Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1959, Qupperneq 7

Samvinnan - 01.01.1959, Qupperneq 7
SAMVINNAN Benedikt Gröndai lætur af ritstjórn Samvinnunnar Benedikt Gröndal, forstöðumaður Fraeðsludeildar Sambands- ins og: ritstjóri Samvinnunnar, lét af þeim störfum um ára- mótin. Benedikt varð ritstjóri 1951. Fyrirrennarar hans voru Sigurður Jónsson, bóndi í Yztafelli og ráðherra um tíma, þá Jónas Jónsscn frá Hriflu um 30 ára skeið og loks Haukur Snorrason um 5 ára skeið. Samvinnan hét í upphafi „Tímarit kaupfélaga og samvinnufélaga“, og var svo til eingöngu fræði- rit um samvinnumál, en í ritstjórnartíð Jónasar Jónssonar var ritið stækkað og þá um leið sá háttur upp tekinn að gera Samvinnuna að heimilisblaði jafnframt því að vera málgagn samvinnumanna. Þegar Haukur Snorrason tók við ritstjórninni urðu enn breytingar á Samvinnunni, bæði hvað snerti efni og útlit. Má segja, að blaðið hafi þá verið fært í nýtízku búning, fjölbreytt og vel myndskreytt. Þannig hafði jarðvegurinn verið undirbúinn, þegar Benedikt Gröndal tók við blaðinu fyrir átta árum. Hann var þá nýlega kominn frá námi í Bandarikjunum og var gjörkunnugur nútíma tímaritsútgáfu, eins og hún gerð- ist bezt erlendis. Meðal samvinnumanna hafa verið skiptar skoðanir um það, hvernig efnisval Samvinnunnar skyldi vera. Ýmsir hafa álitið, að ritið ætti að leggja höfuðáherzlu á fræðslu um samvinnu- mál, bæði í sókn og vörn. Slíkt samræmist hins vegar ekki því að gera blaðið útbreytt. Ef blaðið á að ná til fjöldans, verður efni þess að vera fjölbreytt, og munu fleiri á þeirri skoðun, að æskilegra sé að hafa Samvinnuna sem heimilisblað frekar en fræðirit um samvinnumái. Forráðamenn Sambandsins hafa einnig hallast meir að þessari skoðun og má segja að fylgt hafi verið að nokkru fordæmi frændþjóðanna á Norðurlöndum í þessu efni. Tímaritsútgáfa sænska samvinnusambandsins hef- ur þróazt í þá átt, að út er nú gefið fjölbreytt heimilisblað, sem kemur út vikulega og er eitt útbreiddasta tímarit Svíþjóðar, en auk þess gefur sænska samvinnusambandið út mánaðarrit, sem eingöngu fjallar um samvinnumál. Ýmsir telja æskilegt, að þróunin verði sú sama hér á landi, og hefur um það verið rætt á aðalfundum Sambandsins að skilja meir í sundur samvinnu- fræðsluna og útgáfu heimilisrits. Þegar Benedikt Gröndal tók við ritstjórn Samvinnunnar hafði biaðinu verið sniðinn stakkur í samræmi við það, sem áður er fram tekið. Menn munu yfirleitt sammála um, að Benedikt hafi tekizt mjög vel með Samvinnuna innan þess ramma, sem ákveðinn hafði verið. Hann vissi, að öll viðhorf í nútíma blaða- og tímaritaútgáfu hafa breytzt. Síðan á stríðs- árunum hefur bóka- og blaðaflóðið orðið meira á hverju ári og menn hafa ekki tíma til þess að lesa allt það lesmeti, sem þeim berst. Hann vissi að langar fræðigreinar henta ekki í heimilis- tímariti. Nútíminn krafðist lesefnis, sem var lifandi og fljót- legt að átta sig á. Ein mynd getur sagt meira en löng orðræða. Efnisskipan Samvinnunnar hefur verið í samræmi við þetta, en auk þess hefur nú á síðustu árum verið lögð áherzla á að fá góða, íslenzka höfunda til að skrifa um innlend málefni. Störf Benedikts í Sambandinu vcru ekki eingöngu í því fólgin að vera ritstjóri Samvinnunnar. Þau 8 ár, sem hann starfaði á vegum samvinnuhreyfingarinnar, vann hann meira og minna að alhliða útbreiðslu á málum Sambandsins og félaganna. Hann skipulagði fyrirlestraferðir og kvikmyndasýningar og mætti sjálfur á mörgum samkomum kaupfélaganna og flutti þar erindi um samvinnumál. Hann skipulagði og undirbjó fundahöld og þing samvinnumanna og má þar sérstaklega nefna 50 ára afmælisfund Sambandsins árið 1952 og miðstjórn- arfund Alþjóðasambands