Samvinnan - 01.01.1959, Side 13
Samvinnumaðurinn
Rockefeller
inni upp stigann, hvort síminn hringdi.
Nei. auðvitað ekki. Svo stóð eg og hafði
andstvggð á þessu áhaldi, sem ekki var
einu sinni svo fullkomið. á tímum þess-
ara vísinda, að það gæti sýnt hvort nokk-
ur hefði hringt.
Eg spurði þig aldrei neins, og þó vissi
eg meira en þú sagðir. Þú nauzt að ræða
við mig, einkum bókmenntir. Heming-
wav, Shaw, Dumas, Jean Paul Sarté
. . . ., allt sem við lásum varð okkur efni
í óþrjótandi rökræður, þar sem við deild-
um sjónarmiðum. Eg fann, að sennilega
var konan þín ekki mikið fyrir bækur.
Eg las og talaði fjölda tungumála. En
hugsaðirðu út í að það var hún, sem tal-
aði tungu móðurinnar við börnin þínP
Og að þú gerðir hana að móður svo
unga, að varla hefur gefizt mikill tími
frá skyldunum til tómstundaiðju? Eg
aftur á móti hafði ekki annað við mitt
líf að gera en fylla í eyðurnar með námi
á sem flestum sviðum.
Einu sinni gafstu mér miða á frum-
sýningu í Þjóðleikhúsinu. Þá sá eg hana
í fyrsta skipti. Fallega, granna konu með
stuttklippt, dökkt hár. Þá skildi eg
hvers vegna eg átti að hafa langt og
rauðgullið liár. Þér fannst það fallegt.
En hefði eg verið gift þér, og þú getað
rakið upp rauðgullna hárhnútinn á
hverju kvöldi, þá hefðirðu vafalaust átt
ástmey með stutta, svarta lokka.
Tíminn hefur liðið, Úlfur, fljótar en
■okkur grunaði. Öll þessi ár höfum við
heilsazt kurteislega á götu. og hittumst
við á opinberum stað, þá dansaðir þú
við mig, máske eina skyldusyrpu, stund-
um enga. Eg horfði í öxlina á jakkanum
þínum, og þú gættir þess vandlega að
vangi þinn snerti aldrei hár mitt né
takið um mittið yrði of þétt. Snillingar
vorum við, Úlfur. Svo komstu kannske
eftir að dansleiknum lauk, grófst hend-
urnar í glitrandi hárfossi, og tveir neist-
ar urðu að báli, svo að hiti atlotanna
nálgaðist grimmd.
Síðasta skiptið, sem þú varst hjá mér,
sagðirðu að fallegri hefði eg aldrei verið
en nú. Æskan er að vísu liðin, en þrosk-
inn hefur mótað ferskleik hennar, og
spegillinn segir mér að orð þín séu sönn.
En til hvers er fegurð, sem er falin í
skugga? Skugginn minn varst þú, Úlfur.
En nú ertu horfinn, og um leið hefur þú
opnað dyr frelsisins og lífsins fyrir mér,
einmitt þegar eg hef öðlazt nægan vís-
dóm til að skilja, að ævi sinni á maður
ekki að eyða þar sem engin sól skín.
Skilurðu mig? Þess vegna ætla ég að
bjóða heim öllum vinkonum mínum og
fara út með kunningjunum. Og eg hekl,
(Famh. á bls. 15)
Nýkomin bandarísk samvinnublöð
greina frá því, að í kosningunum þar
vestra í nóvemberbyrjun hafi ýmsir mæt-
ir stuðningsmenn samvinnuhreyfingar-
innar náð kjöri til mannaforráða. Er svo
um stjórnmálin í Bandaríkjunum, að þau
eru harla ólík því, sem Islendingar eiga
að venjast. Mundu sennilega báðir flokk-
ar telja sig í stefnuskrám vinsamlega
samvinnufélögum, en þó demókratar
stórum meir, enda frjálslyndari flokkur.
Hins vegar er í tveggja flokka kerfi mik-
ill munur á viðhorfum manna innan
hvors flokks um sig, og því dæma hinir
amerísku samvinnumenn kosningaúrslit
eftir einstaklingum frekar en flokkum.
Sá samvinnumaður, sem mestan sigur
vann í kosningunum í nóvember, var
enginn annar en hinn frægi margmillj-
ónamæringur Nelson Roekefeller. Sú var
tíðin, þegar afi hans var að hrúga upp
auð sinum í olíuverzlun með meira eða
minna vafasömum viðskiptaháttum, að
menn hefði trauðla grunað, að maður
með nafnið Rockefeller mundi nokkru
sinni njóta slíkra vinsælda, að dygðu til
mikils kosningasigurs, og teljast þá til
frjálslyndustu stjórnmálamanna. En sú
er raunin á með Nelson þann Rockefell-
er, sem kjörinn var fylkisstjóri í New
York, en það ríki hefur álíka marga íbúa
og Noregur, Danmörk og Svíþjóð til sam-
ans. Rockefeller er frægur fyrir að nota
auð sinn og persónulega starfsorku til að
efla framfarir í fátækum löndum, sér-
staklega Venezuela. Hefur hann í þeim
störfum sýnt, að hann telur samvinnu-
félög eiga miklu hlutverki að gegna. Þá
hefur hann í samvinnu við ameríska
samvinnusambandið unnið að sendingu
tæknilegrar hjálpar til Indlands og á
fleiri vegu sýnt hug sinn til samvinnu-
hreyfingarinnar.
Ýmsir fleiri samvinnumenn náðu kosn-
ingu í báðum flokkum, en þessi mun
þeirra þekktastur utan Bandaríkjanna.
SAMVINNAN 9