Samvinnan - 01.01.1959, Side 12
Að leiktjaldabaki
Örstutt saga eftir Hjördísi Sævar
Liingt að baki, í dögginni, þar liggja
tveggja spor —, svo langt í burtu, að
hyljast bráðum sjónuni..........(cit.)
Eg mun aldrei ganga að gröf þinni
með blóm, Ulfur. Eg fylgdi þér ekki
einu sinni síðasta spölinn. Til hvers
hefði það líka verið? Eg hefði hvort sem
er ekki fengið að ganga við hlið þína
þá, fremur en í állri okkar kynningu.
Við höfum aldrei gengið samhliða svo
mikið sem yfir götu.
Þessvegna fannst mér ekki taka því
að fara, til þess eins að fylgja þér eftir,
í þessari vissu fjarlægð nokkurra
skrefa, sem alltaf hafa aðskilið okkur.
Eg kveikti að vísu á útvarpinu. Sálma-
söngur, hjartnæm ræða —, umhyggju-
samur faðir, elskandi eiginmaður........
Eg slökkti í miðri ræðunni. Veiztu hvers
vegna? Mér datt í hug hvernig þér hefði
fundizt að hlusta á slíkt —, og eg fór
að hlæja.
Eg jarðsöng þig að vísu, ef svo má
segja . . ., eða eigum við fremur að kalla
það erfi? Eg sat ekki með mynd af þér
og grét —, enda á eg enga. Það hefði
kannski hæft eiginkonu . . ., en ekki mér.
Eg var aðeins það, sem utanaðsjáandi
fólk kallar „viðhald“. Svo, í samræmi
við stöðuna, lét ég mér nægja að halda
útförina hátíðlega í flösku af þínu uppá-
halds koníaki, með „Romance“ eftir
Tchaikovsky sem útfararsálm. Það var
búið að drekka nokkur glös af flösk-
unni —, hinni síðustu þessarar tegund-
ar, sem eg átti. Við ætluðum að geyma
hana þar til síðar. Svo því ekki að
drekka hana núna? Hefði eg verið kon-
an þín, myndi eg hafa beðið um, að
„Romance“ yrði leikið við jarðarför
þina, jafnvel þótt slíkt þætti eflaust
tæplega siðsamlegt. En eg var ekki kon-
an þín —, og vafalaust hefur þú ekki
elskað hana ástríðufyllst, meðan platan
snerist aftur og aftur á rádíófóninum.
Einhversstaðar stendur, að maðurinn
elski ástmeyna alltaf heitar en eigin-
konuna. Hversu rétt það er. vil eg ekki
fullyrða. Ástarorð voru ekki það, sem
við lékum okkur með, LTlfur.
Eg var heldur ekki aðalpersóna á leik-
sviðinu, þar sem allt þarf að líta út eins
og áhorfendur vilja sjá það. Þar er eig-
inkonan mótparturinn. En það var hjá
mér, að baki leiktjaldanna, sem maður-
inn að baki búningsins og farðans kom
í ljós. Þar hæddist þú að heiminum, án
þess að eyðileggja álit annara á þeirri
persónu, sem þú lékst. Eða lékstu kann-
ske, einmitt þegar þú varst hjá mér? Á
hvorn veginn sem það var, þá varstu
fullkominn í hlutverkinu. Svo að jafn-
vel eg get ekki dæmt um, hvort gerfið
var þinn sanni maður.
Fyrsta skipti, sem við mættumst, sat
eg í sólinni á Arnarhólstúninu og lék
mér að því að blása á biðukollur. —
Manstu það? Þú baðst mig um eld.
Gerðirðu þér nokkru sinni ljóst, hve
mikinn eld eg byrgði, vegna þín? Mín
skoðun er sú, að það sé erfiðara fyrir
ástrney að eiga ævintýri með öðrum en
elskhuganmn, en það er fyrir gifta konu
að halda framhjá eiginmanni.
