Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1959, Síða 29

Samvinnan - 01.01.1959, Síða 29
Hátíðarför um Vermaland Eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur, rithöfund IV. Rottneros. Rottneros herragarður, Eikabær 1 Gösta Berlingssögu, er frægur bæði að fornu og nýju. Þar hafa nú lengi búið majórinn og heiðursdoktorinn Svante Pálson og frú hans, Gréta, og gert garðinn frægan í bókstaflegri merkingu, því að þau hafa komið upp því fagra höggmyndasafni, sem Rottnerosgarður er víðfrægur fyrir. Þessi rausnarhjón heiðruðu aldarminn- ingu Selmu Lagerlöf með því að bjóða til hátíðar á heimili sínu. Samkomuhús hafði nýlega verið reist í Rottnerosgarði, ætlað fyrir fundi og stór gestaboð, einskonar menningarmiðstöð vermlenzkrar landsbyggðar. Veizlusalur- inn er 8+20 metrar, á svölum hússins geta áttatíu manns setið við matborð. í veizlu- salnum, svölunum, og stórri tjaldbúð að auki, var framreiddur hádegisverður fyr- ir fleiri hundruð manns, auk þeirra, er frá upphafi höfðu tekið þátt í Lagerlöfs- hátíðinni, voru margir gestir víðsvegar að af landinu. Er gestanna var getið í blöðum, var jafnan fyrstur talinn skáld- prins Svía, Vilhelm, hertogi Söderman- lands, síðan aðrir þeir, er tignarstöður skipa, forsætisráðherra, biskup, hershöfð- ingi, svo og svo margir lénsherrar (mun svara til sýslumanna), ambassadorar Norðurlanda, prófessorar í listum og listasögu, forstöðumenn safna o.s.frv. Tólf voru þarna ættingjar Selmu Lager- löf, á þriðja hundrað rithöfundar frá Norðurlöndum, að undanskildum Færeyj- um. Ennfremur gestir frá Japan, Pales- tínu, Þýzkalandi, Frakklandi, Hollandi, Englandi og Ameríku. Viðtökurnar á Rottneros voru í senn konunglegar og alúðlegar. Meðal annarra ágæta veizlurétta var á borð borinn ein- hver sá bragðbezti lax, sem ég hef komizt í kynni við. Húsráðandi bauð gesti vel- komna, einn úr hópi rithöfunda þakkaði, það voru öll ræðuhöldin. Helga Görlin, óperusöngkona, söng „Och Vármeland du sköna, du hárliga land“. Risu þá allir úr sætum jafnsnemma í sal, svölum og tjaldbúð. Er borðhaldinu lauk var gest- um boðið heim að ganga til herragarðs- ins, sem er snertispöl frá samkomuhús- inu. Um hús þetta má að lokum segja, að það er byggt með hliðsjón af konung- legu lystihúsi frá fyrri öldum. Utan dyra eru tveir hestar úr bronsi. Frummynd þeirra er talin hafa verið gerð í Grikk- landi um það til þremur öldum fyrir Kristsburð. Herragarðshúsið er björt og svipfríð bygging í afar glæsilegu umhverfi, flest er prýða má fagran lystigarð er þar að sjá, spegiltær tjörn, enda heitir hún Spegil- tjörnin, höggmyndir í litskrúði blóma, grængresis, runna og trjáa. Breið trjá- göng liggja niður að fagurbláa ævintýra- vatninu úr Gösta Berlingssögu. Útsýnið nær og fjær er ekki aðeins fagurt, held- ur lifir þar sagan, sem Selma var köll- uð til að segja, Kavaléraálmumar svo- nefndu eru tvö gul timburhús, á klukku- Síðari hluti stöpli er Rottnerosklukkan, er hringdi til iðju og bæna á undanförnum öldum. Faðir og sonur heitir höggmynd eftir sænska myndhöggvarann Olof Ahlberg, er dó fyrir tveimur árum. Auðskilin eru hugartengslin milli þessarar höggmyndar og minnisvarðans þar rétt hjá, er reist- ur var einkasyni majórshjónanna á Rottneros. Páhl Montgomery Páhlson hét hann og féll í frelsisstríði Norðmanna, árið, sem Þjóðverjar gerðu innrásina í Noreg. Norskir rithöfundar lögðu blóm- sveig við bautastein hans. — Rottnerosgarður varð huggun og hug- sjón majórshjónanna. Að stríðinu loknu var af mikilli kostgæfni og með miklum fjármunum unnið að því að gera garð- inn að því, sem hann nú er, þjóðgarður, perla Vermalands. Saga þessa listasafns í lystigarði nær að vísu aftur til ársins 1918, þá hófst Svante Páhlson handa um kaup fyrstu listaverkanna, er stað- sett voru í garðinum; síðan eru fjörutíu ár. Fjörutíu hektarar er garðurinn og fjörutíu manns vinna við hann. — — Nú er þar aftur til að taka, er gest- irnir gengu heim að herragarðinum og samkvæmt boði röðuðu sér á tvennar svalir og garðpall. Á flosmjúkri garðflöt, með limgöngin og vatnið bláa að baki, var stiginn listdans, ungar stúlkur í litríkum þjóðbúningum sýndu þjóðdansa, hurfu milli trjánna og komu aftur í hvítum ball- ettskóm og hvítum kjólum með stutt, þanin pils. Síðast var dansað eftir tónum Tjaikovskis eins og á ballettinum í Þjóð- leikhúsinu í vor. Þessi fallega danssýn- ing kom á óvænt og vakti mikla ánægju. Yngstu dansmeyjarnar voru smátelpur og mátti segja um dans þeirra, að hann hafi „klappað undur þýtt eins og börn á vanga.“ Enn voru framreiddar veitingar á þessu risnuheimili og kom nú að því atriði, sem eitt fyrir sig hefði verið ærið nóg erindi að Rottneros, en það var að skoða garð- inn, sem dregur að sér hundruð þúsunda sumar hvert, sex hundruð þúsundir hafa komið þangað á einu sumri; varla verður gestatalan lægri eftir sumarið 1958. Á Márbacka er seldur aðgangur, en Rottn- erosgarðinn er öllum heimilt að skoða án endurgjalds og frjálst að taka þar mynd- ir eftir vild. Engir einkennisbúnir varð- menn eru settir til höfuðs þessum mikla mannfjölda, en aldrei ber bó við, að þar sé unnið skemmdarverk, að sögn Svante Páhlson er ekki svo mikið sem brotinn kvistur þar eða slitið blóm. Höfðingsskap- ur Rottneroshjónanna er þannig metinn að verðleikum. Garðinum, sem er margslungið lista- verk, er skipt í svæði, er munu vera jafn- mörg stöfunum í stafrófinu; hvert þeirra hefur sín sérkenni og dregur nafn af þeim. Garður Selmu Lagerlöf heitir eitt, Strandgarður annað, þar er skáldamust- eri, og eru þar styttur helztu skáldmær- inga Vermalands; skal þar fyrst nefna Selmu Lagerlöf, þá í aldursröð: Erik Gust- af Geijer, Esaias Tegnér og Gustaf Fröd- ing. Nokkur svæði eru kennd við mynd- listamenn, af þeim skulu hér tveir nefnd- ir, Svíinn Carl Miller og Norðmaðurinn Gustaf Vigeland. Fuglarnir eiga sína paradís með smátjörnum, hólmum og brúm; þar halda sig svanir og endur, trönur og fleiri fuglategundir, þarna er þeirra velferðarþjóðfélag og Gósenland Selma Lagerlöf á áttræðisaldri. SAMVINNAN 25

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.