Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1959, Qupperneq 8

Samvinnan - 01.01.1959, Qupperneq 8
Klæðaburður íslenzkra karlmanna hefur gerbreytzt á síðustu árum Rætt við yfirklæðskerann á saumastofu Gefjunar í Kirkjustræti Grein og myndir: Gísli Sigurðsson virðast láta sig litlu skipta, til hvers flík er ætluð, kaupa sér sjald- an annað en spariföt, sem þeir taka svo til daglegra nota, þegar þau byrja að láta á sjá, og ný spariföt eru keypt. Þeirn hættir nrjög við að ganga í algerlega ósamstæðum flíkurn og þeir sýna litinn smekk fyrir því, hvaða litir, efni og gerðir klæða geta átt saman.“ Þetta kann að þykja harður dómur, og þar sem nú eru liðin nálega sjö ár síðan hann var upp kveðinn, er ekki úr vegi að fá kunnáttu- mann í þessum málum til að endurnýja hann og kveða upp annan nýjan, sem betur hæfir deginum í dag. Það er á saumastofu Klæðaversm. Gefjunar í Kirkjustræti. sem ég ætla að fá svar við þeirri spurningu hvort íslenzkir karlmenn séu enn þann dag í dag illa og ósmekklega klæddir. Jólaösin er í algleymi og verzlunin á fyrstu hæð- inni er troðfull af fólki. Sumir kaupa Gefjunaráklæði til að yfirdekkja stól eða sófa fyrir jólin, aðrir þurfa að fá garn, tcppi eða tilbúin föt. Á hæðinni fyrir ofan er ekki rninna að gera. Jóni Ingi Rósantsson yfirklæðskeri er að máta föt á rnanni og nokkrir bíða, en Haukur „íslenzkir karlmenn eru ekki ver klædd- ir en gengur og gerist erlendis", segir Jón Ingi Rósantsson, yfirklæðskeri á saumastofu Gefjunar. — Hann er hér að máta föt á viðskiptavini saumastofunnar. í febrúarhefti Samvinnunnar frá 1952 er grein sem heitir: „Eru íslenzkir karl- menn illa klæddir?“ Þar var rætt við ungan klæðskera, Björn Guðnnmdsson, sem þá var nýlega kominn heim frá námi í Ameríku. Ilann var þá aðalklæðskeri Gefjunar og fannst hann hafa ýmislegt að athuga við fatamennt karlmanna hér- lendis. í grein þessari lét Björn svo um mælt: „Því miður er mikill fjöldi karlmanna hér á landi ósmekklega klæddur. Þeir Saumastofa Gefjunar er til húsa í þess- ari gömlu byggingu við Kirkjustræti. — Verzlunin er á fyrstu hæð. 4 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.