Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1952, Qupperneq 25

Samvinnan - 01.01.1952, Qupperneq 25
Svampþurrka ... (Frh. af bls. 19) renna svampinum yfir hana og hann sýgur hana í sig. Húsmóðirin þarf ekki einu sinni að beygja sig. En sagan er ekki þar með á enda. Nú er eftir að „vinda“ svampinn, ná úr honum vætunni, svo að hægt sé að nota hann áfram. Til þess er málm- plata fest við plötuna, sem svampur- inn er fastur við, og er þessi plata á hjörum og með léttu handfangi. Nú er hægt að taka í handfangið, pressa svampinn með plötunm og þrýsta þannig öllu vatni úr honum með einu handtaki. Þá er bæði búið að þurrka bleytuna upp án þess að krjúpa eða beygja bak, og vinda „klútinn“ án þess að bleyta fingurna. Fyrir utan þægindin, sem þetta veitir, og erfið- ið, sem það sparar, verndar þetta við- kvæmar hendur, og ættu yngri hús- mæður, sem vilja fara vel með hend- ur sínar, að kunna að meta það. Svampþurrkan er mjög hentug til þess að þurrka úr gluggum. Hún sýg- ur í sig vatnið og það er síðan pressað úr henni án þess að hendur húsmóð- urinnar blotni eða kólni. Ennfremur er mjög þægilegt að strjúka af gólfi, til dæmis á göngum, með svamp- þurrkunni, á milli þess sem gólfin fá fullkominn þvott, og loks er hægt að nota svampþurrkuna til að þvo gólf- in alveg. Svampþurrkur kosta í Bandaríkjunum 4 dollara í smásölu eða rúmlega 65 krónur, og mundi það vafalaust vel þegið af húsmæðrum, ef þær væru fluttar inn með öllum þeim aragrúa af heimilistækjum, sem flutt eru inn tyrir milljónir króna. Óöldin okkar (Frh. af bls. 16) þessi leikrit eru orðin, né hve dulnefnin eru orðin mörg, enda er hann fyrir löngu tekinn að gangast við öllu, sem upp á hann er borið i peim efnum. Auk leikpátla hefur Loftur skrif- að kynstur af gamanvisum fyrir skopleikara, ferðabók (Þeir fundu lönd og leiðir) og barna- bœkur, sem hann myndskrcytir sjálfur. Hann er einn af leiklistargagnrýnendum höfuðstaðar- ins, og loks hefur hann birt undir fullu nafni riokkuð af kvœðum, sem sýna, að hann getur lagt frá sér hrœrivelina og gert fögur, lýrisk Ijóð. IÐUNN AR-SKOR # * # Hvers vegna líður öllum bezt í IÐUNNAR-skóm? Það er fyrst og fremst sökum þess, að allir IÐUNNAR-skór eru sérstaklega lagaðir fyrir íslenzkt fótlag. Auk þess eru allir IÐUNNAR-skór smekklegir, vandaðir og ódýrir. Gangið í IÐUNNAR-skóm, þá líður ykkur vel. Skinnaverksmiðjan IÐUNN — Skógerðin — j Hann er ánægður, honum líð- j ur vel í GEFJUNAR-fötum, j innst sem yzt. j Þau eru smekkleg, skjólgóð og henta bezt íslenzku veðurfari. GEFJUN vinnur sífellt að því að bæta og fullkomna fram- leiðslu sína, með nýjum og fullkomnari vélum og með því að taka í þjónustu sína hvers konar nýjungar, sem fram koma á sviði ullariðnaðarins í heiminum. I Ullarverksmiðjan | GEFJUN Akureyri i/mum Áar Sc ami/uinuna ___l 21

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.