Samvinnan - 01.01.1952, Síða 18
um byggðum lifði ekki lengi eftir
dauða leiðtogans.
Byggðir umbótamannanna reistu
á hugsjón frekar en trú, og höf-
undur bugsjónarinnar varð því leið-
togi — ef ein undantekning er frá
skilin, Fourier, en kenningar hans
voru ekki framkvæmdar fyrr en eft-
ir dauða hans. Owen og Cabot tóku
sjálfir þátt í stofnun byggðarlaga, svo
að nefndir séu hinir kunnustu þess-
ara hugsuða. Urðu þeir oft að koma
á sættum, þegar deilur risu milli fylg-
ismanna þeirra.
Enda þótt mjög skorti á skipulagð-
an undirbúning, verður það að við-
urkennast, að þessar byggðir komust
langt í því að koma á víðtækari sam-
vinnu, sérstaklega hin trúarlegu. Meg-
inhugmynd þeirra var ekki fjarri hug-
sjóninni um að frá hverjum komi eft-
ir getu hans og til hvers renni eftir
þörfum. Svona var þetta einnig hjá
umbótamönnunum, enda þótt þar
kenndi og ýmissa grasa í þessum efn-
um. Fourier-byggðirnar höfðu til
dæmis eingöngu samvinnu um fram-
leiðsluna, og voru því að vissu leyti
ekki annað en hlutafélög. Þær höfðu
sameiginleg eldhús fyrir alla byggð-
ina, en að öðru leyti var fylgt lög-
málum eignarréttarins. Hver meðlim-
ur fékk arð eftir fjölda hluta, sem
hann átti.
Þess hefur þegar verið getið, að
mikill meirihluti þessara samvinnu-
byggða lagðist niður. Samt sem áður
eru flestir sammála um það, að svo
fór sjaldnast af efnahagslegum ástæð-
um. Enda þótt landskostir þessara
byggða væru ekki alltaf miklir og lít-
ið um stofnfé, voru slíkir erfiðleikar
yfirstígnir með nýju landnámi og
mikilli atorku. Það verður því að at-
huga önnur atriði en efnahagsmál til
að finna orsök þess, að þessum byggð-
um varð ekki lengri lífdaga auðið.
Ralph Albertsson, sem athugað hef-
ur allmargar slíkar byggðir, segir:
„Fáar eða engar þessar byggðir lögð-
ust niður af því að þær gætu ekki
tryggt lífskjör meðlimanna . . . sem
samfélög til sjálfsbjargar unnu þær
veruleg afrek.“
Charles Gide fer eftirfarandi orð-
um um eignir Shakaranna: „Auður
þessara byggða var áætlaður 10 til
12 milljónir dala, eða 1000 á hvern
mann, sem er mjög mikið, því að
meðalauður á hvern Frakka er 300
dalir . . . .“
Orsakir þess, að hætt var við sam-
vinnubyggðirnar, munu hins vegar
öllu frekar vera léleg staðsetning og
loftslag, skortur á samgöngum. Þær
leystust svo upp vegna deilna milli
meðlimanna eða þeirra og stjórnend-
endanna eða af því að meðlimirnir
höfðu ekki næga reynslu í búnaðar-
málum.
Þrátt fyrir allt eru enn til margar
samvinnubyggðir og enn er verið að
koma þeim á fót. Hutteritarnir eru
enn við lýði, og af byggðum, sem ekki
h}^ggjast á trúarlegum grundvelli, eru
í Bandaríkjunum til t. d. New Llano
og Gyðingabyggðin Sunrise Colony.
Af öðrum slíkum byggðum má nefna
Kolkhozbýlin í Sovétríkjunum og
Kvutzabverfin í Palestínu.
Kaupfélag Hafnfirðinga
(Frh. af bls. 7)
af skóm, sem fyrirliggjandi eru. I
þeim enda búðarinnar, sem hefur
karlmannafatnað ýmis konar, er
meðal annars klefi til að máta föt
og sérstök innrétting til geymslu á
karlmannafötum.
Veiðarfæraverzlunin er í þeim
enda hússins, sem að höfninni snýr.
Er þar hafður frammi vinnufatnað-
ur, sjófatnaður, verkfæri ýmiskonar,
málning og lökk og margt fleira, en
mikið af veiðarfærunum sjálfum er
eðlilega ekki þannig, að þau liggi
frammi á búðardiski. Rúmgóðar
gejrmslur eru því aftan við verzlun-
ina, og má þar sjá uppsettar línur og
margt þvílíkt. Hefur kaupfélagið
haft mikla veiðarfæraverzlun beint
af lager undanfarin ár, og má nefna
það dæmi, að í fyrra seldi það 12—
1300 reknetaslöngur. Deildarstjóri
í veiðarfæraverzluninni er Kjartan
Olafsson.
Samkeppni er mjög hörð í verzlun-
inni í Hafnarfirði, og er því ánægju-
legra að sjá hið unga kaupfélag vaxa
og færa út kvíarnar. Félagið nýtur
dugandi forustu ungs kaupfélags-
stjóra, og vonandi ber framsýni hans
þann ávöxt, að Hafnfirðingar snúi í æ
ríkara mæli viðskiptum sínum til
þess.
Athyglisvert lán
Samband sænsku samvinnufélag-
anna, Kooperativa Förbundet, hefur
nýlega boðið út 40—100 milljón
króna láni, og er hærra takmarkið
sett sökum þess, að þeim sem eiga
eldri skuldabréf KF mun gefast
kostur á að breyta þeim í hin nýju,
sem vafalaust verða hagstæðari.
Það er sérstaklega athyglisvert við
þetta nýja lán, að KF lofar að bæla
lánveitendum rýrnun á verðgildi
peninganna. Lánið verður til tuttugu
ára, eða til 1972, og rýrni verðgildi
sænsku krónunnar á þessu tímabili,
mun KF endurgreiða lánið 1972 að
viðbættri uppbót fyrir þeirri rýrnun,
en þó ekki meira en 50%. Reglur eru
settar um það, hvernig ákvarða
skuli gildi sænsku krónunnar, þegar
lánið verður greitt, en lánveitendur
fá ekki rýrnunaruppbót, ef þeir inn-
leysa bréfin fyrir 1972. Vextir af láni
þessu verða 3%.
Þau hin eldri lán, sem KF hugsar
sér að fella inn í þetta lán (og að
sjálfsögðu hafa ekki haft rýrnunar-
ákvæðið, sem er nýtt af nálinni),
eru áburðarverksmiðjulán frá 1943,
9,9 milljónir króna sænskar, og iðn-
aðarlán frá 1947, sem nam 51,5
milljónum sænskum. Hin nýju
skuldabréf verða að gildi frá 100
krónum sænskum upp í 5000 kr.
Kaupfélag Stokkhólmsborgar, sem
er hið stærsta í Svíþjóð, hafði á síð-
astliðnu ári 145 000 meðlimi og 285
milljón króna veltu. Félagið hafði 822
verzlanir, þar af 141 kjötverzlun, 38
fiskbúðir, 337 búðir fyrir brauð, mjólk
og sælgæti og 11 sjálfafgreiðslubúðir.
Félagið á 10 veitingahús og 9 minni
greiðasölustaði. Enda þótt félagið
kaupi mikinn hluta af vörum sínum
af KF, rekur það sína eigin heildsölu,
sem seldi fyrir 90 milljónir sænskra
króna í fyrra. Félagið rekur brauð-
verksmiðju, þar sem 550 manns
vinna, kjötmiðstöð og kaffibrennslu.
14