Þú varst einn þeirra, sem aðeins taka,
Ulfur, en gefa aldrei. Þú sigraðir mig
. . . Hún hafði bara verið
„viðhaldið“ hans og þess-
vegna gat liún ekki látið
sjá sig við jarðarför hans.
Innan tíðar ætlaði hún að
brjóta plötuna með Tchai-
kovski og drekka síðustu
löggina úr flöskunni.
með sarna sjálfsörygginu og þú tókst
biðukolluna úr hendinni á mér á túninu
forðum og blést ldæjandi burtu síðustu
fræjunum. Barátta okkar var stutt. en
hörð. Það var ekki fyrr en eftir að hita
bardagans fór að slota, að eg sá að þú
hafðir vegið siðgæði mitt með sömu
vopnum og allir karhnenn hafa notað frá
upphafi vega. En þá átti eg engar hug-
sjónir lengur.
Finnst þér lýsa háði að skála yfir þér?
Þú sagðir alltaf að eg væri kaldhæðin.
Það verður hver manneskja í minni lífs-
stöðu að vera. Á mér að finnast eyðilegt
hérna? Ibúðin er ekkert tómlegri en
vanalega. Hún var alltaf auð, utan þær
stundir, sem við áttum saman. Og af
öryggisástæðum, ef eg má orða það svo,
er ekkert hér, sem minnir á þig.
Ætti það kannski að vera vitundin
um. að þú kemur ekki framar? Eg hef
alltaf vitað, að einhverntíma kæmir þú
ekki aftur. Svarta hárið þitt var ekki
farið að grána, Ulfur. Þú varst enn ung-
ur og glæsilegur, enda held eg að þú
hefðir átt erfitt með að taka ellinni. Og
livað verður líka um ástmevna, þegar
maðurinn eldist? Hann hættir að hitta
hana eins oft, og smám saman, jafnt
og fegurð hennar fölnar, máist rnynd
hennar í vitund hans, unz hún týnist að
fullu. Það er þá fyrst, sem eiginkonan
verður ómetanleg — ekki satt?
Hvort eg hafi elskað þig? Eg get ekki
svarað þeirri spurningu. Ulfur. Eg held,
að stundum hafi eg verið nær því að hata
þig. Eg átti að vísu mínar vinkonur og
kunningja. Já, vini, sem aldrei fundust
þeir velkomnir. Eg varð alltaf óróleg og
taugaóstjrrk, ef einhver kom óvænt. Þú
hafðir alltaf lykla, svo eg var aldrei ör-
ugg . . . og þig mátti enginn sjá.
Vinkonur mínar kölluðu mig karl-
mannahatara. Þær trúðu mér fvrir ást-
um sínum, gleði og vonbrigðum. Mitt
ævintýri lá að baki innsigluðum vörum.
Það varð að taka tillit til hjónabands
þíns, barnanna, stöðunnar .... Og
mannorðs míns einnig, sagðir þú eitt
sinn. Jú, Ulfur, eg hef ekki glatað því,
til þess varstu of varkár. En eg tapaði
vinunum, sem eg vanrækti þín vegna.
Þau giftu sig, eitt af öðru, og eg féll ekki
lengur inn í félagsskap, þar sem barna-
uppeldi og íbúðabyggingar voru kjarni
málanna. Jú takk, ég var öfunduð á
vissan hátt. Þú, sem ert óháð, átt íbúð
og bíl. Þú þarft ekki að lnigsa um annað
en líta nógu vel út og skemmta þér,
sögðu þau stundum.
Nei, eg hafði ekkert annað að hugsa
um, — ekkert, nema hvort síminn hefði
nú hringt, meðan eg skrapp í kvöldkaffi
til Lóu eða Ernu. Eða hvort eg gæti
greint ljós frá litla lampanum gegn um
gluggatjöldin, þegar eg kæmi fyrir horn-
ið. Svo hljóp eg síðasta spölinn, en allt
var myrkt. Eg hlustaði í ofvæni á leið-
8 SAMVINNAN