Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1952, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.01.1952, Blaðsíða 19
Svipir iamtí&i armanna. Robert A. Lovett Bankastjóri og ftugmaður, sem nú er hermáiaráðherra Bandaríkjanna Robert A. Lovett. SÚ ER REYNSLA lýðræðisþjóða af langri sögu, að óbreyttir borgarar, en ekki herforingjar, eigi að fara með yíirstjórn allra hermála, því að erf- itt sé að treysta herforingjum til að ákveða hvar og hvenær beita skuli vopnum, og hversu mikil ástæða sé til að vígbúast á hverjum tíma. í sam- ræmi við þetta er til dæmis Banda- ríkjaforseti yfirmaður alls herstyrks síns lands, hann hefur sér til aðstoð- ar hermálaráðherra, sem einnig er settur yfir alla her- og flotaforingja landsins. Að vísu var fyrrverandi her- foringi, George Marshall, nýlega her- málaráðherra, en það er hrein und- antekning, og nú er það bankastjóri frá New York, sem þá stöðu skipar. NÚVERANDI HERMÁLARÁÐHERRA Bandaríkjanna heitir Robert Lovett. Hann er heldur hlédrægur maður, hefur engin afskipti haft af stjórn- málum og ber því minna á honum en mörgum ómerkari mönnum þar vestra. En þó er starf Lovetts og mað- urinn sjálfur hið athyglisverðasta. LOVETT stjórnar nú mesta vígbún- aði, sem nokkurt land hefur tekizt fyrir hendur á friðartímum. Óhemju upphæðum er nú veitt til þess að auka varnarstyrk lýðræðisríkjanna og er þetta starf að mestu leyti í hönd- um Lovetts. Hann samhæfir átak í verksmiðjum, við þjálfun og við skip- an herstyrksins, stjórnar her, flota og flugher, samræmir störf þessara að- ila og steypir öllu þessu í eina heild. LOVETT er af auðugu fólki kom- inn. Hann fæddist í Texasfylki 1895, og var faðir hans þar lögfræðingur fyrir hið volduga Union Pacific járn- brautarfélag. Hækkaði faðirinn stöð- ugt í tign, unz hann varð forseti fé- lagsins og fjölskyldan fluttist til New York. Robert var einbirni, og var hann alinn upp við allsnægtir. Hann stund- aði nám í Yale háskólanum og sýndi þar mikla námshæfileika. Þegar fyrri heimsstyrjöldin brauzt út, gerðist hann flugmaður og tók þátt í loft- orrustum við Þjóðverja í Frakklandi. Gat hann sér frægðarorð sem flug- maður og hlaut mörg heiðursmerki. EFTIR STRÍÐIÐ settist Lovett aft- ur á skólabekk um hríð og fullnam lögfræði. Hann giftist bankastjóra- dóttur og fékk brátt ábyrgðarstöðu í fyrirtæki tengdaföður síns. Að vísu var hann sjálfur svo vel efnaður, að hann hefði ekki þurft að gera hand- tak, en hann undi ekki slíku lífi og var sívinnandi. TVEIM ÁRUM áður en seinni heims- styrjöldin brauzt út, byrjaði Lovett að æfa sig í flugi á nýjan leik. Hann þóttist þá sjá, hvað var framundan. Ekki hefur hann gert sér vonir um að fljúga aftur, en hann komst svo vel inn í flugvélaframleiðslu, að hann skrifaði ítarlega ritgerð um það mál. Þessa ritsmíð sá James Forestall, fyrr- um landvarnarráðherra, og varð hann svo hrifinn af Lovett, að hann fékk hann til að fara til Washington í striðsbyrjun og takast á hendur starf aðstoðarhermálaráðherra, er stjórn- aði flugvélaframleiðslu. í þessu starfi vann Lovett hrein kraftaverk, enda veitti Bandaríkjamönnum og banda- mönnum þeirra ekki af auknum flug- vélastyrk framan af styrjöldinni. í þessu starfi kynntist Lovett George Marshall, sem þá var formaður her- foringjaráðs Bandaríkjanna og tókst með þeim mikil vinátta. ÞEGAR MARSHALL varð utanrík- isráðherra Trumans eftir styrjöldina, kallaði hann Lovett sér til aðstoðar, og enn yfirgaf Lovett rólega hálauna- stöðu í New York til að ganga í þjón- ustu hins opinbera. Er það frægt orð- ið, hvernig þeir störfuðu saman að utanríkismálunum, Marshall og Lo- vett, og liggja eftir þá máttarstoðir í utanríkisstefnu Bandaríkjanna: Mar- shall-áætlunin, Truman-áætlunin (aðstoð við Grikki og Tyrki), loftbrú- in í Berlín á sínum tíma og Atlants- hafsbandalagið. LOVETT fékk lausn frá þessu emb- ætti um leið og Marshall lagði niður ráðherraembættið. Fór hann þá enn til New York, tók upp fyrri störf sín og byrjaði að byggja sér minna íbúð- arhús og þægilegra en hann áður hafði, þar sem börn hans tvö voru nú farin að heiman. En hann fékk ekki langa hvíld, hversu girnilegt líf, sem hann gat átt fyrir höndum. Símtal frá Hvíta húsinu kallaði hann enn til Washington, og aftur varð hann hægri hönd Marshalls, nú í hermála- ráðuneytinu eftir að Kóreustyrjöldin hófst. Þegar Marshall fékk lausn frá því embætti, tók Lovett við því. 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.