Samvinnan - 01.01.1952, Blaðsíða 15
Vetrarólympíu lei ka rni r
í Oslo í næsta mánuði
IslendLngar taka í annab sinn ípátt i lelkunum
Sjöttn ólympísku vetrarleikarnir
fara fram í Osló 14. til 25. næsta mán-
aðar, og munu allmargir Islendingar
verða meðal þátttakenda og væntan-
lega einmg meðal áhorfenda. Hafa
Norðmenn lagt á það mikið kapp að
undirbúa þennan stórviðburð í heimi
vetraríþrótta sem bezt, enda standa
fáar þjóðir þeim framar í þeim leikj-
um. Búast Norðmenn jafnframt við
miklum ferðamannastraum í sam-
bandi við leikana og mikilli landkynn-
ingu, og er ólíklegt, að þær vonir
þeirra bregðist. Hafa þeir, eins- og
raunar fleiri þjóðir, skilið hversu mik-
ið gildi íþróttanna er til að efla kynn-
ingu og vináttu þjóða í milli, auk þess
hve hollar þær eru æsku hverrar þjóð-
ar um sig.
Viðbúnaður Norðmanna hefur ver-
ið margvíslegur. Þeir hafa reist nýtt
og glæsilegt gistihús í Osló, Hotel Vik-
ing, og munu blaðamenn frá öllum
heimsálfum hafa þar aðsetur á leik-
unum. Þá hefur verið gerður nýr leik-
vangur fyrir íshockey og margvíslegar
endurbætur gerðar á Bislet vellinum,
þar sem aðalhátíðin fer fram, svo og
á skíðabrekkunum utan við borgina.
A Bislet, sem einnig er vettvangur
sumaríþrótta, og íslendingar minnast
af mörgum frækilegum sigrum í frjáls-
íþróttum, munu allar hátíðlegar at-
hafnir í sambandi við leikana fara
fram, og þar verða einnig skautahlaup,
skautadans og úrslit íshockeykeppn-
innar. Svig og brun munu verða háð
í Rödkleiva og Norefjell, en skíða-
stökkið að sjálfsögðu í hinni frægu
Holmenkollenbrekku. Þar munu
skíðagöngur einnig hefjast og þær
enda. Loks er íssleðabraut (bobsleða-
braut öðru nafni), sem gerð hefur ver-
ið við Frognerseteren.
ÞÁTTAKA ÍSLENDINGA.
Akveðið hefur verið, að Islending-
ar sendi þátttakendur á þessa vetrar-
ólympíuleika, og verður það þá í ann-
að sinn, sem þeir taka þátt í slíkum
leikum. Fyrst var það í St. Moritz í
Sviss fyrir fjórum árum, er fjórir ís-
lenzkir skíðamenn kepptu. Voru þeir
nr. 64, 98 og 100 í bruni, nr. 48, 65
og 67 í tvíkeppni (bruni og svigi) og
nr. 37 í skíðastökki. Að þessu sinni
verða þátttakendur frá íslandi ellefu
að tölu, og verður gaman að sjá,
hvernig þeim gengur, en ferðin verð-
ur nú styttri en síðast, loftslagsbreyt-
ingin minni og vonandi aðstæður
betri.
Það mun sennilega verða nær ein-
göngu í skíðaíþróttinni, sem Islend-
ingar keppa, enda er sjaldan svo mik-
ið staðviðri á íslandi, að skautaís
haldist til lengdar, og hefur skauta-
íþróttin því ekki komizt á sama stig
og skíðaíþróttin.
Skíðaíþróttin er gömul á íslandi og
munu skíði hafa verið notuð til ferða-
laga um vetur frá öndverðu.
Það er þó ekki fyrr en um síðustu
aldamót, sem almennur áhugi á íþrótt
þessari vaknaði á Norðurlöndum, og
átti ferð Friðþjófs Nansen á skíðum
yfir Grænlandsjökul mikinn þátt í
þeirri vakmngu. Barst þessi áhugi
hingað til lands og áttu hin nýstofn-
uðu ungmennafélög drjúgan þátt í út-
breiðslu hans. Voru þá skíðamót hald-
in víðs vegar um landið, en áhuginn
dofnaði aftur, er dró fram að fyrri
heimsstyrjöldinni.
Norðmenn, sem búsettir voru hér
á Iandi, áttu mikinn þátt í að efla
áhuga á skíðaíþróttinni. Má nefna
skíðaferð L. H. Miiller kaupmanns
yfir Sprengisand 1925 sem dæmi þess.
Eftir 1930 vaknar aftur mikill áhugi
á þessari fögru íþrótt, og er þá byrj-
að að byggja skíðaskála. Mun hinn
fyrsti hafa verið Skíðheimar á Selja-
landsdal við ísafjörð og sumarið 1931
reistu Akureyringar Skíðastaði. Revk-
víkingar byggðu skíðaskálann í
Hveradölum 1935 og var þá áhugi
11