Samvinnan - 01.01.1959, Síða 15
hverju máli einkennd af vandvirkni og
lieiðarleik.
Auk blaðagreina skrifaði hann fjölda
af sendibréfum. Hann átti vini og sam-
herja víða á landinu og við þá voru bréf-
in einu tengslin, lengi vel, þar til síminn
kom 1906. Öll hin margvíslegu erindi
vegna verzlunar, félagsmála og stjórn-
mála varð öll að reka bréflega. Bréf voru
oft og tíðum eina leiðin til þess að opna
vinum sínum hug og hjarta. „Sendi-
bréfaöldin“, 19. öldin og fyrstu áratugar
20. aldarinnar, er harla merkilegur þátt-
ur íslenzkrar menningar.
Mestur trúnaðarvinur Péturs á Gaut-
löndum var Jón Jónsson í Múla. Honum
skrifaði hann það, sem hann trúði eng-
um öðrum fyrir. Til hans leitaði hann
ráða og rökræddi við hann félagsmál og
stjórnmál, og ósjaldan skáldskap og list-
ir. En mörgum öðrum þurfti að skrifa. f
bréfi til Jóns 1894 segir hann: „-------
Nú er gamlárskvöld, og síðan á þriðja í
jólum hef ég jafnframt því að verð-
reikna sauði, ull o. fl. (og það Benedikts-
laus í þetta sinn) pressað undan mínum
blóðugu nöglum 16—18 arkir álíka og
þessar þrjár til þín.“
Og þessar 3 arkir eru átakanlegt and-
varp ekkjumannsins með móðurlaus börn
á knjám og örmum, með velferð heils
héraðs á herðum sér og í hjartanu brenn-
andi þrá til þess að leysa vanda heillar
þjóðar.
Og 16. janúar 1908 segir hann í bréfi til
sama: „--------En það er dauðinn hvað
ég er orðinn seinn að skrifa og ónýtur.
Einu sinni skrifaði ég 13 bréf á jóladag-
inn og ýms löng.“
Bréf Péturs til Jóns í Múla skiptast að
jafnaði í þrennt. Fyrst er kafli um kaup-
félagið og verzlunina. Þar er um margt
að tala: greinargerð og skýrslur, spurn-
ingar og svör, stundum nokkur ágrein-
ingur um smærri atriði. ,,-------Því þó
ég hugsi mér ekki að verða fljótfærnis-
lega firtinn út af því sem á milli ber, hef
ég ekki skap til að þola trassaskap og
rangindi í neinu,“ segir Pétur.
Þá kemur langur kafli um stjórnmál.
„— — — Bláber, negatív barátta gegn
stjórninni er oss ósamboðin og árangurs-
litil.----— Verkefni okkar flokks er
ekki stjórnin, heldur hitt, að koma því
fram, sem nauðsynlegt er og varna því
sem skaðlegt er. -------Þetta á að ráða
gerðum flokksins."
Síðast er svo kafli um einkamál, bú-
skapinn á Gautlöndum, börnin, áhyggjur
og þrár hjartans. Hann finnur á stundum
sárt til þess, „— — að hafa lagt út í
þetta allt með tvær hendur tómar hvað
þekking og almenna menntun snertir.“
„-------Nú hef ég varla litið í uppbyggi-
lega bók í 2—3 ár og það fyrir annríki,
spenningi og þreytu. Ein vika, áhyggju-
laus, í góðu næði og ein bók verulega góð
getur gert mér mikið gagn, einkum ef ég
hef góðan mann að spjalla við. Nú er svo
komið, að við Benedikt höfum ekki tíma
til að tala saman. Af öllu þessu sérðu
minn andlega „status“.“
Pétur Jónsson hafði yndi af söng og
hafði laglega söngrödd. Hann var smekk-
maður á skáldskap og fagrar listir. Á
efri árum minnist hann með söknuði
þeirra nótta, er hann átti með góðum vin-
um og rætt var um andlegar íþróttir. Eina
slíka átti hann með Þorsteini Erlings-
syni skáldi, vini sínum, sem hann dáði
mjög. Þorsteinn sendi honum eintak af
Eiðnum, er hann kom út, með áletaðri
vísu:
„Fáum við aftur, forni vin,
friðarnótt og ljóða?
