Samvinnan - 01.01.1959, Síða 21
I
I
I
I
íslendingum hefur fjölgað um 2% á ári undanfarið, og með sömu fjölgun ættu þeir að verða 1 milljón árið 2053.
framleiðslu þjóðarinnar. Ef hin utan-
aðkomandi áhrif náttúrunnar, sem við
Islendingar erum svo mjög háðir,
verður ekki því óhagstæðari á hinu
nýbyrjaða ári, á þjóðin að geta bætt
enn lífsafkomu sína. En þjóðin verður
að gá að sér. — Hún verður að flýta
sér hægt í ár í uppbyggingunni og
taka sér í munn gamla, góða heilræð-
ið: Sparsemi er dyggð. A árinu 1959
verður þjóðin að setja sér það mark
að afla meira en eyða minna.
Ymsar þjóðir reikna út, hve lffskjör
almennings batni eða versni á hverju
ári. Niðurstöðutölur þessara útreikn-
inga hef ég séð frá ýmsum þjóðum.Því
miður hef ég ekki séð hliðstæðar tölur
íslenzkar. Það mun nokkuð algengt í
hinum vestrænu iðnaðarlöndum að
lífskjör almennings hafi batnað um
3% á ári undanfarin ár. Hér á landi
ætti þessi tala ekki að vera lægri, ef
miða má við þau lífskjör, sem almenn-
ingur býr við.
Það er fróðlegt að setjast niður og
reikna fram í tímann og leggja til
grundvallar, að lífskjör almennings
batni um 3% á ári. — Jafnframt er
einnig athyglisvert að reikna út fjölg-
un þjóðarinnar miðað við það sem
verið hefur undanfarin ár, um 2%.
Við skulum fyrst taka almenn
verkamannalaun, sem munu nú vera
um kr. 60.000.00 á ári miðað við fulla
vinnu. Ef lífskjörin batna um 3% á
ári verða verkamannalaunin í núver-
andi peningagildi orðin helmingi hærri
að 25 árum liðnum. Lítil fantasía með
þessar tölur mundi líta svona út:
Arslaun Ibúatala
Ar: verkam.: Islands:
1958 ca. kr. 60.000,00 ca. 170.000
1983 ca. kr. 120.000,00 ca. 275.000
2053 ca. kr. 1.000.000.00 ca. 1.000.000
(ein milljón)
2287 ca. 1.000.000.000,00 ca. 100.000.000
(einn milljarður)
Þetta er nú meiri fantasían munu
margir segja, og víst er það svo. Eigi
að síður yrðu þetta staðreyndir, ef
lífskjör almennings mundu batna um
3% á ári og fólksfjölgunin yrði 2%.
Hvorttveggja hefur skeð á undanförn-
um árum.
Til þess að koma í veg fyrir mis-
skilning vil ég geta þess, að ekki hef ég
trú á því, að árið 2287 verði árslaun
verkamanns orðin 1 milljarður ísl.
króna í núverandi peningagildi. En
hvernig þá verður umhorfs á móður
jörð, er erfitt að spá. Ef til vill verða
mennirnir þá búnir að ná slíkum
þroska í vísindum og andlegum efnum,
að jörðin verði orðin að paradís.
Þessar tölur eru settar fram svona
meira til gamans. Eigi að síður er hollt
að hugsa td framtíðarinnar. Þeir, sem
lifa á hverjum tíma, eru með athöfn-
um sínum að leggja grunn að fram-
tíðinni. Það væri hollt fyrir íslenzku
þjóðina að setja sér takmark fram í
tímann. Árið 1983 ætti þjóðin að
verða 275.000. — Að lífskjör almenn-
ings batni um helming á þessum árum,
er að mestu undir okkur komið. Við
erum að vísu mjög háð erlendum
þjóðum, sem kaupa afurðir okkar, en
allt bendir til þess að tíminn vinni
með okkur í því að afla góðra mark-
& I
aða fyrir útflutningsafurðir okkar.
Fólkinu fjölgar ört í heiminum. Fleira
fólk þarf meira að borða. — íslend-
ingar byggja iífsafkomu sína á fram-
leiðslu matvæla.
A árinu sem leið steig þjóðin mikil-
vægt skref til þess að tryggja fjölgandi
Islendingum öruggari framtíð með því
að færa út fiskveiðitakmörkin. Ef
þjóðinni fjölgar á ári um 2% liggur í
augum uppi, hve geysilega þýðingu
það hefur, að íslendingar komi í veg
fyrir rányrkju fiskinuðanna við
strendur landsins og tryggi fullan yfir-
ráðarétt þjóðarinnar yfir þessu forða-
búri.
Menn segja, að sjálfskaparvítin séu
verst. I því er fólginn mikill sann-
leikur. Islenzka þjóðin verður að forð-
ast sjálfskaparvítin. Þegar við byrjum
nýtt ár eigum við að líta með bjart-
sýni fram í tímann en við verðum að
gá að okkur. Bjartsýninni verður að
fylgja raunsæi. — Við megum ekki
á hinu nýbyrjaða ári eyða meiru en
við öflum. Skynsemin a að ráða en
ekki óskhyggja. Framtíðin byggist á
meiri félagshyggju, meiri samvinnu,
en minni togstreytu.
Eg óska íslenzku samvinnufólki og
landsmönnum öllum gæfu og blessunar
á árinu 1959.
Framleiffslan jókst á árinu, bæffi til sjávar og sveita.
SAMVINNAN 17