útrýmt með því að kæfa ættjarðar- ástina, heldur með því að auðga hana. Má í þessu sambandi vinna á orð Jaurés: „Fátækleg alþjóðahyggja liggur burt frá föðurlandinu, mikil alþjóðahyggja liggur aftur heim.“ A sama hátt og virðing fyrir öðrum mönnum er komin undir virðingu á því, sem bezt er í fari sjálfra vor (en slík sjálfsvirðing er andstæða eigin- girninnar), verður að skapa alþjóða- hyggju og alþjóðasamvinnu af virð- ingunni fyrir því, sem bezt er með eigin þjóð (en það er iíka andstæðan við sérhyggju hópsins). Eins og gár- urnar á vatnsfletinum breiðast út frá steininum, sem kastað er í vatnið, verður samúð og félagshyggja að efl- ast frá litlu félagsheildunum til stærsta hópsins — mannkynsins. I sambandi við þennan kafla varp- ar dr. Ahlberg fram tveim spurning- um, sem lesandinn á að glíma við. Þær eru: Þekkið þér af eigin raun glögg dæmi um múgæði? og Hvern mun teljið þér vera á heilbrigðri og óheilbrigðri ættjarðarást? FinnurJónsson látinn Finnur Jónsson alþingismaður lézt í Reykjavík 30. desember s.l., 57 ára að aldri. Hafði hann í þrjá áratugi haft mikil skipti af opinberum mál- um, fyrst á Isafirði sem bæjarfull- trúi og formaður verkalýðsfélagsins Baldurs, síðan sem þingmaður Isfirð- inga og um skeið ráðherra. Samvinnumenn munu sérstaklega minnast Finns fyrir þátt hans í stofn- un og starfi Samvinnuútgerðar Isfirð- mga. Þegar bátaútvegur hrundi vestra, skip voru gerð upp og seld úr bænum, hafði hann forgöngu um stofnun samvinnuútgerðar og lagði fjöldi alþýðumanna fé sitt í hana. Kom útgerðin sér fljótlega upp sjö bátum, sem síðan hafa verið kjarn- mn í bátaflota Isafjarðar og haft ómetanlega þýðingu fyrir atvinnulíf kaupstaðarins. F ramkvæmdastjóri útgerðarinnar var Finnur frá stofnun 1927 til 1945. Finnur var og meðal stofnenda Kaupfélags ísfirðinga og stuðningsmaður þess eindreginn alla tíð. 10

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.