Samvinnan - 01.01.1952, Page 21
f'á land mitt. . .
Þú land mitt, með háfjöllin hvít-
púðruð snjó
og heilmikinn, lillaðan plastiksjó
og póleruð svell og penan mó
og praktískan gljúfrafoss.
Með Iogandi sætar silungsár
og sallafín blóm og daggartár
og agaleg hraun og glannagjár
og gírastirð jeppahross.
A hrottaspani um húmsins ós
taka hott og jitterbug norðursins ljós,
en ungi bóndinn fer út í fjós
og æfir sinn þýzka ræl.
I snarkreisý geimi fer rokið á rúss
með rigningarkokkteil og slyddusjúss
og kraphn'ðarsnapsa og kornélasjúss;
o-key, — það er allt í stæl.
Ælövjú, ælövjú, Ijósa vor,
með lindaslagara í hlíðarskor
og blíðvindajass og spóaspor
og spinngalar ástarþrár.
Er kvöldroðans smarta geislaglit
grísar út skýin með varalit
og öldurnar glápa alveg bit
á ólifðra drauma sár . . .
Siíj-ur Lajóit
óinó
Um hafdjúpin sveimar
hin silfraða mergð,
enginn veit og enginn veit
hvað ákveður hennar ferð.
Enginn veit hver þylur
það álagsorð,
sem hausnum snýr í öfuga
átt við sporð.
Hitt vita allir
að í því býr
heill vorrar þjóðar
hvert hausinn snýr . . .
Ocle (jjloriviÁ CjrcíóÍc
epporum
Ode Glorius Gráslepporum
Saltgrásleppa hefur verið breidd
til þurrkunar á klappirnar fyrir
ofan Selsvör . . .
Sjmgja síkvikar
silfurbárur
hafgúfuslagara
hvítum sandi;
klappar selgæi
á klett brimsorfinn
hrynjönd seiðmjúka
hrcifum stinnum.
Þenur marbendill
þrútnum vörum
kvein trombónu
úr kufungsnefi,
knýr bláhveli
kontrabassa
þarastrengjuðum
þöngulboga.
Skekur gaddskata
skráphala og börð,
kjálkum japlandi
í jitterbuggi.
Hamast hámerar
í hröðum polka;
gapa golþorskar
í girndarsamba . . .
Hauslaus og flött
á hörðu grjóti
sefur þú heldúr,
saltgrásleppa;
móktir þú áður
á mjúkum þangbeði;
dreymandi fyrir dag-
látum
í djúpi bláu.
Ropa rauðmagar
í röl við sprökur,
en slompaðir hákarlar
slást um ástir
feitra, fjöllyndra
flyðrudrósa . . .
Sefur þú og sefur,
saltgrásleppa.
Sefur þú og sefur
svefninum langa,
glaumi hafbúa
glejundi og fjarri,
þvegin af hveljunnar
hviku girndum
friðarins salti
á fiskinn stráð.
Sefur þú sæl,
er Sdfurskarti,
sá, er ást þína
unga ginnti,
iðar kambi
við öfugkjöftu
í sama þangrunni
og sáuzt þið fyrst . . .
Dimmt er í djúpum,
dylja þau margt.
Senn þér í potti
suðan vaggar;
dýrð mun þér búin
á diski rósgullnum,
unaður algleymis
innan vara.
17