Samvinnan - 01.04.1960, Side 4
SUGÞURRKUN
RÆNDUR:
Verið óháSir veðr-
áttunni við heyöflun.
Setjið súgþurrkunar-
tæki í hlöður yðar.
Þér getið valið um 3
gerðiraf blásurum, S-ll,
H-ll og H-12. Ennfrem-
ur getið þér valið um 2
tegundir dieselvéla,
HATZ, sem er vestur-
þýzk, og ARMSTRONG
SIDDELEY, sem er ensk.
Meginkostur H blásar-
anna er, að þeir skila
miklu meiri blæstri við
sömu orku, en eldri
gerðir af blásurum.
LANDSSMIÐJAN
REYKJAVlK.
Til lesenda
Mörg erlend tímarit hafa sérstakan dálk í blöðunr sínum, þar
sem lesendur geta komið á framfæri áliti sínu á einstökum
greinum eða efni, er í blaðinu birtast — með eða móti. Eru
þetta stuttar athugasemdir, oft hnyttilega orðaðar, og gefa
blaðstjórninni tíðum góðar vísbendingar um hug lesenda til
efnis og blaðsins í heild.
Samvinnan mun nú taka upp þennan hátt, ef lesendur hafa
áhuga og vilja til að notfæra sér rúmið.
Tilvonandi bréfriturum til skýringar skulu hér birt nokkur
bréf úr amerísku tímariti. Blaðið hafði í þetta skipti birt m.
a. grein er hét — Hið erfiða líf sovétzku konunnar —. Höf-
undur lýsir rússnesku konunni sem feitlaginni, sterkbyggðri
konu, er vinni erfiðisvinnu jafnt og karlmennirnir. Föt henn-
ar eru ljót og fara illa (vegna þess að hún á hvorki lífstykki né
brjóstahaldara). Heimilislíf er lítið sem ekkert vegna vinn-
unnar, og án vinnu konunnar (45% af vinnukrafti Sovétríkj-
anna) kæmist 7 ára áætlunin ekki í framkvæmd. Vinnu kon-
unnar telur höfundur lykilinn að framþróun Sovétríkjanna
á sviði iðnaðar og uppbyggingar o. s. frv., o. s. frv. Greinin
var í heild heldur léleg, eins og lesendur láta óspart í ljós.
Athugasemdir lesenda voru og á einn veg. Hér konra nokkrar:
— Þessi grein er samnefnari fyrir svo marga bandaríska grein-
arhöfunda, sem deila á Rússa þessa dagana. Vegna þess að við
getum ekki komið flugskeytum okkar og gerfihnöttum frá
jörðu, vegna þess að við erum ekki fi-emstir alstaðar, leggjum
við okkur niður við að finna að öllu sem Rússar gera. —
Reynum að fá okkur til þess að trúa því að allt sé í himna
lagi á okkar bæ. — Capt. Harrison.
— Það næsta sem við verðum að gera, er að auka ríkisút-
gjöld okkar og útvega sovétzku konunni það, sem greinarhöf-
undur telur hana vanhaga mest — lífstykki og brjóstahald-
ara. — J. F. Mahong.
— Hvernig konur heldur þú að formæður okkar hafi verið?
Það voru konur, sem gerðu Ameríku að því sem hún nú er.
Þær höfðu ekki tíma til að hugsa aðeins um kvenleikann. í
hreinskilni sagt, ég held að dálítil erfiðisvinna sé það, sem við
öll þörfnumst. — Annabel Beck Miller.
P.S. — Ég skal veðja við þig uin það, að Eisenhower væri ekki
sá maður, sem hann er í dag, ef móðir hans hefði verið Par-
ísarmodel.
— Fyrir 40 árum gat konan hér í Ameríku drepið skröltorm,
ltjúkrað sjúku barni til heilsu — og matreitt kóngafæðu. Og
sæi hún prestinn koma gangandi eftir veginum gat itún hlaup-
ið út, handsamað kjúkling í garðinum, hálshöggvið hann,
plokkað og matreitt á stuttum tíma. Útvegaðu mér svona
konu. — Raymond Reading.
— Ráðgáta gengis sovétzka kerfisins hefur verið ráðin. Látið
konuna vinna verkin. — Arthur D. Miles.
Og nú lesendur góðir. — Gerið svo vel. — Dálkurinn er ykkur
til reiðu.
4 SAMVINNAN