Samvinnan - 01.04.1960, Blaðsíða 11
yrði blíðkaður með mælgi, hugsaði Anna, þá skyldi hún
ekki láta standa npp á sig. En liann greip fram í fyrir
henni:
— Ert þú komin hingað til að gabba heiðarlegt fólk?
Drottinn minn dýri! Anna þegir, og henni líður illa.
Hún prjónar eins og hún eigi lífið að leysa, hún veit
ekki hvert hún á að horfa — svona voðalega þykir henni
fyrir þessu öllu. Og maðurinn færist í aukana, hann er
reiður:
— Ertu komin hingað á markaðinn til að gabba heiðar-
legt fólk, sagði ég.
Þá er það, sem Anna gamla hættir að prjóna. Hún lyftir
lykkjunni af horni kýrinnar og ljýst til að halda á brott,
en hún horfir á manninn á meðan, opnu og biðjandi
augnaráði:
— Þetta er alveg einstök kýr í sinni röð, segir hún af ein-
lægni, þetta er alveg einstök kýr. Ég hef ekki aðra gripi í
fjósi, og hún hittir sjaldan aðrar kýr. Við eigum heima
á svo afskekktum stað. Svo mér fannst sanngjarnt ég færi
einusinni með hana á markaðinn, til þess hún gæti hitt
aðra nautgripi og létt sér dálítið upp. Já, mér fannst
þetta rétt, og ég gat ekki ímyndað mér það væri neinum
til meins, og þessvegna skruppum við hingað á markað-
inn. En við erum ekki til sölu, og- nú ætlum við að Iialda
heimleiðis. Og afsakið, vildi ég sagt hafa. Og sælir. Og
takk fyrir.
Bjarnv Benediktsson þýddi.
Happdrætti
Dvalarheimilis
Aldraðra
Sjómanna
Vinningum fjölgar
50 vinningar í mánuði
2 íbúðir útdregnar
mánaðarlega
2 bifreiðir útdregnar
mánaðarlega
Verð miðans kr. 30.00
í mánuði
Aöalstræti 6
6. hæö
Sími 17757
Öllum ágóöa variö til
byggingar Dvalar-
heimilisins
SAMVINNAN 11