Samvinnan - 01.01.1952, Qupperneq 17
Tilraun með samvinnubyggðir
Samvinnuhugsjónin hefur komið fram á mörgum sviðum og verið notuð til
lausnar á margvíslegum vandamálum. Lengst hefur þó fólk gengið, er það
hefur rifið sig upp frá rótum og setzt að í byggðarlögum, sem rekin hafa
verið meira eða minna á samvinnugrundvelli. Þessar tilraunir til „samvinnu-
byggða“ má rekja■ langt aftur í tímann, og koma hinar „trúarlegu“ ekki beint
við sögu samvinnuhreyfingarinnar, en menn eins og Owen eru meðal frum-
herja hugsjónarinnar, sem samvinnuhreyfing nútímans byggist á, Er fróð-
legt að kynnast samvinnubyggðunum, og er þessi grein endursagður og nokk-
uð styttur fyrsti kaflinn í bókinni „Cooperative Communities at Work“
eftir Henrik F. Infield.
I Bandaríkjunum er vitað um, að
stofnuð hafi verið 262 samvinnu-
byggðarlög, en nokkur þeirra munu
þó aðeins vera hreppar í samvinnu-
sveitum. Svipaðar byggðir hafa ver-
ið settar á stofn í Evrópu, þótt þær
hafi verið færri. Yfirleitt stóðu þess-
ar tilraunir stuttan tíma, hvort sem
var í Evrópu eða Ameríku. Sam-
kvæmt upplýsingum, sem Lee Emer-
son Deets hefur tekið saman um 130
byggðir, voru 91 við lýði minna en
áratug, 59 minna en fimm ár og 32
aðeins eitt ár.
Nokkrar þessara byggða hafa samt
orðið meira en aldargamlar. Þrem
þeirra hefur nú verið hætt: Ephrata
Cloister í Pennsylvaníufylki, sem
varð 173 ára (1732 til 1905), Shaker-
byggðunum, sem voru á ýmsum stöð-
um í Bandaríkjunum (1778 til ca.
1940) og Harmónistum, öðru nafni
Rappistum, sem reistu bt^ggðir í
Pennsylvaníu og Indíanafylkjum, er
héldu saman í hundrað ár (1805—
1905). Þrjár aðrar byggðir, sem rekja
sögu sína aftur á 18. öld, og ein alla
leið aftur á 16. öld, eru enn til. Þetta
eru Amanabyggð í Iowa, stofnsett í
Evrópu 1714, en fluttist til Banda-
ríkjanna 1842; Doukhoborar, sem
bundust samtökunr í Rússlandi á
miðri 18. öld, fluttust til Kanada unr
1879 og búa þar enn'í nokkrum sam-
vinnubyggðum. Loks eru Hutterít-
arnir, sem stofnuðu félagsskap sinn í
Móravíu 1528. Þeir fluttust til Banda-
ríkjanna 1874 og búa í fimmtíu byggð-
um í Suður-Dakota, Montana og í
tveim fylkjum Kanada, Manitoba og
Alberta.
TILGANGUR BYGGÐANNA.
Skipta má öllum samvinnubyggð-
um í tvo flokka eftir megintilgangi
þeirra. Eru það trúarlegar samvinnu-
byggðir annars vegar, og byggðir til
félagslegra umbóta hins vegar, og
hafa hinar trúarlegu byggðir reynzt
langlífari.
Aðaltilgangur þeirra, sem af trúar-
legum orsökum bundust samtökum
um samvinnubyggðir, var að snúa
aftur til uppruna kristindómsins og
lifa á líkan hátt og Jesú gerði með
Iærisveinum sínum. Menn, senr helg-
uðu sig þessari hugsjón, voru hvergi
nærri ánægðir með siðabótina, og
voru þeir tíðum sjálfir taldir trúvill-
ingar og gerðir brottrækir úr heim-
kynnum sínum. Var þá Iandnám í
nýjum heimi eina úrræðið og fluttust
þannig heilir trúarflokkar til Ameríku
og settust þar að í samvinnubyggð-
unr.
Þjóðfélagslegar umbætur voru hins
vegar aðaltilgangur þeirra hreyfinga,
sem kenndar eru við Fourier, Owen
og Icaríu Etiennes Cabot, og annara
svipaðra byggða. Stofnendur þessara
byggða voru á marga lund ólíkir, en
þeir áttu það sameiginlegt að vera
ntjög óánægðir með lífskjör þjóða
sinna, sérstaklega hinna „lægri
stétta“. Þá dreymdi um að finna eina
lausn, er leyst gæti öll vandamál
þjóðfélagsins, og þeir töldu sig hafa
Þannig hugsaði Owen sér, að samvinnubyggðin
œtti að lita út.
fundið slíka lausn í hugnryndinni um
samvinnubyggðir.
REYNSLAN AF BYGGÐUNUM.
Ef litið er yfir þá reynslu, sem feng-
izt hefur af byggðum þessum, kemur
fyrst til hugar, hversu mjög skorti á
skipulagðan undirbúning. Hvort sem
byggðirnar lifðu nokkur ár eða
nokkra mannsaldra, hefur þessi skort-
ur á skipulögðum undirbúningi orð-
ið til þess, að lítið er hægt að styðj-
ast við þessa reynslu í sanrbandi við
stofnun byggða nú á dögum. Þetta
kemur til dænris fram í vandamálinu
um val meðlima, senr virðist hafa
verið algerlega vanrækt.
I trúarbyggðunum var yfirlýsing
um „rétta“ trú hið eina, sem krafizt
var til inngöngu. Hefur þetta vafa-
laust reynzt nægilegt í mörgum sam-
tökum, en aðeins vegna þess, hvernig
aðstæður þá voru, og verður slíkt
varla endurtekið nú á dögum. I
byggðum unrbótamannanna voru
skilyrði til inngöngu enn ófullkomn-
ari, enda hugðust stofnendur þeirra
leysa öll vandamál mannlegs þjóðfé-
lags og áttu því erfitt með að útiloka
nokkurn mann.
Eitt rnesta vandamál þessara
byggða var forustan. í trúarbyggð-
unum var stjórnin svo til ávallt fal-
in hinum andlega leiðtoga eða stofn-
anda. Þetta hafði þá kosti, að stjórn-
in var sterk og óskipt, en örlög byggð-
arinnar voru þá algerlega háð hæfni
og duttlungum eins manns. Reynslan
varð því sú, að fjöldinn allur af þess-
13