Samvinnan - 01.04.1960, Blaðsíða 10
Johannes V. Jensen
Anna
og
kýrin
Uppá gripasvæðinu hjá markaðstorginu í Hvalpsund stóð
gömul kona með kúna sína. Hún stóð dálítið afsíðis með
jæssa einu kú sína, livort sem liún gerði það fyrir lítil-
lætis sakir ellegar til að vekja meiri efthtekt. Hún stóð
þar fjarska róleg og lét höfuðklútinn slúta ögn fram
yfir ennið vegna sólskinsins og prjónaði sokk, sem var
orðinn æði langur og hún vafði jafnóðum upp í þykkan
vafning. Hún var búin uppá snyrtilegan gamlan móð, í
heiðbláu pilsi sem ilmaði svo lieimilislega úr litunar-
pottinum, með brúna, prjónaða þríhyrnu bundna um
mittið. Höfuðklúturinn var upplitaður og gæti hafa legið
lengi ónotaður; tréklossarnir voru flatbotnaðir, en hún
Iiafði burstað þá. Fram úr gráu hárinu gægðist einn auka-
prjónn, fyrir utan þessa fjóra sem hún tifaði svo títt með
gömlum slitnum höndunum. Hún lagði annað eyrað við
tónlistinni frá álnavörumarkaðnum og virti einnig fyrir
sér menn og dýr, sent kaupslöguðu og ruddust um allt í
kringum hana. Það var hávaði og fyrirgangur nær og
fjær — klárarnir hneggjuðu uppá hestamarkaðnum. ára-
glamm neðan frá ströndinni, trumbusláttur og skellir og
smellir frá trúðleikurum, en hún stóð þar kyrrlát í sól-
skininu og prjónaði sokkinn sinn.
Og við hlið hennar stóð kýrin kviðsíð og gleiðfætt og
jórtraði; höfuð hennar nanr við olnboga gömlu konunn-
ar. Það var roskin kýr, en það var góð kýr, heilbrigð í
hárafari og prýðilega alin. Hún var að sönnu nokkuð
lioldskörp um huppinn og fram eltir hryggnum, en hún
var annars ósvikin vara, júfrið þétt í sér og loðið, og það
var ekki marga hringi að sjá á svörtum og hvítum horn-
um hennar. Hún st<)ð þar voteyg og jórtraði tugguna
sína. Neðri kjálkinn gekk stöðugt frá vinstri til hægri;
og þegar liún var búin að renna tuggunni niður, sneri
hún höfðinu og litaðist um. Síðan flengdist næsta tugga
upp vélindað og fram í munninn, og hún tuggði hana
með hálsinn í óbifanlegri kyrrstöðu. Það rann geðprúð
slefa frá víðum munninum, og það drundi djúpt og fjað-
urmagnað í henni þegar hún dró andann, eins og leikið
væri á otgel í innýflum hennar. Það var heilbrigð og 1 íf-
mikil kýr, komin til ára sinna og hafði lifað það sem
kúm getur hlotnazt. Hún hafði borið kálfum sínum, án
þess að fá nokkurntíma leyfi til að sjá þá eða kara þá, og
síðan hafði hún étið sitt fóður og skilað sinni mjólk í
góðri trú. Og nú jórtraði hún hér hjá torginu af jafn-
miklu öryggi og hvar sem verið hefði annarsstaðar, og
sveiflaði halanum í krappar bugður eftir flugunum.
Taumurinn var snyrtilega lykkjaður upp á annað horn-
ið, því hún mundi hvergi fara upp á sitt eigið eindæmi;
og munnspeldin voru gömul og ávöl af sliti og hvorki
slegin járni né göddum, því þessi kýr þurfti ekki ögunar
við. Þess má geta, að hún var með nýja múlinn sinn í
dag — ekki þann ganrla, mjóa og hnýtta sem hún brúk-
aði hversdagslega. Anna gamla vildi að hún, það er að
segja kýrin, liti vel út í dag og bæri henni sjálfri gott
vitni.
Þetta var góð kýr og vel fallin til slátrunar, og þessvegna
leið ekki á löngu áður en maður nokkur kom aðvífandi,
tók að skoða liana í krók og kring og pota fingrinum nið-
ur í bakið á henni. Kýrin svignaði ögn í hryggnum við
þessar aðfarir, en lét annars ekki á sig bíta.
— Hvað kostar kýrin, gamla mín? spurði maðurinn og
beindi föstu augnaráði sínu frá kúnni til Önnu. Anna
liélt áfrarn að prjóna.
— Það er ekki ætlunin að selja lrana, svaraði hún. Og
svo sem til að ljúka þessu samtali með fullri hæversku,
tók hún alla prjónana í aðra höndina og sökkti sér niður
í að þurrka sér um nel'ið með hinni.
Maðurinn hvarflaði brott og gekk út á hlið, því hann gat
ekki slitið augun af kúnni alveg fyrirvaralaust.
Ekki löngu seinna danglar fínn og nýrakaður slátrari
spanskreyrnum sínum í hornin á kúnni og strýkur þrút-
inni hendi sinni hratt niður brjóstið.
— Hvað kostar kýrin?
Anna gamla rennir fyrst augunum til kýrinnar, sem
drepur heiðarlega tittlinga framan í spanskreyrinn. Svo
snýr hún liöfði og virðist koma auga á eitthvað sem vek-
ur athygli hennar, langt í burtu.
— Hún er ekki til sölu.
Búið. Mangarinn röltir áfram í blóðflekkóttum rykfrakk-
anum. En litlu síðar ber enn að nýjan lysthafanda. Anna
gamla hristir kollinn. Það er ekki ætlunin að selja kúna.
Þegar hún hafði þannig vísað góðurn hópi manna á bug,
fór hún að verða þekkt kona á torginu; það var farið að
tala um hana. Maður nokkur, sem hafði kornið áður,
sneri aftur og vildi fyrir alla muni kaupa kúna, og hann
gerði rnjög hagstætt tilboð. Gamla Anna sagði: Nei —
dálítið óróleg, en ákveðin.
— Er þá búið að selja hana? spurði maðurinn.
Nei, það var alls ekki búið að selja hana.
— Já en hversvegna í ósköpunum stendurðu þá hér og
heldur sýningu á kúnni?
Gamla Anna laut höfði, en hélt áfi'am að pi'jóna af þrá-
kelkni.
— Ha? Hversvegna stendurðu hér með kúna? spurði
maðurinn, og það var farið að síga í hann. Átt þú þessa
kú?
Já, það var alveg víst og áreiðanlegt. Sannarlega átti
Anna þessa kú. Hún bætti við hún hefði átt hana síðan
hún var kvíga, já, hún hafði átt hana síðan. Ef maðurinn
10 SAMVINNAN