Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1960, Qupperneq 26

Samvinnan - 01.03.1960, Qupperneq 26
Mr. Clay dró andann djúpt og hóstaði tvívegis. Þegar hann hóf máls, var rödd hans hás og lágvær, en smámsaman varð hún sterkari og hljóm- meiri. Hann talaði mjög hægt. „Ungi maður,“ sagði hann. „Nú vil ég segja þér hvers- vegna ég hreif þig, óbreyttan háseta, upp af götunni við höfnina og flutti þig hingað. Þetta mun hafa vakið hjá þér undrun, og því vil ég skýra fyrir þér, hversvegna ég bauð þér í hús mitt, sem til þessa hefur aðeins staðið opið fyrir fáeinum ríkustu kaupmönn- unum í Kanton. Mér hentar vel að tala hægt, en þú færð engu að síður að heyra allt af létta.“ Hann þagði litla hríð, and- aði djúpt og hélt áfram: „Ég er ríkur maður, hinn rík- asti í Kanton. Nokkur hluti þeirra auðæva, er ég hef öngl- að saman um ævi langa, er samankominn í þessu húsi, verðmeiri eru þó birgðirnar í vöruskemmum mínum, en mestur hluti eigna minna er þó á hafinu og fljótunum. í Kína er nafn mitt metið á hærra verði en þú hefur nokkru sinni heyrt talað um eða getur sett þér fyrir sjónir. Þegar menn hér á landi eða í Englandi nefna nafn mitt, nefna þeir milljón pund.“ Aftur þagnaði hann. Elishama sat í þönkum. Hing- að til hafði mr. Clay aðeins rætt um raunverulega hluti, hluti, sem hann lengi hafði vitað um. En hvernig færi, er hann brygði sér yfir í heim ímyndunarinnar? Því að öld- ungurinn, sem á sínu langa æviskeiði hafði aðeins heyrt eina sögu sagða, hafði heldur aldrei sagt nokkra sögu sjálf- ur. En þegar mr. Clay hóf frásögn sína að nýju, fann skrifarinn, að hann vildi að nokkru létta á huga sínum. í myrkum leynum hinnar ein- angruðu sálar hrærðust hug- sýnir og hugmyndir, jafnvel tilfinningar, sem aldrei höfðu fengið útrás, og hefðu aldrei fengið útrás gagnvart öðrum en hinum óþekkta pilti, sem dvelja mundi í húsinu eina nótt. Smámsaman rann það upp fyrir Elishama, að gildi leiksins er einmitt í því fólg- ið, að í Iionum fær maðurinn tækifæri til að segja sannleik- ann. „Milljón pund,“ endurtók mr. Clay. „Þessi milljón pund, þau eru ég sjálfur. Þau eru dagar mínir og ár, heili minn og hjarta, líf mitt. Ég dvelst aleinn með þeim í húsi mínu, ég hef verið .aleinn með þeim í fjölda ára, og hef verið á- nægður með þá skipan mál- anna. Því að menn þeir, sem ég hef umgengist, hafa ætíð verið mér mótsnúnir. Aðeins fáum þeirra hef ég leyft að snerta hönd mína, en engum einasta fjármuni mína. Og aldrei hef ég,“ bætti liann. hægt við, „óttast að auð- ur minn færi forgörðum á undan mér sjálfum, eins og raunin er hvað snertir aðra ríka kaupmenn. Því að ég hef alltaf kunnað að meðhöndla peninga mína og ávaxta þá. En upp á síðkastið," hélt hann áfram, „hefur mér orðið vel ljóst, að auður minn verð- ur öllu endingarbetri en ég sjálfur. Sú stund er ekki langt undan, er leiðir okkar skilja. Annar helmingur minn mun þá hverfa, en hinn mun lifa áfram. Hvar og í höndum hverra mun hann þá lifa? Þeirra, sem ég fram til þessa hef barið frá mér? Eiga fá- vísir menn að láta vel að hon- um með sínum gráðugu krumlum? Mér hugnast sú tilhugsun engu betur en að láta þá mjúklæta mig sjálfan. Hún stendur mér fyrir svefni um nætur. Ég hef aldrei reynt,“ mælti hann ennfremur, „að finna þá hönd, er væri þess verð að veita eignum mínum viðtöku, því að ég veit, að slík hönd er ekki til. En upp á síðkastið hefur mér flogið í hug, að ég Nýir lesendur geta byrjað hér: Mr. Clay, enskur stórkaupmaður í Kanton í Kína, þjáist af svefnleysi og lætur einn bókara sinna, pólska gyðinginn Elishama I.evinsky, lesa upphátt fyrir sig úr reikningabókum um nætur. Er þær þrýtur, biður mr. Clay, sem alla sína ævi hefur einangrað sig fullkomlega í heimi verzlunar og viðskipta, bókarann að útvega annað lesefni, sem einhver hefði samið og skráð. Elishama, sem er litlu fróðari um bókmenntir en húsbóndi hans, tekur þá að lesa fyrir hann úr spádómsbók Jesaja, en hinn aldraði auð- kýfingur bregst reiður við, kveðst hafa átt við sögur líkar þeirri, sem hann í æsku sinni heyrði sjómann segja á leiðinni frá Englandi til Kína. Efni sögunnar er, að sjómaður fer í land í hafnarborg nokkurri, hittir þar aldraðan auðmann, er býður honum í hús sitt, veitir honum ríkulega og fær hann að lokum, gegn fimm gínea gjaldi, til að samrekkja konu sinni, ungri og fagurri, og gera henni erfingja. Elishama álítur, að hér sé um ómerkan uppspuna að ræða, en mr. Clay, sem trúað hafði á sannleiksgildi sögunnar, ákveður þá að láta hana gerast. Sjálfur hyggst hann taka að sér hlutverk hins aldraða auðmanns, en sendir Elishama út af örkinni í leit að ungri konu, er hæfa mundi i kvenhlutverkið. Gyðingurinn fer þá á fund Virginíu, ungrar franskrar stúlku, dóttur kaupmanns, er mr. Clay hafði gert gjaldþrota. Hún fellst að lokum á að verða við tilmælum hans. Þvínæst fara þeir mr. Clay og Elishama niður í hafnarhverfið og tekst eftir tvær misheppnaðar tilraunir að fá kornungan, risavaxinn sjómann í lið með sér. Fara þeir svo allir þrír heim til kaupmannsins og setjast þar að dýrlegum kvöldverði ... 26 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.