Samvinnan - 01.01.1952, Blaðsíða 16
Hcr sést liin jrœga Holmenkollenbraul skammt ulan við Osló, þar sem hluti af vetrarleikunum
verður haldinn i nœsta mánuði.
meSal höfuðstaðarbúa á skíðaferðum
mjög að aukast.
Erlendir skíðakennarar hafa átt
mjög mikinn þátt í þróun skíðaíþrótt-
arinnar hér á landi síðustu árin. A
Siglufirði var Norðmaðurinn Helge
Torvö nokkur ár og á Isafirði Svíinn
Georg Tufvesson, og munu þeir
(ásamt hentugum náttúruskilyrðum)
hafa átt verulegan þátt í því, hve
margir góðir skíðamenn hafa komið
frá þessum stöðum.
Fyrsta skíðalandsmót Islands var
háð í marz 1937 í Hveradölum, og
voru keppendur 41. Markar mót þetta
tímamót í sögu íþróttarinnar hér á
landi, og hafa verið haldin landsmót
æ síðan, áhuginn farið vaxandi, er-
lendir skíðakappar komið til lands-
ins og íslenzkir farið utan. Vonandi
verður ferð sveitarinnar á vetrar-
leikana ólympísku í Osló enn til þess
að auka áhuga Islendinga á þessari
hollu og fögru íþrótt.
ÍSLENZKU KEPPENDURNIR
í OSLÓ.
Lað hefur nú verið ákveðið, hverj-
ír taka þátt í keppni fyrir Islands
hönd á ólympísku leikunum í Osló.
Munu eftirtaldir menn keppa í skíða-
göngu, 17 km., 50 km. og 4x10 km.
boðgöngu, en óákveðið er, hverjir
keppa í hvaða grein:
Ebenezar Þórarinsson, Iþróttafélag-
inu Armanni, Skutulsfirði.
Gunnar Pétursson, sama félagi.
Ivar Stefánsson, Ungmennafélaginu
Mývetning.
Jón Kristjánsson, sama félagi.
Mattbías Kristjánsson, sama félagi.
Oddur Pétursson, Iþróttafélaginu
Ármanni, Skutulsfirði.
Þá hefur verið ákveðið, að einn
maður keppi í skíðastökki, en það er
Ari Guðmundsson, Skíðafélagi Siglu-
fjarðar.
I svigi, bruni og stórsvigi keppa
þessir menn:
Haukur Ó. Sigurðsson, Knatt-
spyrnufélaginu Herði, ísafirði.
Magnús Brynjólfsson, Knattsp.fél.
Akureyrar.
Stefán Kristjánsson, Glímufélaginu
Ármanni, Reykjavík.
Ásgeir Eyjólfsson, sama félagi.
Vonandi verður tíðarfar hagstætt
fyrir leikana í Osló, en það hefur kom-
ið fyrir, að veðrið hefur gereyðilagt
vetrarólympíuleika. Var það í St. Mo-
ritz í Sviss 1928, og urðu þeir leikar
mörgum, ekki sízt Svisslendingum
sjálfum, mikil vonbrigði. En við það
verður ekki ráðið.
Brezku samvinnufélögin opnuðu
1946 ferðaskrifstofu samvinnumanna,
og hefur hún starfað æ síðan með
hraðvaxandi árangri, og er nú ein af
stærstu slíkum stofnunum í Bretlandi.
Hefur skrifstofan reynt að skipu-
leggja hópferðir, meðal annars til
meginlandsins, og gera þær ódýrari en
áður hefur tíðkazt.
Samvinnuhre}4ingin í Japan hefur
risið fljótt úr rústum styrjaldarinn-
ar, og eru nú 8 000 000 meðlimir í
samvinnufélögum ýmis konar í sveit-
um landsins. Eru að vísu ekki nema
6 000 000 býli í landinu, en margir
bændur eru í mörgum félögum.
Olíudeilan ...
(Frh. af bls. 5)
Enn er því miður ekki svo að sjá,
sem tillögum samvinnumanna bafi
verið veittur sá gaumur, að vænta
megi framkvæmda á grundvelli
þeirra, enda mun vafalaust þörf á að
vinna almenningsálit til fylgis við þær
frekar en enn hefur tekizt. En hver
hugsandi maður getur við lestur
á hinum tíu atriðum í tillögum Cow-
dens séð, að þær eru raunhæfar og
framkvæmanlegar, og báðir aðilar
ættu að geta vel við þær unað. En
það mun enn þurfa hugarfarsbreyt-
mgu bjá mörgum leiðtogum á sviði
framleiðslu, viðskipta og stjórnmála,
áður en samvinnuhugsjónin fær tæki-
færi til að sýna gildi sitt í lausn stór-
felldra vandamála í viðskiptum þjóða,
eins og hún hefur þegar gerbreytt
viðhorfum í viðskiptamálum ein-
staklinga og héraða, þar sem hún hef-
ur fest rætur.
12