Samvinnan - 01.04.1960, Page 12
Ólafur ólafsson
Súdan
Þeim, sem fylgjast eilítið með
í alþjóðamálum, mun nú
þykja meiri ástæða til þess en
áður, að kynnast Súdan og
kynna það land öðrum — eftir
að það komst í tölu sjálfstæðra
ríkja heims fyrir rúmlega
tveim árum.
Súdan liggur til austurs að
Rauðahafi og Eþíópíu, til
vesturs að Libýu eða Sahara
og frönsku Mið-Afríku, til
norðurs að Egyptalandi á 22.
baug norðlægrar breiddar og
til suðurs að hitabeltislönd-
unum Kongó, Úganda og
Kenya, á 4. breiddarbaug
norðan miðjarðarlínu.
Súdan er landflæmi 25 falt
stærra en Island, eða hálf
þriðja millj. ferkm. Landið
er strjálbýlt, eru þó íbúar 9
eða 10 millj. og fæstir bú-
settir í borgum.
Þetta mikla land sætti þeim
óvenjulegu örlögum, að lúta
stjórnum tveggja erlendra
ríkja samtímis um hálfrar ald-
ar skeið. Samstjórn — con-
dóminium — Breta og Egypta,
er hugðust hvorir um sig
hagnast á því. En áður höfðu
Arabar rekið þar um aldarað-
ir arðvænlegustu atvinnu, sem
sögur fara af í Afríku, þræla-
veiðar og fílabeinssöfnun.
Súdannegrar eru háir menn
og hraustlegir og þóttu bera
af öðrum þrælum. Fílstennur
frá Súdan vógu allt að því 50
kíló.
Enn eru í Suður-Súdan dekstu
og hæstu menn jarðar. Og
enn leika þar lausum hala 18
þúsundir villtra fíla. Bretar
og Egyptar eiga í sameiningu
heiðurinn af að hafa komið í
veg fyrir þrælaveiðar í Súdan.
En fílabein þaðan er enn
eftirsótt verzlunarvara.
Nílfljót rennur gegnum Sú-
dan frá suðri til norðurs, 2400
km spotta, og er lífæð megin-
hluta landsins eigi síður en
Egyptalands. Hefðu Súdanir
bolmagn til þess, væri þeim í
lófa lagið að tempra árstraum-
inn til Egyptalands, hleypa
ekki framhjá sér meiru vatni
en því, sem afgangs yrði eftir
að hafa séð fyrir eigin þörf-
um til ræktunar og rafvæð-
ingar. í þeim löndum báðum
er yfirgnæfanlegur hiti og
þurrkar svo miklir, að vatn
er þeim ómetanleg náttúru-
auðævi, óviðjafnanlega miklu
dýrmætari en heita vatnið er
okkur íslendingum.
Nasser mundi vafalítið sjá
sér hagnað að því, að láta af
hendi Súezskurð og æðsta
embætti arabíska sambands-
lýðveldisins, fengi hann í
staðinn — Súdan. Hann
dreymir vafalaust ekki um
annað fremur en meira land-
rými, aukinn herstyrk og yfir-
ráð Nílar — í Súdan. Annars
er ekki ólíklegt að hann geri
sér vonir um að sá draumur
kunni að rætast án þess að
miklu sé til kostað.
A
V
Það var í nóvembermánuði
1957, að ég kom við í Súdan
að aflokinni heimsókn til ís-
lenzku kristniboðsstöðvarinn-
ar í Suður-Eþíópíu.
Flugleiðin milli höfuðstaða
þeirra landa, Addis Abeba og
Khartúm, liggur yfir hálendi
Norður-Eþíópi'u, þar sem
Tanavatn er. En í því vatni
eru upptök Bláu-Nílar. Áin
er önnur aðalkvísl Nílfljóts
og fellur þaðan um djúp
gljúfur í feiknmiklum boga,
fyrst til suðausturs og síðan
til norðvesturs, unz hún sam-
einast Hvítu-Níl hjá Khartúm.
Negrakona frá Suður-Súdan ásamt börnum sínum.
Við hliðina á mér sat danskur
verkfræðingur, Pedersen að
nafni. Hann kvaðst vera
kvæntur norskri konu, bú-
settur í Sviss, en alveg ný-
kominn frá Reykjavík. Hann
flutti mér því nýjustu fréttir
að heiman. — Mér skildist að
hann hefði gert sér vonir um
að fá að reisa útvarpshöll fyr-
ir íslendinga.
Hitamóðan færðist í aukana á
hálendinu með hækkandi sól
og skyggði mjög fyrir stór-
fenglegt og nýstárlegt útsýni.
Frjósamasta og bezt ræktaða
akurlendi Eþíópíu er á norð-
urhálendinu, þar sem er næg
úrkoma, 2 til 3 þúsund metra
yfir sjávarmál. Eþíópar eru
tortryggnir og þóttafullir
menn. Þeir hafa því ekki vilj-
að hleypa erlendu fjármagni
inn í landið og hafa fyrir
bragðið ekki getað stofnað til
áveituræktunar í stórum stíl
á lægri, heitari og miklu
frjósamari stöðum.
Samræður hljóðnuðu ósjálf-
rátt er við komum auga á
Tanavatn og frárennslið úr
því, efstu gljúfur Bláti-Nílar.
Áin hefur grafið svo mikil
gljúfur í gosbergslög hálend-
isins, að þau eru á mörg-
hundruð km kafla mesta tor-
færa Norður-Eþíópíu. Úr
þessum gljúfrum og hálend-
inu beggja vegna þeirra er að
langmestu leyti framburður-
inn, dökkbrún leðja, sem lit-
ar vötn Nílar alla leið til ósa
við Miðjarðarhaf og við-
heldur frjósemi Egyptalands.
Tanavatn er í skál með aðlíð-
andi halla á alla vegu. Að-
stæður eru því hinar ákjósan-
legustu til að byggja fyrir-
hleðslu og gera þarna gífur-
lega mikið uppistöðuvatn.
Það er því ekki ofmælt, að
fjöregg Egypta og norður-
hluta Súdans sé í hendi Eþí-
ópa. Flóðin í Níl stafa fyrst og
fremst frá vatnavöxtum í
Bláu-Níl, eða nánar til tekið
um 82 hundraðshlutar. Á há-
lendinu norður og austur af
Tanavatni eru feiknmikil
fjöll með 4 til 5 þúsund metra
háum tindum. Myndast þar
miklar fannir á vetrum. Þeg-
ar sumarúrkomur byrja í maí-
mánuði og snjóa tekur að
12 SAMVINNAN