Nú er hún átján ára hin
okkar fyrsta góða.“
Fyrstum manna trúði Jón Stefánsson
(Þorgils gjallandi) Pétri fyrir skáldskap
sínum og hlaut frá honum hvatningu og
sjálfstraust í staðinn.
Þrátt fyrir annir húsbóndans á Gaut-
löndum og langar fjarvistir, hélt heimili
hans áfram að vera rausnarsetur og
menningarsetur eins og íslenzk heimili
bezt hafa verið. Skáldið og spekingurinn,
Stefán G., segir í bréfi til Jóns frá Sleð-
brjót, að hann hafi í íslandsferð sinni ný-
afstaðinni komið í Gautlönd og rætt við
börn Péturs: „--------Ég sat að samræð-
um við þau fram undir morgun. Það var
unun að tala við þau. Það var eins og þau
vissu um alla strauma og stefnur í heim-
inum. Við megum lengi leita, Jón, hér í
Ameríku, til þess að finna slíkan áhuga
og þekkingu.“
Pétur var þá ekki heima, en um hann
segir Stefán í sama bréfi: „---------svo
yfirlætislaus, búandlegur, en þó kurt-
eis.“
Yfirlætislaus var Pétur af eðli sínu öllu.
„Búandlegur“ var honum stolt og hug-
sjón. Hann unni heitt og virti íslenzka
bændastétt. Það var stolt hans að heyra
henni til. í „kurteisi“ hans kom fram arf-
ur frá menningu íslenzkrar bænda-
stéttar.
XII
Mjög er nú ólíkt um að litast á ævislóð-
um Péturs á Gautlöndum, því sem var á
hans dögum. Reisulegar byggingar og
blómleg akurlönd prýða nú hverja sveit.
Glæsilegir skólar hafa tekið við mennt-
un og uppfræðslu fólksins. Leystur hefur
verið sá vaður, er fjötraði þjóðina og batt
við húsbóndavald í öðru landi. Litlu hús-
in, sem byggð voru á fyrstu áratugum
Kaupfélags Þingeyinga, standa að vísu
enn, en hallir hafa risið við hlið þeirra í
samræmi við vöxt og viðgang félagsins
og gengi fólksins í byggðarlaginu. Félags-
mönnum í Sambandi íslenzkra sam-
vinnufélaga hefur fjölgað úr nl. 5 þús-
und, við lát Péturs á Gautlöndum, í meir
en 30 þúsund. Tveir þriðju hlutar þjóð-
arinnar eiga aðild að samtökunum. Kyn-
slóðirnar fyrir og um aldamótin sáðu vel,
nútíma íslendingar safna uppskerunni í
kornhlöður. Hófför gæðinganna frá
Gautlöndum eru horfin úr heiðagötun-
um og fjalldrapinn hefur fest þar rætur,
en sagan er og verður, öld eftir öld.
Pétur á Gautlöndum geystist ekki
fram í fylkingarbrjósti með sverð og
skjöld. Hann vóg ekki andstæðinga sína.
Hann brauzt aldrei til valda. Hann sótti
fram, á sínum hvíta góðhesti, með tigin-
mannlegri hógværð og prúðmennsku í
skjóli mannbætandi hugsjóna.
Páll H. Jónsson.
Málverk af stofnfundi Sambands íslenzkra samvinnufélaga hinn 2. febrúar 1902.
Pétur Jónsson er fundarstjóri og stendur fyrir miðju borðinu með blað í hendi.
SAMVINNAN H