samvinnumanna, sem haldinn var í Reykjavík í tilefni 50 ára afmælis Sambandsins. Á þessum fundi mættu fulltrúar fjöida þjóða og það vakti sérstaka athygli hinna erlendu gesta hve undirbúningur og skipulag þessa fundar var framúrskarandi gott. Þá hefur Benedikt Gröndal í störfum sínum hjá Sambandinu haft náið samstarf við erlenda samvinnu- menn og þá sérstaklega Norðurlandabúa. Hefur hann mætt á erlendum samvinnu- þingum sem fulltrúi Sambandsins og getið sér góðan orðstír. Á árinu 1954 var ákveðið að stofnuð skyldi Fræðsludeild innan Sambandsins og Bene- dikt varð forstöðumaður hennar. Þá varð það verkefni hans að sjá um flutning Sam- vinnuskólans að Bifröst og að skipuleggja starf hans þar með skólastjóranum, Guðmundi Sveinssyni. Er nú alkunna að sú starfsemi hefur orðið samvinnuhreyfingunni til mikils sóma. Benedikt átt mikið og gott starf í sambandi við töku og texta kvikmyndarinnar „Viljans merki“ og hina veglegu bók um verk Einars Jónssonar. Bókaútgáfan Norðri hefur notið góðs af smekkvísi Benedikts, t. d. sá hann um alla uppsetningu bókar- innar „íslenzk bygging“, sem kom út í fyrrahaust. Enn er ótal- ið það, sem e. t. v. heldur nafni hans lengst á lofti innan sam- vinnuhreyfingarinnar, en það er bók sú um íslenzkt samvinnu- starf, sem kemur út um þessar mundir. Ég vil að síðustu láta í ljós þakkir mínar til Benedikts fyrir samstarfið á liðnum árum. Ég mun ætíð minnast með ánægju góðrar viðkynningar og náins samstarfs. Við ferðuðumst sam- an um landið, gistum hjá kaupfélagsstjórum, mættum á sam- komum og kynntumst fjölda samvinnumanna og starfandi samvinnufélaga. Þessar ferðir hafa orðið mér bæði til gagns og ánægju og ég þykist þess fullviss, að Benedikt geti tekið undir þetta fyrir sitt leyti. Stjórnmálin hafa nú tekið allan starfskraft Benedikts Grön- dal til sín. f stjórnmálunum vænti ég, að sú reynsla og þekk- ing á starfsemi Sambandsins og samvinnufélaganna, sem Benedikt Gröndal hefur öðlazt s. I. 8 ár, muni koma honum að góðu liði á stjórnmálabrautinni. Það er einnig gagnlegt fyrir samvinnuhreyfinguna, að ungur stjórnmálamaður, sem á fram- tíðina fyrir sér, hefur fengið að kynnast samvinnuhreyfing- unni fordómalaust. Það er von mín að Benedikt Gröndal verði alltaf Iiðsmaður samvinnumanna hvar sem hann starfar og hann á vafalaust eftir að láta að sér kveða í íslenzkum stjórn- málum. Ég vil fyrir hönd S. í. S. þakka Benedikt fyrir vel unnin störf í þágu Samvinnunnar, Fræðsludeildar Sambandsins og samvinnuhreyfingarinnar. ERLENDUR EINARSSON. ÞÖKK FYRIR SAMSTARFIÐ Samvinnan hefur um margt sérstöðu meðal íslenzkra tíma- rita. Hún hefur verið barátturit hugsjónar, sem náði fótfestu og öðlaðist bæði fylgi og styrk með þióðinni. Ritið hefur þrosk- azt og vaxið og tekið á sig meiri blæ almenns menningarrits fyrir íslenzkar fjölskyldur, eftir því sem hraðfleyg dagblöð hafa tekið við dægurmálabaráttunni. Þetta hefur verið eðlileg þró- un. Samvinnan er nú stærsta mánaðarrit landsins, sem hefur fjölmennan lesendahóp, fyrst og fremst utan við þéttbýlið á Suðvesturlandi. Það hefur verið ánægjulegt starf síðustu átta árin að annast ritstjórn Samvinnunnar. Sérstaklega hafa kynni af lesendum ritsins, samvinnufólkinu um land allt, verið lærdómsrík og skemmtileg. Um Ieið og ég hverf til annarra starfa, vil ég senda lesendum ritsins og samstarfsmönnum mínum öllum beztu kveðju með þakklæti fyrir liðin ár. Samvinnunni óska ég heilla í framtíðinni. Hún á eftir að þróast breytast með breytt- um tímum og aukinni tækni, en vonandi verður hún um ó- komin ár eitt af öndvegisritum þjóðarinnar, eins og hún hef- ur verið síðustu hálfa öld. BENEDIKT GRÖNDAL. SAMVINNAN 3

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.