Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1959, Page 28

Samvinnan - 01.01.1959, Page 28
„Já, mig hefur nú svo sem grunað það,“ mælti Napóleon Jónsson eymdar- lega. „Og fjandinn hafi það, sem ég treysti mér til að gera þetta upp á eigin spýtur. Mér var að detta í hug, hvort einhver fengist ekki til að — ja, sko, — spyrja hana fyrir mig?“ „Ekki að tala um, maður!“ — Rauð- kollur stúdent rétti úr sér í sætinu og livessti augun á veitingamanninn. — Nei, ég er nú hræddur um ekki. Það á við þar sem annars staðar, að sjálfs er liöndin hollust, en kannske væri hægt að segja þér eitthvað til.“ „Já, blessaður, — blessaður —!“ Rauðkollur tók flöskuna og fyllti staupið sitt aftur. Ibyggið bros lék um varir hans, er hann laut fram yfir borð- ið og tók að ræða í lágum rómi um ásta- mál og hina órannsakanlegu vegu kven- fólksins. — Napóleon Jónsson hlustaði á hann opnum munni og starandi aug- um. Hann setti allt vel á sig, er stúdent- inn sagði, og þegar þeir skildu klukku- tíma síðar, var liann orðinn stórum fróðari en áður og þóttist fær í flestan sjó. IX. Kæran á Gunnar Berg var miklu al- varlegri en liann hugði í fyrstu. Næst þegar hann kom á stúkufund, biðu hans tveir af eldri bræðrunum í anddyrinu og tóku hann tali. Var annar þeirra sér- staklega harðvítugur, enda var liann gamall drykkjusvoli sjálfur og hafði leg- ið í rennusteinum Reykjavíkur árum saman, áður en Góðtemplarareglan frelsaði hann. Létu þeir nú Gunnar Berg vita, að hvorki meira né minna en tíu stúkusystkini hans hefðu kært hann fyrir víndrykkju, og hefðu þau fjölda vitna. Hann hefði sézt skjögra um göt- urnar ásamt kommúnistum og öðrum ruslaralýð, syngja hástöfum niðri við liöfn og það, sem verst var, sitja löngum að drykkju með Jónmundi brennivíns- sala á þessari nýju skítaknæpu þarna við Laugaveginn! Gunnar Berg reiddist ofsalega og sagði, sem satt var, að þótt hann væri brotlegur, þá væru aðrir það líka, og að það væri meiuingarlaust að taka liann einan fyrir á slíkan hátt. — „Eg veit svo sem, að ég er breyskur, en það erurn við öll, og ekki ættir þú manna sízt að skilja það, Oli Arna, sem lást fyrir hunda og manna fótum svínfullur í tíu ár! — Auðvitað er meiri hlutinn af þessu lygi, en samt skal ég láta endurreisa mig, ef ykkur verður þá hugarhægra.“ En brennivínsberserkurinn forni. Óli Árna, var nú líka orðinn vondur. Hann sló í borðið og sagði, að brot Gunnars væru svo mörg og alvarleg, að ekki kæmi til greina að endurreisa hann að svo stöddu. Fyrst yrði hann að sýna það í verki, að honum væri raunverulega al- vara með að hætta drykkjusvallinu, og gæti hann þá komið aftur og talað við þá eftir svo sem eins og tvö mánuði. Gunnari Berg blöskraði svo þvílík ósvífni, að hann stóð upp steinþegjandi og rauk á dyr. Hann var í svo æstu skapi, að liann gekk þindarlaust um göturnar í marga klukkutíma, bölvandi og ragn- andi. En er honum loks létti, fór hann upp á Litlakaffi og ætlaði að fá sér hress- ingu. En hann varaði sig ekki á því, livað tíminn hafði liðið fljótt; það var búið að loka og mvrkur í öllum gluggum. Fór liann þá að húsabaki og barði þar að dyrum. Imba litla opnaði fyrir honum. Hún var í gatslitnum náttkjólsgopa og býsna skrýtin á svip. Hann fór með henni inn í eldhús, og hún náði í öl handa honum framau úr kaffistofunni. Sat hann nú á tali við hana um stund, en er hann sá, að hún var farin að skjálfa, rak hann liana í rúmið og settist á stokkinn hjá henni. Honum var nú mikið farið að létta, en þó var honum enn þungt niðri fyrir. Imba litla varð þess vör og spurði ósköp blíðlega, hvort eitthvað gengi að lionum. Um leið lagði hún, líkt og ósjálf- rátt, hönd sína á hönd hans, og þessi milda snerting orkaði þannig á liann. að honum lá við gráti. Sagði hann henni undan og ofan af því, sem gerzt hafði, en hún aumkvaði hann og strauk á hon- um höndina, þangað til honum var farið að líða bara vel. Allt í einu fór hún að hlæja og smiltra upp úr þurru og sagði: „Hér kom nokk- uð skrýtið fyrir í kvöld!“ Gunnar Berg var að horfa á snjóhvíta og mjúka handleggi liennar og spurði annars hugar, hvað það hefði verið. „Jú, he, he, — hugsaðu þér. — hann Napóleon bara bað hennar Söru! Ég sá og heyrði það allt saman gegnum skrá- argatið.“ Nokkru eftir lokunartíma hafði Napó- leon komið ósköp kjámakaralegur til Söru, þar sem hún var að Ijúka við upp- þvottinn í eldhúsinu, og beðið hana að finna sig inn í hans eigið herbergi. Þeg- ar hún kom þangað og var sezt á rúmið hans, féll hann umsvifalaust á kné fyrir henni og spurði í hátíðlegum rómi, eins og hann væri að Iesa úr guðsorðabók: „Viltu, ungfrú Sara, verða elskuleg eig- inkona mín og lífsförunautur, þar til dauðinn skilur okkur að?“ „Hver fjandinn er eiginlega að þér, maður? Ertu genginn af vitinu!“ — Sara var bæði yfirfallin af undrun og býsna hvöss á brún. — „Hvað meinarðu eig- inlega?“ En nú var öryggi Napóleons Jónsson- ar fokið út í veður og vind. — , Ja, ég meina —, sko, — hvort þú viljir lofa mér — nei, uss, — ég meina það ekki! Mig langar bara — til að eiga þig, skilurðu! Heldurðu ekki, að þú — viljir giftast mér, — ja. kannske ekki strax, — held- ur, sko, bráðum, — ja, ég meina einhvern tíma?“ (Framhald) 24 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.